Uppfært: Höskuldur kominn í leitirnar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. september 2020 12:37 Hundurinn Höskuldur hvarf frá eiganda sínum á Geirsnefi um sexleytið í gær. Síðast sást til hans í Rofabæ. Úr einkasafni „Ég er búin að leita að honum í alla nótt. Ég fór heim og náði að leggja mig í klukkutíma og er búin að vera að leita í allan dag,“ segir Emma Lovísa Fjeldsted sem saknar rauðbrúna mini Pinscher hundarins Höskuldar . Emma Lovísa var með hundana sína tvo á Geirsnefi um sexleytið í gær þegar annar hundur kom hlaupandi að þeim geltandi. „Þetta var íslenskur hundur sem byrjaði að gelta og elta Höskuld, hundinn minn. Hann hleypur að þeim og eltir svo Höskuld út um allt svæðið. Eigandi íslenska hundsins náði ekki að stoppa hann af en svo kom önnur kona okkur til hjálpar og náði honum loksins. Þá var hundurinn minn greinilega orðinn mjög hræddur og heldur áfram að hlaupa og hleypur út veginn.“ Emma segist ekki hafa grunað að hundurinn hennar myndi hlaupa út af svæðinu því hann fari aldrei langt frá henni. Hún segist hafa tekið hinn hundinn sinn upp í bílinn og svo farið að leita eftir Höskuldi. „Þegar ég var búin að leita eftir honum árangurslaust þarna í kring í rúman klukkutíma ákvað ég að auglýsa eftir honum á Facebook. Ég fékk strax ábendingu um að sést hafi til hans hlaupa upp Ártúnsbrekkuna í umferðinni. Ég bý sjálf í Hraunbænum svo að ég hugsa að hann hafi bara ætlað að fara heim.“ Höskuldur minn hefur ekki enn fundist. Það var leitað alveg framm undir morgun án árangurs. Hann hvarf frá Geirsnefi...Posted by Emma Lovísa Eðvarðsdóttir Fjeldsted on Wednesday, September 30, 2020 Einnig barst Emmu ábending um að sést hafi til Höskuldar í Rofabæ tæplega tveimur tímum eftir að hann hvarf. „Ég er búin að leita út um allt á þessu svæði og er mjög þakklát þeim sem hafa hjálpað til við leitina en ég er algjörlega í molum að vera ekki búin að finna hann.“ Emma biðlar til fólks á þessu svæði að hafa augun opin fyrir rauðbrúnum mini Pinscher. Fyrir þá sem hafa ábendingar um farir Höskuldar er bent á að hafa samband við Emmu í gegnum Facebooksíðu hennar eða í símanúmer: 851-8805. Uppfært klukkan 15:50 Höskuldur er kominn í leitirnar að sögn Emmu Lovísu þökk sé yndislegu fólki sem rakst á hann við Urriðastakk. „Þvílíka hetjan að hafa lifað þessa köldu nótt af var farin að ímynda mér og undirbúa mig undir það versta, en guð er góður takk allir fyrir hjálpina að finna hann með mér þvílík samheldni sem verður þegar eitthvað er að, vá er svo ótrúlega þakklát fyrir alla sem hjálpuðu mérá þessum erfiðan sólahring, á erfitt með að koma í orð yfir hversu þakklát og glöð ég er veit ekki hvar ég hefði verið án ykkar. Höskuldur er bara mjög góður miðað við bara þurfti bað og mat þegar heim var komið.“ Dýr Reykjavík Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
„Ég er búin að leita að honum í alla nótt. Ég fór heim og náði að leggja mig í klukkutíma og er búin að vera að leita í allan dag,“ segir Emma Lovísa Fjeldsted sem saknar rauðbrúna mini Pinscher hundarins Höskuldar . Emma Lovísa var með hundana sína tvo á Geirsnefi um sexleytið í gær þegar annar hundur kom hlaupandi að þeim geltandi. „Þetta var íslenskur hundur sem byrjaði að gelta og elta Höskuld, hundinn minn. Hann hleypur að þeim og eltir svo Höskuld út um allt svæðið. Eigandi íslenska hundsins náði ekki að stoppa hann af en svo kom önnur kona okkur til hjálpar og náði honum loksins. Þá var hundurinn minn greinilega orðinn mjög hræddur og heldur áfram að hlaupa og hleypur út veginn.“ Emma segist ekki hafa grunað að hundurinn hennar myndi hlaupa út af svæðinu því hann fari aldrei langt frá henni. Hún segist hafa tekið hinn hundinn sinn upp í bílinn og svo farið að leita eftir Höskuldi. „Þegar ég var búin að leita eftir honum árangurslaust þarna í kring í rúman klukkutíma ákvað ég að auglýsa eftir honum á Facebook. Ég fékk strax ábendingu um að sést hafi til hans hlaupa upp Ártúnsbrekkuna í umferðinni. Ég bý sjálf í Hraunbænum svo að ég hugsa að hann hafi bara ætlað að fara heim.“ Höskuldur minn hefur ekki enn fundist. Það var leitað alveg framm undir morgun án árangurs. Hann hvarf frá Geirsnefi...Posted by Emma Lovísa Eðvarðsdóttir Fjeldsted on Wednesday, September 30, 2020 Einnig barst Emmu ábending um að sést hafi til Höskuldar í Rofabæ tæplega tveimur tímum eftir að hann hvarf. „Ég er búin að leita út um allt á þessu svæði og er mjög þakklát þeim sem hafa hjálpað til við leitina en ég er algjörlega í molum að vera ekki búin að finna hann.“ Emma biðlar til fólks á þessu svæði að hafa augun opin fyrir rauðbrúnum mini Pinscher. Fyrir þá sem hafa ábendingar um farir Höskuldar er bent á að hafa samband við Emmu í gegnum Facebooksíðu hennar eða í símanúmer: 851-8805. Uppfært klukkan 15:50 Höskuldur er kominn í leitirnar að sögn Emmu Lovísu þökk sé yndislegu fólki sem rakst á hann við Urriðastakk. „Þvílíka hetjan að hafa lifað þessa köldu nótt af var farin að ímynda mér og undirbúa mig undir það versta, en guð er góður takk allir fyrir hjálpina að finna hann með mér þvílík samheldni sem verður þegar eitthvað er að, vá er svo ótrúlega þakklát fyrir alla sem hjálpuðu mérá þessum erfiðan sólahring, á erfitt með að koma í orð yfir hversu þakklát og glöð ég er veit ekki hvar ég hefði verið án ykkar. Höskuldur er bara mjög góður miðað við bara þurfti bað og mat þegar heim var komið.“
Dýr Reykjavík Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira