Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 19:51 Katrín Jakobsdóttir, fjallaði meðal annars um aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Katrín fjallaði um aðgerðir stjórnvalda, hvað hafi farið vel og hvað taki við þegar líður á. Hún sagði að þegar fyrsta smitið hafi borist til landsins hafi stjórnvöld tekið ákvörðun um að gera það sem þyrfti til þess að koma samfélaginu í gegn um þann efnahagslega skell sem fylgdi heimsfaraldri. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Við gripum samstundis inn í með efnahagsaðgerðum til að tryggja afkomu fólks og styðja við almenning og atvinnulíf í gegn um erfiða tíma. Framundan er tími endurreisnar þar sem við munum efla opinbera fjárfestingu, verja velferð og beita til þess krafti ríkisfjármálanna,“ sagði Katrín. Að sögn Katrínar hafi þjóðin notið þess að hafa búið í haginn, staða þjóðarbúsins hafi verið sterk, skuldir hafi verið greiddar niður og Seðlabankinn ráði yfir öflugum gjaldeyrisvaraforða. Peningastefna stjórnvalda hafi skilað lægstu vöxtum lýðveldissögunnar. Ánægjulegt að aðilar á vinnumarkaði hafi ekki sagt upp Lífskjarasamningi Þá fjallaði hún um stöðuna á vinnumarkaðnum en undanfarna viku hefur staðan verið nokkuð slæm og var rétt komist hjá því að Lífskjarasamningnum yrði sagt upp. „Það er ánægjulegt að aðilar vinnumarkaðarins sýndu þá ábyrgð að segja ekki upp samningum og halda friðinn á vinnumarkaði. Þar með getum við samhent snúið okkur að stóru áskoruninni sem er að skapa störf og tryggja að atvinnuleysi verði ekki langvarandi böl í samfélagi okkar,“ sagði Katrín. Fjármálaáætlun var dreift í dag og sagði Katrín hana sýna staðfastan vilja stjórnvalda til að verja þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu heilbrigðis- og velferðarkerfis og nýja sókn í menntun, rannsóknum og nýsköpun. Þá séu í fjárfestingaátaki stjórnvalda fjölbreyttar fjárfestingar, samgöngumannvirki, byggingar, þekkingargreinar, skapandi greinar og grænar fjárfestingar. „Ríkissjóði verður beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu fyrir almenning og atvinnulíf í landinu,“ sagði Katrín. Alþingi geti ákveðið að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Undanfarið hefur stjórnarskrá Íslands verið til töluverðar umfjöllunar og kom Katrín inn á hana í stefnuræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fjallaði einnig um stjórnarskrána í ræðu sinni við setningu þingsins í dag og sagði hann brýnt að þingmenn sýndu í verki að þeir geti tekið tillögur að breytingum á stjórnarskrá til efnislegrar afgreiðslu. „Alþingi fær tækifæri þennan vetur til að takast á við ákvæði í stjórnarskrá. Meðal annars að auðlindir sem ekki eru háar einkaeignarrétti verði þjóðareign,“ sagði Katrín og sagði jafnframt að þingmenn úr ólíkum flokkum hafi gert þetta mál að sínu. Nú fái Alþingi tækifæri til að stíga skrefið og setja slíkt ákvæði inn í stjórnarskrá til að tryggja réttlæti til framtíðar. Hún nefndi nýju stjórnarskrána þó ekki. „Alþingi getur ákveðið að nýta þetta tækifæri til að sýna hvernig samkunda getur tekist á við stór og mikilvæg mál. Aliþingi getur ákveðið að breyta stjórnarskrá með skynsamlegum hætti með almannahagsmuni að leiðarljósi.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Stjórnarskrá Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Katrín fjallaði um aðgerðir stjórnvalda, hvað hafi farið vel og hvað taki við þegar líður á. Hún sagði að þegar fyrsta smitið hafi borist til landsins hafi stjórnvöld tekið ákvörðun um að gera það sem þyrfti til þess að koma samfélaginu í gegn um þann efnahagslega skell sem fylgdi heimsfaraldri. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Við gripum samstundis inn í með efnahagsaðgerðum til að tryggja afkomu fólks og styðja við almenning og atvinnulíf í gegn um erfiða tíma. Framundan er tími endurreisnar þar sem við munum efla opinbera fjárfestingu, verja velferð og beita til þess krafti ríkisfjármálanna,“ sagði Katrín. Að sögn Katrínar hafi þjóðin notið þess að hafa búið í haginn, staða þjóðarbúsins hafi verið sterk, skuldir hafi verið greiddar niður og Seðlabankinn ráði yfir öflugum gjaldeyrisvaraforða. Peningastefna stjórnvalda hafi skilað lægstu vöxtum lýðveldissögunnar. Ánægjulegt að aðilar á vinnumarkaði hafi ekki sagt upp Lífskjarasamningi Þá fjallaði hún um stöðuna á vinnumarkaðnum en undanfarna viku hefur staðan verið nokkuð slæm og var rétt komist hjá því að Lífskjarasamningnum yrði sagt upp. „Það er ánægjulegt að aðilar vinnumarkaðarins sýndu þá ábyrgð að segja ekki upp samningum og halda friðinn á vinnumarkaði. Þar með getum við samhent snúið okkur að stóru áskoruninni sem er að skapa störf og tryggja að atvinnuleysi verði ekki langvarandi böl í samfélagi okkar,“ sagði Katrín. Fjármálaáætlun var dreift í dag og sagði Katrín hana sýna staðfastan vilja stjórnvalda til að verja þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu heilbrigðis- og velferðarkerfis og nýja sókn í menntun, rannsóknum og nýsköpun. Þá séu í fjárfestingaátaki stjórnvalda fjölbreyttar fjárfestingar, samgöngumannvirki, byggingar, þekkingargreinar, skapandi greinar og grænar fjárfestingar. „Ríkissjóði verður beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu fyrir almenning og atvinnulíf í landinu,“ sagði Katrín. Alþingi geti ákveðið að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Undanfarið hefur stjórnarskrá Íslands verið til töluverðar umfjöllunar og kom Katrín inn á hana í stefnuræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fjallaði einnig um stjórnarskrána í ræðu sinni við setningu þingsins í dag og sagði hann brýnt að þingmenn sýndu í verki að þeir geti tekið tillögur að breytingum á stjórnarskrá til efnislegrar afgreiðslu. „Alþingi fær tækifæri þennan vetur til að takast á við ákvæði í stjórnarskrá. Meðal annars að auðlindir sem ekki eru háar einkaeignarrétti verði þjóðareign,“ sagði Katrín og sagði jafnframt að þingmenn úr ólíkum flokkum hafi gert þetta mál að sínu. Nú fái Alþingi tækifæri til að stíga skrefið og setja slíkt ákvæði inn í stjórnarskrá til að tryggja réttlæti til framtíðar. Hún nefndi nýju stjórnarskrána þó ekki. „Alþingi getur ákveðið að nýta þetta tækifæri til að sýna hvernig samkunda getur tekist á við stór og mikilvæg mál. Aliþingi getur ákveðið að breyta stjórnarskrá með skynsamlegum hætti með almannahagsmuni að leiðarljósi.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Stjórnarskrá Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira