Patrekur: Það er komin stemming í Garðabæinn Benedikt Grétarsson skrifar 2. október 2020 22:16 Patrekur var eðlilega mjög sáttur með fyrsta sigur tímabilsins. Vísir/Elín Björg Patrekur Jóhannesson tók við Stjörnunni fyrir mót og hann fagnaði að vonum vel fyrsta sigri liðsins í Olísdeild karla í handbolta á þessu tímabili. Stjarnan vann KA 25-24 í hörkuleik og Patti var sérlega ánægður með varnarleik og markvörslu sinna manna. „Það er alltaf ákveðinn léttir að landa fyrsta sigrinum, ég skal alveg viðurkenna það. Við vildum svo sannarlega vinna í kvöld, rétt eins og KA. Þetta var bara hörkuleikur. Mér fannst við stjórna þessu ágætlega framan af en svo gefum við eftir og verðum litlir í okkur. Við ræddum saman í hálfleik og þetta gekk vel í seinni hálfleik,“ sagði Patrekur strax eftir leik. Varnarleikur Stjörnunnar var flottur í seini hálfleik eftir smá hikst í þeim fyrri. „Ég var óánægður með varnarleikinn á köflum í fyrri hálfleik. Óli Gúst og Áki fengu að koma of nálægt vörninni en í seinni hálfleik vorum við góðir og það er bara hrikalega mikilvægt að fá þetta samspil á milli varnar og markmanns. Adam var góður í kvöld í markinu.“ Það hefur ekki farið framhjá handboltaáhugafólki að stemmingin í Garðabænum hefur ekki verið sú besta þegar kemur að karlaliðinu í handbolta. Patrekur finnur mikinn mun á þessum málum og er þakklátur mörgu Stjörnufólki. „Það var búið að tala þetta mikið niður á undanförnum árum, bæði húsið og andann í húsinu. Ég fann alveg þegar ég tók við liðinu að það var eitthvað mikið að hjá okkur en núna er ótrúlega mikið af fólki sem vinnur í kringum þetta og fyrir það er ég þakklátur.,“ sagði Patti og bætti svo við. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna leikinn, því að við viljum gefa eitthvað til baka og það er stemming í kringum handboltann í Garðabæ. Öll umgjörð og allur sá pakki er alveg tipp-topp og það er frábærum sjálfboðaliðum að þakka.“ Íslenski handboltinn Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson tók við Stjörnunni fyrir mót og hann fagnaði að vonum vel fyrsta sigri liðsins í Olísdeild karla í handbolta á þessu tímabili. Stjarnan vann KA 25-24 í hörkuleik og Patti var sérlega ánægður með varnarleik og markvörslu sinna manna. „Það er alltaf ákveðinn léttir að landa fyrsta sigrinum, ég skal alveg viðurkenna það. Við vildum svo sannarlega vinna í kvöld, rétt eins og KA. Þetta var bara hörkuleikur. Mér fannst við stjórna þessu ágætlega framan af en svo gefum við eftir og verðum litlir í okkur. Við ræddum saman í hálfleik og þetta gekk vel í seinni hálfleik,“ sagði Patrekur strax eftir leik. Varnarleikur Stjörnunnar var flottur í seini hálfleik eftir smá hikst í þeim fyrri. „Ég var óánægður með varnarleikinn á köflum í fyrri hálfleik. Óli Gúst og Áki fengu að koma of nálægt vörninni en í seinni hálfleik vorum við góðir og það er bara hrikalega mikilvægt að fá þetta samspil á milli varnar og markmanns. Adam var góður í kvöld í markinu.“ Það hefur ekki farið framhjá handboltaáhugafólki að stemmingin í Garðabænum hefur ekki verið sú besta þegar kemur að karlaliðinu í handbolta. Patrekur finnur mikinn mun á þessum málum og er þakklátur mörgu Stjörnufólki. „Það var búið að tala þetta mikið niður á undanförnum árum, bæði húsið og andann í húsinu. Ég fann alveg þegar ég tók við liðinu að það var eitthvað mikið að hjá okkur en núna er ótrúlega mikið af fólki sem vinnur í kringum þetta og fyrir það er ég þakklátur.,“ sagði Patti og bætti svo við. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna leikinn, því að við viljum gefa eitthvað til baka og það er stemming í kringum handboltann í Garðabæ. Öll umgjörð og allur sá pakki er alveg tipp-topp og það er frábærum sjálfboðaliðum að þakka.“
Íslenski handboltinn Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti