Þorsteinn: Þetta er ekki komið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2020 20:26 Þorsteinn Halldórsson, lengst til hægri, fagnar í leikslok. vísir/hulda margrét „Auðvitað hefðum við sæst á jafntefli á endanum en við ætluðum að vinna þennan leik. Við spiluðum ekki upp á jafntefli eins og sást í fyrri hálfleik. Við spiluðum bara okkar leik og mér fannst við spila fyrri hálfleikinn virkilega vel,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Helenu Ólafsdóttur eftir sigur á Val, 0-1, í dag. „Við héldum boltanum ekki nógu vel í seinni hálfleik og náðum ekki að spila í gegnum pressuna hjá þeim sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Við vorum í meiri vandræðum í seinni hálfleik. En þegar þú spilar gegn góðu liði þarftu að verjast og vera tilbúinn til þess. Og ef þú gerir það vel áttu möguleika á að vinna.“ Þorsteinn segist ekki hafa breytt neitt út af vananum í aðdraganda leiksins þrátt fyrir mikilvægi hans. „Þetta var hefðbundið og ekkert flókið. Þetta var eins og þetta hefur verið. Þetta eru engin geimvísindi,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á Val á toppi Pepsi Max-deildarinnar, á leik til góða og er með miklu betri markatölu. Þorsteinn segir þó að enn sé ekkert í hendi. „Þetta er ekki komið. Auðvitað lítur þetta vel út en við þurfum að vinna leiki til að klára þetta. Við njótum sigursins í dag og svo þurfum við að koma okkur niður á jörðina og undirbúa næsta leik,“ sagði Þorsteinn en Breiðablik tekur á móti Fylki á sunnudaginn eftir viku. Blikar misstu markahrókinn Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur til Le Havre í Frakklandi fyrir nokkrum vikum. Sveindís Jane Jónsdóttir tók stöðu hennar í fremstu víglínu Blika og hefur skilað henni vel. „Þótt það hafi gengið mjög vel hjá okkur er leikurinn okkar öðruvísi eftir að Sveindís fór upp á topp. Það voru ákveðnir hlutir sem Berglind gerði mjög vel sem Sveindís sem gerir ekki og öfugt. Takturinn í leik okkar er aðeins öðruvísi,“ sagði Þorsteinn að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Pétur Péturs: Mjög líklegt að Blikarnir taki titilinn í ár Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega ósáttur með 0-1 tap Vals á heimavelli gegn Breiðabliki í leik sem hefur verið kallaður „úrslitaleikur Íslandsmótsins.“ 3. október 2020 20:10 Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. 3. október 2020 19:47 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Umfjöllun: Valur - Breiðablik 0-1 | Blikar komnir með níu fingur á bikarinn Agla María Albertsdóttir fór langt með að tryggja Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn þegar hún skoraði eina mark liðsins gegn Val á Origo-vellinum í dag. 3. október 2020 19:50 Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
„Auðvitað hefðum við sæst á jafntefli á endanum en við ætluðum að vinna þennan leik. Við spiluðum ekki upp á jafntefli eins og sást í fyrri hálfleik. Við spiluðum bara okkar leik og mér fannst við spila fyrri hálfleikinn virkilega vel,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Helenu Ólafsdóttur eftir sigur á Val, 0-1, í dag. „Við héldum boltanum ekki nógu vel í seinni hálfleik og náðum ekki að spila í gegnum pressuna hjá þeim sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Við vorum í meiri vandræðum í seinni hálfleik. En þegar þú spilar gegn góðu liði þarftu að verjast og vera tilbúinn til þess. Og ef þú gerir það vel áttu möguleika á að vinna.“ Þorsteinn segist ekki hafa breytt neitt út af vananum í aðdraganda leiksins þrátt fyrir mikilvægi hans. „Þetta var hefðbundið og ekkert flókið. Þetta var eins og þetta hefur verið. Þetta eru engin geimvísindi,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á Val á toppi Pepsi Max-deildarinnar, á leik til góða og er með miklu betri markatölu. Þorsteinn segir þó að enn sé ekkert í hendi. „Þetta er ekki komið. Auðvitað lítur þetta vel út en við þurfum að vinna leiki til að klára þetta. Við njótum sigursins í dag og svo þurfum við að koma okkur niður á jörðina og undirbúa næsta leik,“ sagði Þorsteinn en Breiðablik tekur á móti Fylki á sunnudaginn eftir viku. Blikar misstu markahrókinn Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur til Le Havre í Frakklandi fyrir nokkrum vikum. Sveindís Jane Jónsdóttir tók stöðu hennar í fremstu víglínu Blika og hefur skilað henni vel. „Þótt það hafi gengið mjög vel hjá okkur er leikurinn okkar öðruvísi eftir að Sveindís fór upp á topp. Það voru ákveðnir hlutir sem Berglind gerði mjög vel sem Sveindís sem gerir ekki og öfugt. Takturinn í leik okkar er aðeins öðruvísi,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Pétur Péturs: Mjög líklegt að Blikarnir taki titilinn í ár Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega ósáttur með 0-1 tap Vals á heimavelli gegn Breiðabliki í leik sem hefur verið kallaður „úrslitaleikur Íslandsmótsins.“ 3. október 2020 20:10 Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. 3. október 2020 19:47 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Umfjöllun: Valur - Breiðablik 0-1 | Blikar komnir með níu fingur á bikarinn Agla María Albertsdóttir fór langt með að tryggja Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn þegar hún skoraði eina mark liðsins gegn Val á Origo-vellinum í dag. 3. október 2020 19:50 Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Pétur Péturs: Mjög líklegt að Blikarnir taki titilinn í ár Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega ósáttur með 0-1 tap Vals á heimavelli gegn Breiðabliki í leik sem hefur verið kallaður „úrslitaleikur Íslandsmótsins.“ 3. október 2020 20:10
Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. 3. október 2020 19:47
Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32
Umfjöllun: Valur - Breiðablik 0-1 | Blikar komnir með níu fingur á bikarinn Agla María Albertsdóttir fór langt með að tryggja Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn þegar hún skoraði eina mark liðsins gegn Val á Origo-vellinum í dag. 3. október 2020 19:50