Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2020 07:56 Máni Atlason er framkvæmdastjóri GAMMA. Hann tók við því starfi fyrir ári síðan þegar Valdimar Ármann hætti sem forstjóri félagsins. Vísir/Egill Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. Kaupaukarnir voru samþykktir haustið 2018 og í byrjun árs 2019 en ekki var búið að greiða þá út. Þá hefur stjórn GAMMA krafist þess að Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA, og Ingvi Hrafn Óskarsson, fyrrverandi sjóðstjóri hjá félaginu, endurgreiði GAMMA samtals um tólf milljónir króna vegna kaupauka sem þeir fengu greidda á árunum 2018 og 2019. Frá þessu er greint í Markaðnum í dag og haft eftir heimildum. Í frétt blaðsins kemur fram að fyrrverandi starfsmönnunum hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun í síðustu viku. Kaupaukagreiðslurnar komu til vegna góðrar afkomu GAMMA 2017 og 2018. Í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins var hins vegar greiðslu 40 prósenta kaupaukans frestað um þrjú ár og nam því uppsöfnuð skuldbinding félagsins vegna bónusanna um 33 milljónum króna í árslok 2019. Afkoma GAMMA hefur hins vegar ekki verið góð síðustu misseri; samanlagt tap síðustu átján mánaða nemur 500 milljónum króna. Því var það mat stjórnar, að því er segir í frétt Markaðarins, að ekki væri rétt að standa við greiðslurnar þar sem afkoman hefði reynst lakari en áætlanir þáverandi stjórnenda gerðu ráð fyrir. Á meðal þeirra fyrrverandi starfsmanna sem munu ekki fá bónusana sína greidda að fullu eru Jónmundur Guðmarsson og Agnar Tómas Möller sem í dag starfa hjá Kviku eignastýringu. Ákvörðun stjórnar GAMMA að krefjast síðan endurgreiðslu frá þeim Valdimar og Ingva Hrafni tengist svo slæmri stöðu Novus-sjóðsins. Upplýst var um það fyrir ári síðan að eignir Upphafs, fasteignafélags í eigu Novus, hefðu verið stórlega ofmetnar. Virði félagsins var því úr 5,2 milljörðum króna í 40 milljónir og töpuðu sjóðfélagar því háum fjárhæðum. Ingvi Hrafn var sjóðstjóri Novus en hann hætti eftir að bág fjárhagsstaða sjóðsins kom í ljós. GAMMA Tengdar fréttir Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leiti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. 24. mars 2020 21:50 Mest lesið Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. Kaupaukarnir voru samþykktir haustið 2018 og í byrjun árs 2019 en ekki var búið að greiða þá út. Þá hefur stjórn GAMMA krafist þess að Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA, og Ingvi Hrafn Óskarsson, fyrrverandi sjóðstjóri hjá félaginu, endurgreiði GAMMA samtals um tólf milljónir króna vegna kaupauka sem þeir fengu greidda á árunum 2018 og 2019. Frá þessu er greint í Markaðnum í dag og haft eftir heimildum. Í frétt blaðsins kemur fram að fyrrverandi starfsmönnunum hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun í síðustu viku. Kaupaukagreiðslurnar komu til vegna góðrar afkomu GAMMA 2017 og 2018. Í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins var hins vegar greiðslu 40 prósenta kaupaukans frestað um þrjú ár og nam því uppsöfnuð skuldbinding félagsins vegna bónusanna um 33 milljónum króna í árslok 2019. Afkoma GAMMA hefur hins vegar ekki verið góð síðustu misseri; samanlagt tap síðustu átján mánaða nemur 500 milljónum króna. Því var það mat stjórnar, að því er segir í frétt Markaðarins, að ekki væri rétt að standa við greiðslurnar þar sem afkoman hefði reynst lakari en áætlanir þáverandi stjórnenda gerðu ráð fyrir. Á meðal þeirra fyrrverandi starfsmanna sem munu ekki fá bónusana sína greidda að fullu eru Jónmundur Guðmarsson og Agnar Tómas Möller sem í dag starfa hjá Kviku eignastýringu. Ákvörðun stjórnar GAMMA að krefjast síðan endurgreiðslu frá þeim Valdimar og Ingva Hrafni tengist svo slæmri stöðu Novus-sjóðsins. Upplýst var um það fyrir ári síðan að eignir Upphafs, fasteignafélags í eigu Novus, hefðu verið stórlega ofmetnar. Virði félagsins var því úr 5,2 milljörðum króna í 40 milljónir og töpuðu sjóðfélagar því háum fjárhæðum. Ingvi Hrafn var sjóðstjóri Novus en hann hætti eftir að bág fjárhagsstaða sjóðsins kom í ljós.
GAMMA Tengdar fréttir Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leiti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. 24. mars 2020 21:50 Mest lesið Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leiti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. 24. mars 2020 21:50