Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. september 2020 18:30 Quim Torra sést hér prýddur gulum borða, einkennistákni sjálfstæðissinna. vísir/epa Hæstiréttur svipti Quim Torra embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu vegna þess að hann hefði brotið gegn kosningalögum ríkisins. Málið snýst um að Torra neitaði að fjarlægja borða. þar sem kallað var eftir því að fangelsaðir leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar yrðu leystir úr haldi, af opinberu húsi í aðdraganda þingkosninganna 2019. Torra sagði í gærkvöldi skjóta skökku við að dómarar, ekki héraðsbúar, væru nú að ákveða að hann fengi ekki lengur að vera forseti héraðsstjórnarinnar. „Ég vil segja ykkur að það er ekki hægt að vinna bug á lýðræðinu með því að beita óréttlátum lögum í hefndarskyni gegn þeim sem standa vörð um mannréttindi,“ sagði Torra. Enginn verðir skipaður í embætti héraðsforseta fyrr en eftir héraðsþingkosningar á næsta ári. Þangað til mun Pere Aragonés varaforseti fara með skyldur Torra. Ákvörðun hæstaréttar var harðlega mótmælt á götum Barcelona í nótt. Bernat Solé, utanríkismálastjóri héraðsstjórnarinnar, segir miður að ágreiningsmál sem varða katalónsku sjálfstæðishreyfinguna sé enn á ný leyst fyrir dómstólum, en slíkt hið sama var gert þegar níu leiðtogar hreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á síðasta ári. „Þetta bann sýnir okkur að mannréttindabrot eiga sér stað á Spáni. Í þessu tilfelli brot á tjáningarfrelsinu. Þetta sýnir einnig fram á illvilja í garð sjálfstæðishreyfingarinnar,“ segir Solé. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tjáningarfrelsi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Hæstiréttur svipti Quim Torra embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu vegna þess að hann hefði brotið gegn kosningalögum ríkisins. Málið snýst um að Torra neitaði að fjarlægja borða. þar sem kallað var eftir því að fangelsaðir leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar yrðu leystir úr haldi, af opinberu húsi í aðdraganda þingkosninganna 2019. Torra sagði í gærkvöldi skjóta skökku við að dómarar, ekki héraðsbúar, væru nú að ákveða að hann fengi ekki lengur að vera forseti héraðsstjórnarinnar. „Ég vil segja ykkur að það er ekki hægt að vinna bug á lýðræðinu með því að beita óréttlátum lögum í hefndarskyni gegn þeim sem standa vörð um mannréttindi,“ sagði Torra. Enginn verðir skipaður í embætti héraðsforseta fyrr en eftir héraðsþingkosningar á næsta ári. Þangað til mun Pere Aragonés varaforseti fara með skyldur Torra. Ákvörðun hæstaréttar var harðlega mótmælt á götum Barcelona í nótt. Bernat Solé, utanríkismálastjóri héraðsstjórnarinnar, segir miður að ágreiningsmál sem varða katalónsku sjálfstæðishreyfinguna sé enn á ný leyst fyrir dómstólum, en slíkt hið sama var gert þegar níu leiðtogar hreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á síðasta ári. „Þetta bann sýnir okkur að mannréttindabrot eiga sér stað á Spáni. Í þessu tilfelli brot á tjáningarfrelsinu. Þetta sýnir einnig fram á illvilja í garð sjálfstæðishreyfingarinnar,“ segir Solé.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tjáningarfrelsi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira