Patrekur: Það er komin stemming í Garðabæinn Benedikt Grétarsson skrifar 2. október 2020 22:16 Patrekur var eðlilega mjög sáttur með fyrsta sigur tímabilsins. Vísir/Elín Björg Patrekur Jóhannesson tók við Stjörnunni fyrir mót og hann fagnaði að vonum vel fyrsta sigri liðsins í Olísdeild karla í handbolta á þessu tímabili. Stjarnan vann KA 25-24 í hörkuleik og Patti var sérlega ánægður með varnarleik og markvörslu sinna manna. „Það er alltaf ákveðinn léttir að landa fyrsta sigrinum, ég skal alveg viðurkenna það. Við vildum svo sannarlega vinna í kvöld, rétt eins og KA. Þetta var bara hörkuleikur. Mér fannst við stjórna þessu ágætlega framan af en svo gefum við eftir og verðum litlir í okkur. Við ræddum saman í hálfleik og þetta gekk vel í seinni hálfleik,“ sagði Patrekur strax eftir leik. Varnarleikur Stjörnunnar var flottur í seini hálfleik eftir smá hikst í þeim fyrri. „Ég var óánægður með varnarleikinn á köflum í fyrri hálfleik. Óli Gúst og Áki fengu að koma of nálægt vörninni en í seinni hálfleik vorum við góðir og það er bara hrikalega mikilvægt að fá þetta samspil á milli varnar og markmanns. Adam var góður í kvöld í markinu.“ Það hefur ekki farið framhjá handboltaáhugafólki að stemmingin í Garðabænum hefur ekki verið sú besta þegar kemur að karlaliðinu í handbolta. Patrekur finnur mikinn mun á þessum málum og er þakklátur mörgu Stjörnufólki. „Það var búið að tala þetta mikið niður á undanförnum árum, bæði húsið og andann í húsinu. Ég fann alveg þegar ég tók við liðinu að það var eitthvað mikið að hjá okkur en núna er ótrúlega mikið af fólki sem vinnur í kringum þetta og fyrir það er ég þakklátur.,“ sagði Patti og bætti svo við. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna leikinn, því að við viljum gefa eitthvað til baka og það er stemming í kringum handboltann í Garðabæ. Öll umgjörð og allur sá pakki er alveg tipp-topp og það er frábærum sjálfboðaliðum að þakka.“ Íslenski handboltinn Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Patrekur Jóhannesson tók við Stjörnunni fyrir mót og hann fagnaði að vonum vel fyrsta sigri liðsins í Olísdeild karla í handbolta á þessu tímabili. Stjarnan vann KA 25-24 í hörkuleik og Patti var sérlega ánægður með varnarleik og markvörslu sinna manna. „Það er alltaf ákveðinn léttir að landa fyrsta sigrinum, ég skal alveg viðurkenna það. Við vildum svo sannarlega vinna í kvöld, rétt eins og KA. Þetta var bara hörkuleikur. Mér fannst við stjórna þessu ágætlega framan af en svo gefum við eftir og verðum litlir í okkur. Við ræddum saman í hálfleik og þetta gekk vel í seinni hálfleik,“ sagði Patrekur strax eftir leik. Varnarleikur Stjörnunnar var flottur í seini hálfleik eftir smá hikst í þeim fyrri. „Ég var óánægður með varnarleikinn á köflum í fyrri hálfleik. Óli Gúst og Áki fengu að koma of nálægt vörninni en í seinni hálfleik vorum við góðir og það er bara hrikalega mikilvægt að fá þetta samspil á milli varnar og markmanns. Adam var góður í kvöld í markinu.“ Það hefur ekki farið framhjá handboltaáhugafólki að stemmingin í Garðabænum hefur ekki verið sú besta þegar kemur að karlaliðinu í handbolta. Patrekur finnur mikinn mun á þessum málum og er þakklátur mörgu Stjörnufólki. „Það var búið að tala þetta mikið niður á undanförnum árum, bæði húsið og andann í húsinu. Ég fann alveg þegar ég tók við liðinu að það var eitthvað mikið að hjá okkur en núna er ótrúlega mikið af fólki sem vinnur í kringum þetta og fyrir það er ég þakklátur.,“ sagði Patti og bætti svo við. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna leikinn, því að við viljum gefa eitthvað til baka og það er stemming í kringum handboltann í Garðabæ. Öll umgjörð og allur sá pakki er alveg tipp-topp og það er frábærum sjálfboðaliðum að þakka.“
Íslenski handboltinn Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira