Lengjudeildin: Hart barist á toppnum Ísak Hallmundarson skrifar 3. október 2020 16:15 Leiknir og Fram unnu í dag. Twitter-síða Leiknis Fram og Leiknir Reykjavík eru í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi Max deild karla en bæði lið unnu sína leiki í dag. Fram sigraði Þrótt 1-0 í Safamýri en eina mark leiksins skoraði Þórir Guðjónsson á 15. mínútu leiksins. Á meðan vann Leiknir í Ólafsvíki á móti Víkingi Ó., Vuk Oskar Dimitrijevic kom Leikni yfir undir lok fyrri hálfleiks, Sævar Atli Magnússon bætti síðan við öðru marki Leiknis áður en Vuk var aftur á ferðinni og skoraði þriðja markið. Emmanuel Eli Keke minnkaði muninn fyrir Víkinga undir lokin og lokatölur í leiknum 3-1 sigur Leiknis. Bæði lið eru með 42 stig í 2.-3. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Leiknismenn eru þó með talsvert betri markatölu, 28 mörk í plús en Fram er með markatöluna +17. Þetta verða spennandi lokaumferðir í baráttunni um sæti í efstu deild. ÍBV hefur verið á hraðri niðurleið eftir að hafa verið spáð toppsætinu af mörgum spekingum í byrjun sumars. Í dag tapaði liðið 1-3 fyrir Vestra á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gary John Martin misnotaði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 og tveimur mínútum síðar kom Sergine Fall Vestra yfir. Sito jafnaði metin fyrir Eyjamenn á 32. mínútu en Daníel Agnar Ásgeirsson kom Vestra yfir á nýjan leik fjórum mínútum síðar. Nacho Gil skoraði þriðja mark Vestra í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. ÍBV er nú með 30 stig í 5. sæti og hefur lítið sem ekkert gengið upp þar á bæ undanfarnar vikur. Vestri er með 29 stig í 6. sæti, fínasta tímabil hjá þeim og þeirra fyrsta tímabil í næstefstu deild. Afturelding vann Grindavík 3-2 og gerði endanlega út um vonir Grindvíkinga að leika í Pepsi Max deildinni næsta tímabil. Afturelding var komin í 3-0 eftir um klukkustundar leik en Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis fyrir Grindavík og minnkaði muninn áður en leikurinn var úti. Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 78. mínútu og spilaði Afturelding manni færri síðasta korterið eða svo. Grindvíkingar eru nú í 4. sæti með 32 stig en Afturelding er aftur á móti í 8. sæti með 25 stig. Lengjudeildin Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Fram og Leiknir Reykjavík eru í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi Max deild karla en bæði lið unnu sína leiki í dag. Fram sigraði Þrótt 1-0 í Safamýri en eina mark leiksins skoraði Þórir Guðjónsson á 15. mínútu leiksins. Á meðan vann Leiknir í Ólafsvíki á móti Víkingi Ó., Vuk Oskar Dimitrijevic kom Leikni yfir undir lok fyrri hálfleiks, Sævar Atli Magnússon bætti síðan við öðru marki Leiknis áður en Vuk var aftur á ferðinni og skoraði þriðja markið. Emmanuel Eli Keke minnkaði muninn fyrir Víkinga undir lokin og lokatölur í leiknum 3-1 sigur Leiknis. Bæði lið eru með 42 stig í 2.-3. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Leiknismenn eru þó með talsvert betri markatölu, 28 mörk í plús en Fram er með markatöluna +17. Þetta verða spennandi lokaumferðir í baráttunni um sæti í efstu deild. ÍBV hefur verið á hraðri niðurleið eftir að hafa verið spáð toppsætinu af mörgum spekingum í byrjun sumars. Í dag tapaði liðið 1-3 fyrir Vestra á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gary John Martin misnotaði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 og tveimur mínútum síðar kom Sergine Fall Vestra yfir. Sito jafnaði metin fyrir Eyjamenn á 32. mínútu en Daníel Agnar Ásgeirsson kom Vestra yfir á nýjan leik fjórum mínútum síðar. Nacho Gil skoraði þriðja mark Vestra í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. ÍBV er nú með 30 stig í 5. sæti og hefur lítið sem ekkert gengið upp þar á bæ undanfarnar vikur. Vestri er með 29 stig í 6. sæti, fínasta tímabil hjá þeim og þeirra fyrsta tímabil í næstefstu deild. Afturelding vann Grindavík 3-2 og gerði endanlega út um vonir Grindvíkinga að leika í Pepsi Max deildinni næsta tímabil. Afturelding var komin í 3-0 eftir um klukkustundar leik en Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis fyrir Grindavík og minnkaði muninn áður en leikurinn var úti. Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 78. mínútu og spilaði Afturelding manni færri síðasta korterið eða svo. Grindvíkingar eru nú í 4. sæti með 32 stig en Afturelding er aftur á móti í 8. sæti með 25 stig.
Lengjudeildin Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira