„Við erum alls ekki öll á sama báti“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 20:47 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að mikil vonbrigði væri að sjá lagafrumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga á þingmálaskrá. Vísir/Vilhelm Málefni innflytjenda og þeirra sem minna mega sín voru í forgrunni í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir meiri mannúð í málaflokkinn, nokkuð sem beðið hafi verið eftir síðastliðin þrjú ár, síðan ríkisstjórnin gaf um það fyrirheit. „Íslenskt samfélag á að vera manneskjulegt samfélag sem lætur ekki 200 manns bíða í röð á fimmtudagseftirmiðdegi eftir matargjöfum. Íslenskt samfélag á ekki að reka börn eða barnafjölskyldur af erlendum upprúna úr landi,“ sagði Rósa Björk. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Rósa sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna og hreyfingunni sem slíkri þann 17. september síðastliðinn og var ástæðan að hennar sögn brottvísun egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem þá var fyrirhuguð. „Meirihluti almennings vill ekki þessa hörku, eins og nýleg skoðanakönnun sýnir um jákvæðari afstöðu fólks en áður til samborgara okkar af erlendum uppruna,“ sagði Rósa. „Það eru því stór vonbrigði að sjá lagafrumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga á þingmálaskránni. Frumvarp sem er harðlega gagnrýnt af mannréttindasamtökum.“ Hún sagði íslenskt samfélag eiga að taka utan um öll þau sem minna mega sín með opnum faðmi og láta sterk, mannúðleg kerfi grípa fólk við erfiðar aðstæður og tryggja jöfn tækifæri fyrir okkur öll. Sama hvaðan við erum og hver við erum. „Kórónuveiran hefur afhjúpað að við erum alls ekki í sama báti eins og fjármálaráðherra lýsti fyrir nokkru. Við erum hins vegar öll í sama storminum, eins og Greta Thunberg minnti okkur á, hvort sem um er að ræða kórónuveirufaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga eða efnahagskreppu.“ Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Málefni innflytjenda og þeirra sem minna mega sín voru í forgrunni í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir meiri mannúð í málaflokkinn, nokkuð sem beðið hafi verið eftir síðastliðin þrjú ár, síðan ríkisstjórnin gaf um það fyrirheit. „Íslenskt samfélag á að vera manneskjulegt samfélag sem lætur ekki 200 manns bíða í röð á fimmtudagseftirmiðdegi eftir matargjöfum. Íslenskt samfélag á ekki að reka börn eða barnafjölskyldur af erlendum upprúna úr landi,“ sagði Rósa Björk. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. Rósa sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna og hreyfingunni sem slíkri þann 17. september síðastliðinn og var ástæðan að hennar sögn brottvísun egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem þá var fyrirhuguð. „Meirihluti almennings vill ekki þessa hörku, eins og nýleg skoðanakönnun sýnir um jákvæðari afstöðu fólks en áður til samborgara okkar af erlendum uppruna,“ sagði Rósa. „Það eru því stór vonbrigði að sjá lagafrumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga á þingmálaskránni. Frumvarp sem er harðlega gagnrýnt af mannréttindasamtökum.“ Hún sagði íslenskt samfélag eiga að taka utan um öll þau sem minna mega sín með opnum faðmi og láta sterk, mannúðleg kerfi grípa fólk við erfiðar aðstæður og tryggja jöfn tækifæri fyrir okkur öll. Sama hvaðan við erum og hver við erum. „Kórónuveiran hefur afhjúpað að við erum alls ekki í sama báti eins og fjármálaráðherra lýsti fyrir nokkru. Við erum hins vegar öll í sama storminum, eins og Greta Thunberg minnti okkur á, hvort sem um er að ræða kórónuveirufaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga eða efnahagskreppu.“
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57
Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og eldhúsdagsumræður Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra fer fram í kvöld klukkan 19:30. 1. október 2020 19:07