Indverjar í miklum erfiðleikum vegna Covid Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2020 08:52 Um milljón manns fer í próf á degi hverjum á Indlandi og greinast yfirleitt tiltölulega fáir, hlutfallslega séð. AP/R S Iyer Tala látinna vegna Covid-19 á Indlandi er nú komin yfir hundrað þúsund. Ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á á næstunni því nýja kórónuveiran er enn í mikilli dreifingu. Í heildina hafa nú 100.842 dáið, samkvæmt opinberum tölum, og 6,47 milljónir hafa smitast. Fjöldi þeirra sem greindust smitaðir á milli daga var 79.476 og hvergi fjölgar smituðum hraðar í heiminum. Ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra, stefnir þó enn að því að fella niður takmarkanir. Til marks um það var opnun skóla og kvikmyndahúsa leyfð á nýjan leik í vikunni. Gripið var til harðra aðgerða í mars og stendur ríkisstjórnin frammi fyrir versnandi efnahagsaðstæðum. Á síðasta ársfjórðungi hafði hagkerfi landsins dregist saman um 24 prósent, borið saman við síðasta ársfjórðung í fyrra. Um milljón manns fer í próf á degi hverjum á Indlandi og greinast yfirleitt tiltölulega fáir, hlutfallslega séð. AFP fréttaveitan segir þó vísbendingar um að nýleg rannsókn sýni fram á að mögulega hafi rúmlega 60 milljónir manna smitast af Covid-19, sem er tíu sinnum meira en opinberar tölur segja til um. Opinberar dánartölur frá Indlandi hafa sömuleiðis verið dregnar í efa, samkvæmt frétt Reuters. Sérstaklega með tilliti til þess að hlutfall þeirra sem hafa dáið er mun lægra á Indlandi en í Bandaríkjunum og Brasilíu. Tæplega helmingur allra dauðsfalla í heiminum hefur átt sér stað í þessum þremur ríkjum. Indverskur sérfræðingur sagði mögulegt að tölurnar væru ekki réttar. Jafnvel án faraldurs væru mörg dauðsföll rangt skráð hjá hinu opinbera. Hann sagði þó að tiltölulega lágur meðalaldur Indverja gæti útskýrt lítið dánarhlutfall þar í landi að einhverju leyti. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Tala látinna vegna Covid-19 á Indlandi er nú komin yfir hundrað þúsund. Ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á á næstunni því nýja kórónuveiran er enn í mikilli dreifingu. Í heildina hafa nú 100.842 dáið, samkvæmt opinberum tölum, og 6,47 milljónir hafa smitast. Fjöldi þeirra sem greindust smitaðir á milli daga var 79.476 og hvergi fjölgar smituðum hraðar í heiminum. Ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra, stefnir þó enn að því að fella niður takmarkanir. Til marks um það var opnun skóla og kvikmyndahúsa leyfð á nýjan leik í vikunni. Gripið var til harðra aðgerða í mars og stendur ríkisstjórnin frammi fyrir versnandi efnahagsaðstæðum. Á síðasta ársfjórðungi hafði hagkerfi landsins dregist saman um 24 prósent, borið saman við síðasta ársfjórðung í fyrra. Um milljón manns fer í próf á degi hverjum á Indlandi og greinast yfirleitt tiltölulega fáir, hlutfallslega séð. AFP fréttaveitan segir þó vísbendingar um að nýleg rannsókn sýni fram á að mögulega hafi rúmlega 60 milljónir manna smitast af Covid-19, sem er tíu sinnum meira en opinberar tölur segja til um. Opinberar dánartölur frá Indlandi hafa sömuleiðis verið dregnar í efa, samkvæmt frétt Reuters. Sérstaklega með tilliti til þess að hlutfall þeirra sem hafa dáið er mun lægra á Indlandi en í Bandaríkjunum og Brasilíu. Tæplega helmingur allra dauðsfalla í heiminum hefur átt sér stað í þessum þremur ríkjum. Indverskur sérfræðingur sagði mögulegt að tölurnar væru ekki réttar. Jafnvel án faraldurs væru mörg dauðsföll rangt skráð hjá hinu opinbera. Hann sagði þó að tiltölulega lágur meðalaldur Indverja gæti útskýrt lítið dánarhlutfall þar í landi að einhverju leyti.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11