Fljúgandi hálka á götum borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2020 06:45 Ökumenn ættu að fara varlega á höfuðborgarsvæðinu þennan morguninn og gefa sér tíma til þess að skafa af bílnum. Vísir/Vilhelm Fljúgandi hálka er á götum höfuðborgarsvæðisins, og víðar á vesturhelmingi landsins, nú í morgunsárið og því nauðsynlegt fyrir ökumenn og aðra vegfarendur að fara mjög varlega. Þá ætti fólk einnig að gefa sér tíma til þess að skafa rúður. Söltunarbílar frá borginni hafa verið á ferð og saltað göturnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur, segir að eftir rigningu í gærkvöldi hafi myndast kjöraðstæður til að mynda hálku. „Í gærkvöldi var rigning en svo stytti upp eftir kvöldmat en á sama tíma er að dimma. Mesta frost sem mældist á höfuðborgarsvæðinu í nótt var í Víðidal, tæp þrjú stig, en annars staðar mældist ekki frost, heldur hiti eitt til tvö stig. En við mælum í tveggja metra hæð þannig að það lýsir ekki alveg yfirborðinu. Þannig að þegar þú ert með blauta jörð og nær að geisla út þegar það er þokkalega léttskýjað þá frystir við yfirborð,“ segir Daníel. Hann segir að skömmu eftir að sólin komi upp núna fyrir hádegi ætti hálkan að bráðna þar sem yfirborðið hitni fljótt. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt, víða 5-10 m/s en suðaustan 10-18 m/s norðaustanlands. Rigning austantil, talsverð eða mikil úrkoma á Austfjörðum. Stöku skúrir um vestanvert landið í dag, og fer að rigna á Norðvesturlandi í kvöld. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast austantil. Suðlæg átt 3-8 m/s og bjart með köflum á morgun, en suðaustan 8-13 m/s suðvestanlands og stöku skúrir. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Bjart með köflum, en dálitlar skúrir suðvestantil og líkur á rigningu við norðausturströndina um kvöldið. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á föstudag: Austlæg átt 3-8 m/s, skýjað og úrkomulítið, en norðaustan 5-13 og víða rigning um austanvert landið. Hiti 1 til 8 stig. Á laugardag: Suðlæg átt 3-8 og dálitlar skúrir, en léttir víða til norðanlands. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn, hlýjast á Norðausturlandi. Á sunnudag og mánudag: Norðlæg átt og rigning af og til, en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 3 til 8 stig. Veður Umferð Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
Fljúgandi hálka er á götum höfuðborgarsvæðisins, og víðar á vesturhelmingi landsins, nú í morgunsárið og því nauðsynlegt fyrir ökumenn og aðra vegfarendur að fara mjög varlega. Þá ætti fólk einnig að gefa sér tíma til þess að skafa rúður. Söltunarbílar frá borginni hafa verið á ferð og saltað göturnar. Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur, segir að eftir rigningu í gærkvöldi hafi myndast kjöraðstæður til að mynda hálku. „Í gærkvöldi var rigning en svo stytti upp eftir kvöldmat en á sama tíma er að dimma. Mesta frost sem mældist á höfuðborgarsvæðinu í nótt var í Víðidal, tæp þrjú stig, en annars staðar mældist ekki frost, heldur hiti eitt til tvö stig. En við mælum í tveggja metra hæð þannig að það lýsir ekki alveg yfirborðinu. Þannig að þegar þú ert með blauta jörð og nær að geisla út þegar það er þokkalega léttskýjað þá frystir við yfirborð,“ segir Daníel. Hann segir að skömmu eftir að sólin komi upp núna fyrir hádegi ætti hálkan að bráðna þar sem yfirborðið hitni fljótt. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt, víða 5-10 m/s en suðaustan 10-18 m/s norðaustanlands. Rigning austantil, talsverð eða mikil úrkoma á Austfjörðum. Stöku skúrir um vestanvert landið í dag, og fer að rigna á Norðvesturlandi í kvöld. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast austantil. Suðlæg átt 3-8 m/s og bjart með köflum á morgun, en suðaustan 8-13 m/s suðvestanlands og stöku skúrir. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Bjart með köflum, en dálitlar skúrir suðvestantil og líkur á rigningu við norðausturströndina um kvöldið. Hiti 3 til 8 stig að deginum. Á föstudag: Austlæg átt 3-8 m/s, skýjað og úrkomulítið, en norðaustan 5-13 og víða rigning um austanvert landið. Hiti 1 til 8 stig. Á laugardag: Suðlæg átt 3-8 og dálitlar skúrir, en léttir víða til norðanlands. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn, hlýjast á Norðausturlandi. Á sunnudag og mánudag: Norðlæg átt og rigning af og til, en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 3 til 8 stig.
Veður Umferð Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira