KR tók á GOAT Bjarni Bjarnason skrifar 1. október 2020 20:38 Tíunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var stórveldið KR gegn GOAT. KR-ingar voru á heimavelli og völdu kortið Dust2. Lið GOAT hóf leikinn með sannfærandi sókn sem að færði þeim fyrstu lotuna. En í annari lotu sem samkvæmt efnahagnum hefði átt að falla til GOAT trektu KR-ingar sig í gang. Með mulningsvélina á fullum snúning rifu KR-ingar GOAT í sig. Framan af fann sókn GOAT fáar opnur á vörn KR. En þær glopur sem að KR-ingar gerðu voru þeir fljótir að bæta uppfyrir. Liðsmaður KR ofvirkur (Ólaftur Barði Guðmundsson) geigaði vart af skoti í fyrri hálfleik. En hann leiddi stigatöfluna sem og þá pressuvörn sem KR-ingar voru fljótt farnir að spila. Áttu leikmenn GOAT engin svör við óvenjulegri pressuvörn KR-inga sem vart tóku feilspor. Staðan í hálfleik KR 13 - 2 GOAT. Þrátt fyrir útreið í fyrri hálfleik mættu leikmenn GOAT ferskir í vörnina. Ítrekað tókst KR-ingum að brjóta sér leið í gegnum vörnin og að koma sprengjunni niður. En þrátt fyrir erfiða leikstöðu endurheimtu GOAT svæðin og aftengdu sprengjuna. Færði þessi þrautsegja leikmönnum GOAT átta lotur í seinni hálfleik. KR-ingar voru eflaust farnir að svitna þegar að þeir fundu loks taktinn aftur og tókst þá að klára leikinn Lokastaðan KR 16 - 10 GOAT. KR Vodafone-deildin Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport
Tíunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var stórveldið KR gegn GOAT. KR-ingar voru á heimavelli og völdu kortið Dust2. Lið GOAT hóf leikinn með sannfærandi sókn sem að færði þeim fyrstu lotuna. En í annari lotu sem samkvæmt efnahagnum hefði átt að falla til GOAT trektu KR-ingar sig í gang. Með mulningsvélina á fullum snúning rifu KR-ingar GOAT í sig. Framan af fann sókn GOAT fáar opnur á vörn KR. En þær glopur sem að KR-ingar gerðu voru þeir fljótir að bæta uppfyrir. Liðsmaður KR ofvirkur (Ólaftur Barði Guðmundsson) geigaði vart af skoti í fyrri hálfleik. En hann leiddi stigatöfluna sem og þá pressuvörn sem KR-ingar voru fljótt farnir að spila. Áttu leikmenn GOAT engin svör við óvenjulegri pressuvörn KR-inga sem vart tóku feilspor. Staðan í hálfleik KR 13 - 2 GOAT. Þrátt fyrir útreið í fyrri hálfleik mættu leikmenn GOAT ferskir í vörnina. Ítrekað tókst KR-ingum að brjóta sér leið í gegnum vörnin og að koma sprengjunni niður. En þrátt fyrir erfiða leikstöðu endurheimtu GOAT svæðin og aftengdu sprengjuna. Færði þessi þrautsegja leikmönnum GOAT átta lotur í seinni hálfleik. KR-ingar voru eflaust farnir að svitna þegar að þeir fundu loks taktinn aftur og tókst þá að klára leikinn Lokastaðan KR 16 - 10 GOAT.
KR Vodafone-deildin Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn