Kewell vildi „ungan og graðan“ Sindra Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2020 07:30 Sindri Kristinn Ólafsson með boltann í höndunum í bikarleik gegn Breiðabliki í sumar. VÍSIR/VILHELM Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður knattspyrnuliðs Keflavíkur, hefur hafnað tilboði enska D-deildarliðsins Oldham Athletic og ætlar að klára tímabilið með Keflavík. Þessu greindi Sindri frá í viðtali við Víkurfréttir þar sem hann segir ákvörðunina vissulega hafa verið erfiða. Eftir að hafa ráðfært sig við sína nánustu hafi hann ákveðið að bíða að minnsta kosti með að fara í atvinnumennsku. Keflavík er efst í Lengjudeildinni, með eins stigs forskot á Leikni R. og Fram auk þess að eiga leik til góða. „Það má lítið misstíga sig og ég tel það mikilvægt fyrir félagið, þar sem það er búið að tjalda öllu til, að klára þetta,“ sagði Sindri við Víkurfréttir. Því sé hins vegar ekki að neita að það hafi hljómað spennandi að fara til Englands. Sindri fékk tilboðið í gær og þurfti að vera fljótur að ákveða sig. Virkilegur heiður að Kewell hafi þessa skoðun á manni „Þeir hafa verið að skoða mig eftir að þeir sögðu upp öðrum af markmönnum sínum og vildu fá mig inn í liðið,“ sagði Sindri sem leikið hefur 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af níu fyrir U21-landsliðið. Hann er 23 ára gamall. „Þetta var virkilega spennandi þar sem Harry Kewell, stjóri Oldham og fyrrverandi leikmaður Leeds og Liverpool, taldi mig vera einn af þessu ungu og gröðu leikmönnum sem gætu gert einhverja hluti. Það er virkilegur heiður að svona flott nafn eins og Harry skuli hafa þessa skoðun á manni.“ Ástralinn Harry Kewell lék með Leeds á árunum 1996-2003 og var svo hjá Liverpool í fimm ár, og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu. Hann tók við stjórn Oldham 1. ágúst síðastliðinn. Keflavík getur tekið eitt skref til viðbótar í átt að efstu deild með sigri á Leikni F. þegar liðin mætast kl. 15 á morgun. Keflavík á svo eftir leiki við Fram, Grindavík og Magna áður en leiktíðinni lýkur 17. október. Lengjudeildin Keflavík ÍF Enski boltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður knattspyrnuliðs Keflavíkur, hefur hafnað tilboði enska D-deildarliðsins Oldham Athletic og ætlar að klára tímabilið með Keflavík. Þessu greindi Sindri frá í viðtali við Víkurfréttir þar sem hann segir ákvörðunina vissulega hafa verið erfiða. Eftir að hafa ráðfært sig við sína nánustu hafi hann ákveðið að bíða að minnsta kosti með að fara í atvinnumennsku. Keflavík er efst í Lengjudeildinni, með eins stigs forskot á Leikni R. og Fram auk þess að eiga leik til góða. „Það má lítið misstíga sig og ég tel það mikilvægt fyrir félagið, þar sem það er búið að tjalda öllu til, að klára þetta,“ sagði Sindri við Víkurfréttir. Því sé hins vegar ekki að neita að það hafi hljómað spennandi að fara til Englands. Sindri fékk tilboðið í gær og þurfti að vera fljótur að ákveða sig. Virkilegur heiður að Kewell hafi þessa skoðun á manni „Þeir hafa verið að skoða mig eftir að þeir sögðu upp öðrum af markmönnum sínum og vildu fá mig inn í liðið,“ sagði Sindri sem leikið hefur 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af níu fyrir U21-landsliðið. Hann er 23 ára gamall. „Þetta var virkilega spennandi þar sem Harry Kewell, stjóri Oldham og fyrrverandi leikmaður Leeds og Liverpool, taldi mig vera einn af þessu ungu og gröðu leikmönnum sem gætu gert einhverja hluti. Það er virkilegur heiður að svona flott nafn eins og Harry skuli hafa þessa skoðun á manni.“ Ástralinn Harry Kewell lék með Leeds á árunum 1996-2003 og var svo hjá Liverpool í fimm ár, og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu. Hann tók við stjórn Oldham 1. ágúst síðastliðinn. Keflavík getur tekið eitt skref til viðbótar í átt að efstu deild með sigri á Leikni F. þegar liðin mætast kl. 15 á morgun. Keflavík á svo eftir leiki við Fram, Grindavík og Magna áður en leiktíðinni lýkur 17. október.
Lengjudeildin Keflavík ÍF Enski boltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira