Handbolti

Sigur í fyrsta leik undir stjórn Guðjóns Vals

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðjón Valur lagði skóna á hilluna í sumar og er nú þjálfari Gummersbach í þýsku B-deildinni.
Guðjón Valur lagði skóna á hilluna í sumar og er nú þjálfari Gummersbach í þýsku B-deildinni. Giesen

Guðjón Valur Sigurðsson, einn sigursælasti íþróttamaður Íslands frá upphafi, stýrði Gummersbach til sigurs í sínum fyrsta deildarleik sem þjálfari liðsins. Liðið leikur í þýsku B-deildinni í handbolta. Vann það nauman sigur á Lübeck-Schwartau á útivelli í kvöld, 27-25.

Gummersbach leiddi leikinn frá upphafi til enda og náði mest fjögurra marka forystu um miðbik fyrri hálfleiks. Heimamenn bitu þó frá sér og var munurinn aðeins eitt mark í hálfleik, 13-14. 

Í þeim síðari náðu lærisveinar Guðjóns Vals mest þriggja marka forystu en unnu leikinn á endanum með tveggja marka mun. Lokatölur 27-25 og fyrsti sigurinn kominn í hús.

Þetta er fyrsta þjálfarastarf Guðjóns Vals og verður forvitnilegt að fylgjast með þessum magnaða íþróttamanni á hliðarlínunni í vetur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×