„Nú er mikilvægt að ganga fumlaust til verka, halda ró og rökhugsun. Við munum byggja á reynslunni frá í vor þegar skólastarfinu var sniðinn þröngur stakkur,“ segir Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla á Selfossi en 550 nemendur skólans og 50 starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að tveir nemendur og einn starfsmaður skólans greindust með Covid-19.

„Ég vil nota tækifærið og þakka foreldrum og starfsmönnum, sem hafa lagt sig fram um að leysa verkefnið með samstöðu og launsarmiðaðri hugsun,“ bætir Birgir við.