Vissi í hvað stefndi en samt algjört áfall Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2020 07:01 Snæbjörn ræddi við Ara í þrjár klukkustundir og eðlilega ræddi þeir um allt milli himins og jarðar. Ari Eldjárn er af mörgum talinn fyndnasti maður þjóðarinnar og hefur starfað við uppistand frá árinu 2009. Hann tók þátt í stofnun Mið-Íslands þetta sama ár en hafði fram að því haldið að hann ætti frekar heima við gerð handrita og kvikmynda. Hann hefur gert sjónvarpsþætti og komið að ýmsu gríntengdu hér á landi en einnig haldið utan og reynt fyrir sér þar með sýningar á ensku. Hann kom fram í sjónvarpþættinum Mock The Week á BBC árið 2018 við hlið risastórra grínista á borð við Dara Ó Briain og komst lifandi frá því. Ari ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk á dögunum og stóð samtalið í þrjár klukkustundir. Ari Eldjárn ræðir meðal annars um Eldjárnsnafnið og hvernig sé að bera það. Tveir eldri bræður Ara dóu fyrir aldur fram og allt í einu fór Ari frá því að vera næstyngsti bróðirinn í að vera miðjubróðir. Umræðan um bræður Ara hefst þegar 2:35 klst er liðið af viðtalinu. Mamma var með hann í fimm ár „Næstelsti bróðir minn var fjölfatlaður og fæddist með enga sérstaka greiningu og þroskaðist ekki eins og aðrir. Hann þurfti svo mikla aðstoð við það að vera til. Á endanum var mamma búin að vera með hann í fimm ár og síðan bjó hann á Kópavogshæli,“ segir Ari Eldjárn en þegar þá var komið við sögu varð heilbrigðisstarfsfólk ávallt að vera með bróður hans. „Við erum því mest fjórir á heimilinu og þar er bara til ein mynd af okkur fimm saman. Eldjárn var elstur og hann flutti út þegar hann var tvítugur og þannig að lengst af erum við ekki allir saman á heimili,“ segir Ari en elsti bróðir hans hét Kristján Eldjárn en alltaf kallaður Eldjárn. Eins og margir vita er Kristján Eldjárn, afi Ara, fyrrum forseti Íslands. Ari segir að hann hafi ekki verið kallaður Kristján, ekki Eldjárn heldur alltaf kallaður Danni þegar hann var yngri. „Eldjárn var svona leiðtogi í hópnum og mikil hetja í mínum augum, frábær gítarleikari og hafði gríðarleg áhrif á mig. En ég er oft spurður út í þetta, hvernig er að missa systkini, en ég á erfitt með að tala um það, því þetta er svo langt síðan og ég hreinlega man það ekki og svolítið í moðu.“ Ari segist í raun vera heppinn að muna ekki vel eftir áföllum eins og þessum. „Þeir fara með fjögurra ára millibili, árið 1998 og síðan árið 2002. Það lá alveg fyrir með Óla sem var langveikur og það var alveg vitað mál að þetta yrði alveg ótrúleg lífsbarátta fyrir hann. Maður vissi alveg að það gæti gerst og það munaði nokkrum sinnum litlu. Samt þegar það gerðist var þetta algjört áfall og skrýtin tilfinning. Allt í einu vorum við fjórir og það var galin pæling. Svo þegar Eldjárn deyr erum við bara orðnir þrír. Hann fékk heilaæxli og þar var barist og barist og þetta var ótrúlega erfitt og átakanlegt, sérstaklega fyrir foreldra mína.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Uppistand Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Ari Eldjárn er af mörgum talinn fyndnasti maður þjóðarinnar og hefur starfað við uppistand frá árinu 2009. Hann tók þátt í stofnun Mið-Íslands þetta sama ár en hafði fram að því haldið að hann ætti frekar heima við gerð handrita og kvikmynda. Hann hefur gert sjónvarpsþætti og komið að ýmsu gríntengdu hér á landi en einnig haldið utan og reynt fyrir sér þar með sýningar á ensku. Hann kom fram í sjónvarpþættinum Mock The Week á BBC árið 2018 við hlið risastórra grínista á borð við Dara Ó Briain og komst lifandi frá því. Ari ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk á dögunum og stóð samtalið í þrjár klukkustundir. Ari Eldjárn ræðir meðal annars um Eldjárnsnafnið og hvernig sé að bera það. Tveir eldri bræður Ara dóu fyrir aldur fram og allt í einu fór Ari frá því að vera næstyngsti bróðirinn í að vera miðjubróðir. Umræðan um bræður Ara hefst þegar 2:35 klst er liðið af viðtalinu. Mamma var með hann í fimm ár „Næstelsti bróðir minn var fjölfatlaður og fæddist með enga sérstaka greiningu og þroskaðist ekki eins og aðrir. Hann þurfti svo mikla aðstoð við það að vera til. Á endanum var mamma búin að vera með hann í fimm ár og síðan bjó hann á Kópavogshæli,“ segir Ari Eldjárn en þegar þá var komið við sögu varð heilbrigðisstarfsfólk ávallt að vera með bróður hans. „Við erum því mest fjórir á heimilinu og þar er bara til ein mynd af okkur fimm saman. Eldjárn var elstur og hann flutti út þegar hann var tvítugur og þannig að lengst af erum við ekki allir saman á heimili,“ segir Ari en elsti bróðir hans hét Kristján Eldjárn en alltaf kallaður Eldjárn. Eins og margir vita er Kristján Eldjárn, afi Ara, fyrrum forseti Íslands. Ari segir að hann hafi ekki verið kallaður Kristján, ekki Eldjárn heldur alltaf kallaður Danni þegar hann var yngri. „Eldjárn var svona leiðtogi í hópnum og mikil hetja í mínum augum, frábær gítarleikari og hafði gríðarleg áhrif á mig. En ég er oft spurður út í þetta, hvernig er að missa systkini, en ég á erfitt með að tala um það, því þetta er svo langt síðan og ég hreinlega man það ekki og svolítið í moðu.“ Ari segist í raun vera heppinn að muna ekki vel eftir áföllum eins og þessum. „Þeir fara með fjögurra ára millibili, árið 1998 og síðan árið 2002. Það lá alveg fyrir með Óla sem var langveikur og það var alveg vitað mál að þetta yrði alveg ótrúleg lífsbarátta fyrir hann. Maður vissi alveg að það gæti gerst og það munaði nokkrum sinnum litlu. Samt þegar það gerðist var þetta algjört áfall og skrýtin tilfinning. Allt í einu vorum við fjórir og það var galin pæling. Svo þegar Eldjárn deyr erum við bara orðnir þrír. Hann fékk heilaæxli og þar var barist og barist og þetta var ótrúlega erfitt og átakanlegt, sérstaklega fyrir foreldra mína.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Uppistand Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira