Segja að Britney fái ekki ósanngjarna meðferð hjá dómurunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2020 16:30 Britney Cots er á sínu þriðja tímabili hjá FH. mynd/fh Eftir tap FH fyrir KA/Þór, 19-21, um helgina kvartaði Jakob Lárusson, þjálfari FH-inga, yfir því að besti sóknarmaður liðsins, Britney Cots, fengi ekki sanngjarna meðferð hjá dómurum Olís-deildarinnar. „Mér þótti og þykir Britney ekki fá sömu meðferð og aðrir leikmenn í þessum leik. Það mátti hanga á henni og toga í hana [...] Ég hef rætt þessi mál við marga dómara síðan hún fór að spila með okkur. Það er gjörsamlega óþolandi og ólíðandi hvernig farið er með hana í leikjum,“ sagði Jakob í samtali við handbolta.is eftir leikinn gegn KA/Þór. Haraldur Þorvarðarson fór yfir leikinn fyrir Seinni bylgjuna og gat ekki séð að Britney fengi ósanngjarna meðferð hjá dómurunum. „Hún var tekin úr umferð. Hún er rosalega hreyfanleg og alltaf á milljón. Það voru einhver peysutog en þeim var refsað 2-3 sinnum fyrir það af dómurunum. Þær fengu tvær mínútur fyrir það. Í þessum leikjum sem eru búnir, ég get ekki séð að hún fái misjafna meðferð,“ sagði Haraldur. Þorgerður Anna Atladóttir tók í sama streng. „Síðasti leikur, gegn Haukum, var líka mjög jafn. Ég lýsti honum og tók ekki eftir þessu þá, að hún fái öðruvísi meðhöndlun. En auðvitað fylgir alltaf harka þegar þú tekur leikmann út, sérstaklega þegar hann er svona hreyfanlegur og vill komast í boltann. En eins og Halli segir var þeim refsað fyrir það og ég veit ekki hvað hann vill meira fyrir það.“ Britney skoraði þrjú mörk í leiknum gegn KA/Þór eftir að hafa skorað ellefu mörk í fyrstu tveimur leikjum FH í Olís-deildinni. Klippa: Seinni Bylgjan - Umræða um Britney Cots Olís-deild kvenna Seinni bylgjan FH Tengdar fréttir Sunna skein skært gegn Val: „Heldur betur búin að gefa í“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar hrósuðu Sunnu Jónsdóttur í hástert eftir framgöngu hennar í 23-22 sigri ÍBV gegn Val í Olís-deildinni. 29. september 2020 16:31 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Sjá meira
Eftir tap FH fyrir KA/Þór, 19-21, um helgina kvartaði Jakob Lárusson, þjálfari FH-inga, yfir því að besti sóknarmaður liðsins, Britney Cots, fengi ekki sanngjarna meðferð hjá dómurum Olís-deildarinnar. „Mér þótti og þykir Britney ekki fá sömu meðferð og aðrir leikmenn í þessum leik. Það mátti hanga á henni og toga í hana [...] Ég hef rætt þessi mál við marga dómara síðan hún fór að spila með okkur. Það er gjörsamlega óþolandi og ólíðandi hvernig farið er með hana í leikjum,“ sagði Jakob í samtali við handbolta.is eftir leikinn gegn KA/Þór. Haraldur Þorvarðarson fór yfir leikinn fyrir Seinni bylgjuna og gat ekki séð að Britney fengi ósanngjarna meðferð hjá dómurunum. „Hún var tekin úr umferð. Hún er rosalega hreyfanleg og alltaf á milljón. Það voru einhver peysutog en þeim var refsað 2-3 sinnum fyrir það af dómurunum. Þær fengu tvær mínútur fyrir það. Í þessum leikjum sem eru búnir, ég get ekki séð að hún fái misjafna meðferð,“ sagði Haraldur. Þorgerður Anna Atladóttir tók í sama streng. „Síðasti leikur, gegn Haukum, var líka mjög jafn. Ég lýsti honum og tók ekki eftir þessu þá, að hún fái öðruvísi meðhöndlun. En auðvitað fylgir alltaf harka þegar þú tekur leikmann út, sérstaklega þegar hann er svona hreyfanlegur og vill komast í boltann. En eins og Halli segir var þeim refsað fyrir það og ég veit ekki hvað hann vill meira fyrir það.“ Britney skoraði þrjú mörk í leiknum gegn KA/Þór eftir að hafa skorað ellefu mörk í fyrstu tveimur leikjum FH í Olís-deildinni. Klippa: Seinni Bylgjan - Umræða um Britney Cots
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan FH Tengdar fréttir Sunna skein skært gegn Val: „Heldur betur búin að gefa í“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar hrósuðu Sunnu Jónsdóttur í hástert eftir framgöngu hennar í 23-22 sigri ÍBV gegn Val í Olís-deildinni. 29. september 2020 16:31 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Sjá meira
Sunna skein skært gegn Val: „Heldur betur búin að gefa í“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar hrósuðu Sunnu Jónsdóttur í hástert eftir framgöngu hennar í 23-22 sigri ÍBV gegn Val í Olís-deildinni. 29. september 2020 16:31