Laundóttir Alberts II orðin prinsessa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 21:44 Delphine Boël prinsessa af Belgíu. Getty Belgíska listakonan Delphine Boël, sem barist hefur fyrir því undanfarin sjö ár fyrir dómstólum að fá það viðurkennt að Albert II, fyrrverandi konungur Belgíu, sé faðir hennar var í dag krýnd sem prinsessa af Belgíu. Áfrýjunardómstóll í Belgíu dæmdi svo í dag að Boël skyldi titluð „prinsessa af Belgíu,“ í kjölfar þess að DNA-próf leiddi það í ljós að konungurinn fyrrverandi væri í raun faðir hennar. Niðurstöður DNA-prófsins lágu fyrir í janúar og batt það endi á áralangar þrætur um raunverulegt faðerni Boël. Konungurinn hafði, þar til niðurstöður prófsins lágu fyrir, þrætt fyrir faðernið í um áratug en Boël fullyrti fyrst í viðtali árið 2005 að konungurinn væri faðir sinn. Móðir Boël, Sybille de Selys Longchamps barónessa, fullyrðir að hún hafi átt í ástarsambandi við Albert II konung í átján ár, frá 1966 til 1984, það er nokkru áður en hann tók við krúnunni árið 1993. Sögur um að konungurinn hafi eignast barn utan hjónabands komu fyrst fram opinberlega í ósamþykktri ævisögu um Paolu drottningu árið 1999. Albert II afsalaði sér krúnunni árið 2013 og eftir það missti hann friðhelgi. Síðan þá hefur Boël barist fyrir því fyrir dómstólum að fá faðerni sitt viðurkennt. Auk þess að fá prinsessutitilinn mun Boël breyta eftirnafni sínu í eftirnafn föður síns, Saxe-Cobourg. Börnin hennar tvö, Josephine og Oscar munu einnig fá konunglega titla og verða héðan af ávörpuð sem „yðar konunglega tign.“ Belgía Kóngafólk Tengdar fréttir Laundóttir Alberts II fer fram á sömu réttindi og titla og systkinin Belgíska listakonan Delphine Boël vonast nú til að dómstóll í landinu muni veita henni sömu réttindi og titla og önnur börn Alberts II, fyrrverandi Belgíukonungs. 11. september 2020 08:01 Laundóttir Alberts II fer fram á sömu réttindi og titla og systkinin Belgíska listakonan Delphine Boël vonast nú til að dómstóll í landinu muni veita henni sömu réttindi og titla og önnur börn Alberts II, fyrrverandi Belgíukonungs. 11. september 2020 08:01 Fyrrverandi Belgíukonungur gengst loks við að hafa eignast barn utan hjónabands Albert II hefur gengist við því að vera faðir 51 árs konu eftir faðernispróf og margra ára málaferli. 28. janúar 2020 07:36 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Belgíska listakonan Delphine Boël, sem barist hefur fyrir því undanfarin sjö ár fyrir dómstólum að fá það viðurkennt að Albert II, fyrrverandi konungur Belgíu, sé faðir hennar var í dag krýnd sem prinsessa af Belgíu. Áfrýjunardómstóll í Belgíu dæmdi svo í dag að Boël skyldi titluð „prinsessa af Belgíu,“ í kjölfar þess að DNA-próf leiddi það í ljós að konungurinn fyrrverandi væri í raun faðir hennar. Niðurstöður DNA-prófsins lágu fyrir í janúar og batt það endi á áralangar þrætur um raunverulegt faðerni Boël. Konungurinn hafði, þar til niðurstöður prófsins lágu fyrir, þrætt fyrir faðernið í um áratug en Boël fullyrti fyrst í viðtali árið 2005 að konungurinn væri faðir sinn. Móðir Boël, Sybille de Selys Longchamps barónessa, fullyrðir að hún hafi átt í ástarsambandi við Albert II konung í átján ár, frá 1966 til 1984, það er nokkru áður en hann tók við krúnunni árið 1993. Sögur um að konungurinn hafi eignast barn utan hjónabands komu fyrst fram opinberlega í ósamþykktri ævisögu um Paolu drottningu árið 1999. Albert II afsalaði sér krúnunni árið 2013 og eftir það missti hann friðhelgi. Síðan þá hefur Boël barist fyrir því fyrir dómstólum að fá faðerni sitt viðurkennt. Auk þess að fá prinsessutitilinn mun Boël breyta eftirnafni sínu í eftirnafn föður síns, Saxe-Cobourg. Börnin hennar tvö, Josephine og Oscar munu einnig fá konunglega titla og verða héðan af ávörpuð sem „yðar konunglega tign.“
Belgía Kóngafólk Tengdar fréttir Laundóttir Alberts II fer fram á sömu réttindi og titla og systkinin Belgíska listakonan Delphine Boël vonast nú til að dómstóll í landinu muni veita henni sömu réttindi og titla og önnur börn Alberts II, fyrrverandi Belgíukonungs. 11. september 2020 08:01 Laundóttir Alberts II fer fram á sömu réttindi og titla og systkinin Belgíska listakonan Delphine Boël vonast nú til að dómstóll í landinu muni veita henni sömu réttindi og titla og önnur börn Alberts II, fyrrverandi Belgíukonungs. 11. september 2020 08:01 Fyrrverandi Belgíukonungur gengst loks við að hafa eignast barn utan hjónabands Albert II hefur gengist við því að vera faðir 51 árs konu eftir faðernispróf og margra ára málaferli. 28. janúar 2020 07:36 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Laundóttir Alberts II fer fram á sömu réttindi og titla og systkinin Belgíska listakonan Delphine Boël vonast nú til að dómstóll í landinu muni veita henni sömu réttindi og titla og önnur börn Alberts II, fyrrverandi Belgíukonungs. 11. september 2020 08:01
Laundóttir Alberts II fer fram á sömu réttindi og titla og systkinin Belgíska listakonan Delphine Boël vonast nú til að dómstóll í landinu muni veita henni sömu réttindi og titla og önnur börn Alberts II, fyrrverandi Belgíukonungs. 11. september 2020 08:01
Fyrrverandi Belgíukonungur gengst loks við að hafa eignast barn utan hjónabands Albert II hefur gengist við því að vera faðir 51 árs konu eftir faðernispróf og margra ára málaferli. 28. janúar 2020 07:36