Segja algjört kjaftæði að Jón Arnór hafi farið í Val fyrir hærri laun Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2020 10:30 Jón Arnór Stefánsson vann fimm Íslandsmeistaratitla með KR en er nú leikmaður Vals. VÍSIR/DANÍEL „Jón Arnór er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki.“ Þetta sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar, þegar vistaskipti Jóns frá uppeldisfélagi hans KR til Vals voru rædd í upphitunarþætti Dominos Körfuboltakvölds. Jón Arnór gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hver ástæðan er fyrir því að Jón Arnór fór í Val, ég hef ekki rætt það við hann, en það kom mér mjög á óvart. Ég hef talað einu sinni við hann eftir þetta og þá vorum við að ræða nýja rappmyndbandið hjá Magga Mix, þannig að við fórum nú ekki einu sinni í þetta. En ég get alla vega sagt ykkur að ein af ástæðunum er ekki peningar,“ sagði Benedikt. Þarf ekki að fá hundrað þúsund í viðbót annars staðar „Jón Arnór Stefánsson, ég get fullyrt þetta, er ekki að fara úr KR í Val fyrir einhverja aðeins meiri upphæð en hann fær frá KR. Það er umræða sem að böggar mig pínu. Hann er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki. Hann þarf ekkert að fá 100 þúsund kalli meira annars staðar. Hann hefur væntanlega einhverjar aðrar ástæður, þannig að hættið þessu peningakjaftæði alla vega í hans tilfelli,“ sagði Benedikt. Þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson benti á að Jón gæti hafa horft á þær miklu breytingar sem orðið hafa hjá KR og fundist vænni kostur að spila með Pavel Ermolinskij og fyrir Finn Frey Stefánsson. Af hverju ekki að taka áskoruninni með einum besta vini sínum? „Hann hefur líka sagt það að hann vildi nýja áskorun,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann vildi taka alla vega eitt tímabil í viðbót, fá nýja áskorun, og af hverju ekki að taka hana með einum besta vini sínum, Pavel? Og með þjálfara sem þekkir þig inn og út, veit hversu mikla hvíld þú þarft og hvernig þú æfir. Hann þarf meiri hvíld en aðrir leikmenn í deildinni, eðlilega,“ sagði Hermann, og tók svo undir með Benedikt: „Þetta peningakjaftæði í kringum Jón er bara galið. Það er svipað og ég færi að blása toppinn frá enninu, þetta er það galið. Við skulum því bara hætta öllu svoleiðis kjaftæði, meta það að hann vilji taka eitt ár í viðbót, annars staðar en hjá KR. Hann er búinn að skila öllu sem hægt er að skila til KR og menn eiga bara að klappa honum á bakið og óska honum alls hins besta.“ Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Af hverju fór Jón Arnór til Vals? Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir „Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35 Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
„Jón Arnór er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki.“ Þetta sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar, þegar vistaskipti Jóns frá uppeldisfélagi hans KR til Vals voru rædd í upphitunarþætti Dominos Körfuboltakvölds. Jón Arnór gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hver ástæðan er fyrir því að Jón Arnór fór í Val, ég hef ekki rætt það við hann, en það kom mér mjög á óvart. Ég hef talað einu sinni við hann eftir þetta og þá vorum við að ræða nýja rappmyndbandið hjá Magga Mix, þannig að við fórum nú ekki einu sinni í þetta. En ég get alla vega sagt ykkur að ein af ástæðunum er ekki peningar,“ sagði Benedikt. Þarf ekki að fá hundrað þúsund í viðbót annars staðar „Jón Arnór Stefánsson, ég get fullyrt þetta, er ekki að fara úr KR í Val fyrir einhverja aðeins meiri upphæð en hann fær frá KR. Það er umræða sem að böggar mig pínu. Hann er ekki að fara að enda ferilinn annars staðar en hjá KR vegna þess að hann fái eitthvað aðeins meira hjá öðru liði. Það er ekki fræðilegur möguleiki. Hann þarf ekkert að fá 100 þúsund kalli meira annars staðar. Hann hefur væntanlega einhverjar aðrar ástæður, þannig að hættið þessu peningakjaftæði alla vega í hans tilfelli,“ sagði Benedikt. Þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson benti á að Jón gæti hafa horft á þær miklu breytingar sem orðið hafa hjá KR og fundist vænni kostur að spila með Pavel Ermolinskij og fyrir Finn Frey Stefánsson. Af hverju ekki að taka áskoruninni með einum besta vini sínum? „Hann hefur líka sagt það að hann vildi nýja áskorun,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann vildi taka alla vega eitt tímabil í viðbót, fá nýja áskorun, og af hverju ekki að taka hana með einum besta vini sínum, Pavel? Og með þjálfara sem þekkir þig inn og út, veit hversu mikla hvíld þú þarft og hvernig þú æfir. Hann þarf meiri hvíld en aðrir leikmenn í deildinni, eðlilega,“ sagði Hermann, og tók svo undir með Benedikt: „Þetta peningakjaftæði í kringum Jón er bara galið. Það er svipað og ég færi að blása toppinn frá enninu, þetta er það galið. Við skulum því bara hætta öllu svoleiðis kjaftæði, meta það að hann vilji taka eitt ár í viðbót, annars staðar en hjá KR. Hann er búinn að skila öllu sem hægt er að skila til KR og menn eiga bara að klappa honum á bakið og óska honum alls hins besta.“ Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Af hverju fór Jón Arnór til Vals?
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir „Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35 Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
„Er og verð alltaf KR-ingur“ Rætt var við Jón Arnór Stefánsson – einn besta körfuboltamann Íslandssögunnar – í Sportpakka kvöldsins en skipti hans úr KR yfir í Val voru staðfest í dag. 5. ágúst 2020 19:35
Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00
„Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29
Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik