Draumur Eyjamanna um að leika í efstu deild á næsta ári er úr sögunni. Það varð ljóst eftir 1-3 tap gegn Vestra í Vestmannaeyjum í gær.
Sergine Modou Fall kom Vestra yfir áður en Sito jafnaði fyrir ÍBV. Daníel Agnar Ásgeirsson kom Vestra í forystu á ný nokkrum mínútum síðar og í seinni hálfleik skoraði Nacho Gil þriðja mark Vestra og þar við sat. Öll mörkin má sjá í spilaranum hér efst.