Uppfært: Höskuldur kominn í leitirnar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. september 2020 12:37 Hundurinn Höskuldur hvarf frá eiganda sínum á Geirsnefi um sexleytið í gær. Síðast sást til hans í Rofabæ. Úr einkasafni „Ég er búin að leita að honum í alla nótt. Ég fór heim og náði að leggja mig í klukkutíma og er búin að vera að leita í allan dag,“ segir Emma Lovísa Fjeldsted sem saknar rauðbrúna mini Pinscher hundarins Höskuldar . Emma Lovísa var með hundana sína tvo á Geirsnefi um sexleytið í gær þegar annar hundur kom hlaupandi að þeim geltandi. „Þetta var íslenskur hundur sem byrjaði að gelta og elta Höskuld, hundinn minn. Hann hleypur að þeim og eltir svo Höskuld út um allt svæðið. Eigandi íslenska hundsins náði ekki að stoppa hann af en svo kom önnur kona okkur til hjálpar og náði honum loksins. Þá var hundurinn minn greinilega orðinn mjög hræddur og heldur áfram að hlaupa og hleypur út veginn.“ Emma segist ekki hafa grunað að hundurinn hennar myndi hlaupa út af svæðinu því hann fari aldrei langt frá henni. Hún segist hafa tekið hinn hundinn sinn upp í bílinn og svo farið að leita eftir Höskuldi. „Þegar ég var búin að leita eftir honum árangurslaust þarna í kring í rúman klukkutíma ákvað ég að auglýsa eftir honum á Facebook. Ég fékk strax ábendingu um að sést hafi til hans hlaupa upp Ártúnsbrekkuna í umferðinni. Ég bý sjálf í Hraunbænum svo að ég hugsa að hann hafi bara ætlað að fara heim.“ Höskuldur minn hefur ekki enn fundist. Það var leitað alveg framm undir morgun án árangurs. Hann hvarf frá Geirsnefi...Posted by Emma Lovísa Eðvarðsdóttir Fjeldsted on Wednesday, September 30, 2020 Einnig barst Emmu ábending um að sést hafi til Höskuldar í Rofabæ tæplega tveimur tímum eftir að hann hvarf. „Ég er búin að leita út um allt á þessu svæði og er mjög þakklát þeim sem hafa hjálpað til við leitina en ég er algjörlega í molum að vera ekki búin að finna hann.“ Emma biðlar til fólks á þessu svæði að hafa augun opin fyrir rauðbrúnum mini Pinscher. Fyrir þá sem hafa ábendingar um farir Höskuldar er bent á að hafa samband við Emmu í gegnum Facebooksíðu hennar eða í símanúmer: 851-8805. Uppfært klukkan 15:50 Höskuldur er kominn í leitirnar að sögn Emmu Lovísu þökk sé yndislegu fólki sem rakst á hann við Urriðastakk. „Þvílíka hetjan að hafa lifað þessa köldu nótt af var farin að ímynda mér og undirbúa mig undir það versta, en guð er góður takk allir fyrir hjálpina að finna hann með mér þvílík samheldni sem verður þegar eitthvað er að, vá er svo ótrúlega þakklát fyrir alla sem hjálpuðu mérá þessum erfiðan sólahring, á erfitt með að koma í orð yfir hversu þakklát og glöð ég er veit ekki hvar ég hefði verið án ykkar. Höskuldur er bara mjög góður miðað við bara þurfti bað og mat þegar heim var komið.“ Dýr Reykjavík Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
„Ég er búin að leita að honum í alla nótt. Ég fór heim og náði að leggja mig í klukkutíma og er búin að vera að leita í allan dag,“ segir Emma Lovísa Fjeldsted sem saknar rauðbrúna mini Pinscher hundarins Höskuldar . Emma Lovísa var með hundana sína tvo á Geirsnefi um sexleytið í gær þegar annar hundur kom hlaupandi að þeim geltandi. „Þetta var íslenskur hundur sem byrjaði að gelta og elta Höskuld, hundinn minn. Hann hleypur að þeim og eltir svo Höskuld út um allt svæðið. Eigandi íslenska hundsins náði ekki að stoppa hann af en svo kom önnur kona okkur til hjálpar og náði honum loksins. Þá var hundurinn minn greinilega orðinn mjög hræddur og heldur áfram að hlaupa og hleypur út veginn.“ Emma segist ekki hafa grunað að hundurinn hennar myndi hlaupa út af svæðinu því hann fari aldrei langt frá henni. Hún segist hafa tekið hinn hundinn sinn upp í bílinn og svo farið að leita eftir Höskuldi. „Þegar ég var búin að leita eftir honum árangurslaust þarna í kring í rúman klukkutíma ákvað ég að auglýsa eftir honum á Facebook. Ég fékk strax ábendingu um að sést hafi til hans hlaupa upp Ártúnsbrekkuna í umferðinni. Ég bý sjálf í Hraunbænum svo að ég hugsa að hann hafi bara ætlað að fara heim.“ Höskuldur minn hefur ekki enn fundist. Það var leitað alveg framm undir morgun án árangurs. Hann hvarf frá Geirsnefi...Posted by Emma Lovísa Eðvarðsdóttir Fjeldsted on Wednesday, September 30, 2020 Einnig barst Emmu ábending um að sést hafi til Höskuldar í Rofabæ tæplega tveimur tímum eftir að hann hvarf. „Ég er búin að leita út um allt á þessu svæði og er mjög þakklát þeim sem hafa hjálpað til við leitina en ég er algjörlega í molum að vera ekki búin að finna hann.“ Emma biðlar til fólks á þessu svæði að hafa augun opin fyrir rauðbrúnum mini Pinscher. Fyrir þá sem hafa ábendingar um farir Höskuldar er bent á að hafa samband við Emmu í gegnum Facebooksíðu hennar eða í símanúmer: 851-8805. Uppfært klukkan 15:50 Höskuldur er kominn í leitirnar að sögn Emmu Lovísu þökk sé yndislegu fólki sem rakst á hann við Urriðastakk. „Þvílíka hetjan að hafa lifað þessa köldu nótt af var farin að ímynda mér og undirbúa mig undir það versta, en guð er góður takk allir fyrir hjálpina að finna hann með mér þvílík samheldni sem verður þegar eitthvað er að, vá er svo ótrúlega þakklát fyrir alla sem hjálpuðu mérá þessum erfiðan sólahring, á erfitt með að koma í orð yfir hversu þakklát og glöð ég er veit ekki hvar ég hefði verið án ykkar. Höskuldur er bara mjög góður miðað við bara þurfti bað og mat þegar heim var komið.“
Dýr Reykjavík Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira