Sjáðu umdeilt mark Gary Martin sem var illur eftir frábæran sigur Keflavíkur Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 10:01 Keflavík vann frábæran sigur gegn ÍBV í gær. mynd/Víkurfréttir Gary Martin skoraði umdeilt mark fyrir ÍBV gegn Keflavík í gær en sakaði Keflvíkinga um dónaskap eftir leikinn. Keflavík vann 3-1 og tók stórt skref í átt að efstu deild. Liðin áttust við í 19. umferð Lengjudeildarinnar í fótbolta og með sigrinum er Keflavík á toppi deildarinnar með 40 stig, og fjóra leiki til stefnu. Leiknir R. og Fram eru með 39 stig en eiga þrjá leiki eftir hvort. Allt bendir til þess að tvö þessara liða fari upp um deild en ÍBV stimplaði sig endanlega út úr baráttunni í gær. Mörkin úr leiknum og vítaspyrnu sem fór í súginni má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og ÍBV Hinn 18 ára gamli Davíð Snær Jóhannsson kom Keflavík yfir snemma leiks eftir góðan undirbúning Tristans Freys Ingólfssonar. Joey Gibbs gat aukið muninn í 2-0 en Halldór Páll Geirsson varði vítaspyrnu hans. Gary Martin jafnaði fyrir ÍBV skömmu fyrir hálfleik en af sjónvarpsmyndum að dæma virðist boltinn þó ekki hafa farið allur yfir marklínuna. Keflvíkingar voru æfir yfir ákvörðun dómarateymisins en staðan var 1-1 í hálfleik. það eru 0p likur að þetta var inni svo einfalt er það linuvörðurinn ennþa að hlaupa upp linuna þegar eg kiki til baka og er þvi ekki i linu en stigin 3 eru komin í pokann góða það er víst það eina sem skiptir máli— Rúnar Þór (@runki7) September 29, 2020 Varamaðurinn Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík yfir á nýjan leik eftir skyndisókn á 51. mínútu, og Frans Elvarsson bætti við þriðja mark heimamanna úr víti á 64. mínútu, eftir að hendi var dæmd á Jón Ingason. Sagði Keflvíkinga hafa sýnt virðingarleysi Eftir leikinn skrifaði stuðningsmaður Keflavíkur til Gary Martin á Twitter og bauð honum að spila með Keflavík í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Enski framherjinn hafði engan áhuga á því og sagði suma leikmenn Keflavíkur hafa sýnt virðingarleysi. Þeir hafi kallað eitthvað á hann en síðan flúið inn til búningsklefa. Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Gary Martin skoraði umdeilt mark fyrir ÍBV gegn Keflavík í gær en sakaði Keflvíkinga um dónaskap eftir leikinn. Keflavík vann 3-1 og tók stórt skref í átt að efstu deild. Liðin áttust við í 19. umferð Lengjudeildarinnar í fótbolta og með sigrinum er Keflavík á toppi deildarinnar með 40 stig, og fjóra leiki til stefnu. Leiknir R. og Fram eru með 39 stig en eiga þrjá leiki eftir hvort. Allt bendir til þess að tvö þessara liða fari upp um deild en ÍBV stimplaði sig endanlega út úr baráttunni í gær. Mörkin úr leiknum og vítaspyrnu sem fór í súginni má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og ÍBV Hinn 18 ára gamli Davíð Snær Jóhannsson kom Keflavík yfir snemma leiks eftir góðan undirbúning Tristans Freys Ingólfssonar. Joey Gibbs gat aukið muninn í 2-0 en Halldór Páll Geirsson varði vítaspyrnu hans. Gary Martin jafnaði fyrir ÍBV skömmu fyrir hálfleik en af sjónvarpsmyndum að dæma virðist boltinn þó ekki hafa farið allur yfir marklínuna. Keflvíkingar voru æfir yfir ákvörðun dómarateymisins en staðan var 1-1 í hálfleik. það eru 0p likur að þetta var inni svo einfalt er það linuvörðurinn ennþa að hlaupa upp linuna þegar eg kiki til baka og er þvi ekki i linu en stigin 3 eru komin í pokann góða það er víst það eina sem skiptir máli— Rúnar Þór (@runki7) September 29, 2020 Varamaðurinn Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík yfir á nýjan leik eftir skyndisókn á 51. mínútu, og Frans Elvarsson bætti við þriðja mark heimamanna úr víti á 64. mínútu, eftir að hendi var dæmd á Jón Ingason. Sagði Keflvíkinga hafa sýnt virðingarleysi Eftir leikinn skrifaði stuðningsmaður Keflavíkur til Gary Martin á Twitter og bauð honum að spila með Keflavík í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Enski framherjinn hafði engan áhuga á því og sagði suma leikmenn Keflavíkur hafa sýnt virðingarleysi. Þeir hafi kallað eitthvað á hann en síðan flúið inn til búningsklefa.
Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira