Rifbeinsbrotin vegna krabbameinsæxla en sagt að grenna sig Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2020 19:00 Bjarney missti móður sína fyrir fimm árum og hún segir fitufordóma hafa skert lífsgæði hennar verulega síðustu tíu til fimmtán ár fyrir andlátið. vísir/sigurjón Samtök um líkamsvirðingu safna nú sögum um fitufordóma í heilbrigðiskerfinu. Bjarney Bjarnadóttir hefur sent inn sögu móður sinnar, Láru Aðalsteinsdóttur, sem lést fyrir fimm árum. Í fimmtán hafði Lára gengið fyrir sterkum verkjatöflum en læknarnir útskýrðu verkina sem slit- og millirifjagigt og að eina lausnin væri hreyfing, betra mataræði og að létta sig. Sjá einnig: Safna sögum feitra um lífshættulega fordóma Árið 2015 greindist Lára með brjóstakrabbamein og fór í brjóstnám en nokkrum vikum síðar gat hún ekki gengið fyrir bakverkjum. Hún fékk morfín á spítalanum og átti að vera send heim þótt hún gæti ekki gengið. Bjarney segir fjölskylduna hafa fengið það í gegn að móðir hennar fengi að vera eina nótt á spítalanum. „Þá var hún sett í beinaskanna og það kom í ljós að krabbameinið var búið að dreifa sér í rifbeinin, hún var þrírifbeinsbrotin út af krabbameinsæxlum sem læknarnir höfðu kallað millirifjagigt. Hún var með æxli í mjaðmabeinum, allri hryggsúlunni og upp í höfuðbein, sem þá útskýrir allan hennar stoðkerfisvanda,“ segir Bjarney og bendir á að þetta hefði getað komið í ljós miklu fyrr ef hún hefði verið send í röntgen. „Ég er sannfærð um að þetta hefur með það að gera að hún var feit. Henni var bara sagt að hreyfa sig og borða öðruvísi.“ Bjarney segir verki hafa yfirtekið líf móður hennar síðustu fimmtán árin fyrir andlátið. Bjarney telur þetta vera skýra birtingarmynd fitufordóma. Það hafi hún séð þegar hún fór sjálf um svipað leyti til læknis vegna bakverkja. „Það fyrsta sem hann spyr er hvort við eigum ekki að taka mynd af bakinu. Þá fór ég að velta fyrir mér af hverju það hafi ekki verið löngu búið að taka mynd af mömmu. En í staðinn er alltaf verið að troða í hausinn á henni að þetta væri gigt. Þetta var eftir að mamma dó og ég fór að velta fyrir mér af hverju hún hafi ekki verið skoðuð betur og af hverju það hafi ekki verið hlustað á hana.“ Fitufordómarnir skertu verulega lífsgæði Bjarney starfaði sem einkaþjálfari og eftir að hún opnaði augun fyrir fitufordómum í heilbrigðiskerfinu sá hún mörg dæmi um slíkt hjá skjólstæðingum sínum. Kona sem hafði lengi barist við ófrjósemi fékk alltaf að heyra að hún þyrfti að grenna sig en svo kom í ljós að hún var með PCOS sem getur valdið bæði offitu og ófrjósemi. „Ef þyngdin hefði verið tekin út fyrir sviga og hlustað á hana þá hefði þetta verið greint miklu fyrr og komist að því að þetta var orsök ófrjóseminnar í hennar tilfelli - og líklega orösk offitunnar.“ Lára var sífellt að ásaka sjálfa sig fyrir slæma heilsu og reyna að grenna sig. Bjarney segist hafa uppgötvað hversu hættulegir fitufordómar geti verið og þótt hún geti ekki fullyrt að fitufordómar hafi verið banamein móður sinnar þá er hún handviss um að þeir hafi að minnsta kosti skert lífsgæði hennar verulega. Einangrun og skömm „Líf hennar í lokin snerist um að lifa af. Hún tók verkjalyf eftir átta tíma vinnudag og fékk svo samviskubit yfir að vera ekki að hreyfa sig. Hún treysti læknunum algjörlega sem voru búnir að segja henni oft að sökin væri hennar,“ segir Bjarney og lýsir því hvernig móðir hennar var alltaf á leiðinni að fara í ræktina eða í göngutúr en hafði ekki bolmagn til þess. Bjarneyju vöknar um augun þegar hún lýsir því hvernig móðir hennar hafi einangrað sig síðustu árin og skammast sín fyrir ástandið á sér. Þetta eru tíu til fimmtán ár sem voru undirlögð af verkjum. Ég man ekki eftir mömmu öðruvísi en í verkjastillingu og svo fylgdi þessu einhver skömm. Bjarney fagnar því að verið sé að safna sögum af fitufordómum og vonast eftir breytingum. „Mér finnst þetta gríðarlega mikilvægt og þess vegna vil ég taka þátt í þessu. Ég vona bara að það verði farið að hlusta raunverulega á fólk en ekki gert ráð fyrir einhverju út frá holdarfari. Heldur reyna að finna lausn á þeirra vanda, algjörlega burtséð frá stærð viðkomandi.“ Bjarney ásamt Láru, móður sinni, á góðri stundu. Hægt er að sækja um aðgang á Facebook-síðu sem Samtök um líkamsvirðingu hafa stofnað og senda inn sögu um fitufordóma í heilbrigðiskerfinu, hvort sem maður hefur sjálfur lent í slíku eða er aðstandandi eins og Bjarney. Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Samtök um líkamsvirðingu safna nú sögum um fitufordóma í heilbrigðiskerfinu. Bjarney Bjarnadóttir hefur sent inn sögu móður sinnar, Láru Aðalsteinsdóttur, sem lést fyrir fimm árum. Í fimmtán hafði Lára gengið fyrir sterkum verkjatöflum en læknarnir útskýrðu verkina sem slit- og millirifjagigt og að eina lausnin væri hreyfing, betra mataræði og að létta sig. Sjá einnig: Safna sögum feitra um lífshættulega fordóma Árið 2015 greindist Lára með brjóstakrabbamein og fór í brjóstnám en nokkrum vikum síðar gat hún ekki gengið fyrir bakverkjum. Hún fékk morfín á spítalanum og átti að vera send heim þótt hún gæti ekki gengið. Bjarney segir fjölskylduna hafa fengið það í gegn að móðir hennar fengi að vera eina nótt á spítalanum. „Þá var hún sett í beinaskanna og það kom í ljós að krabbameinið var búið að dreifa sér í rifbeinin, hún var þrírifbeinsbrotin út af krabbameinsæxlum sem læknarnir höfðu kallað millirifjagigt. Hún var með æxli í mjaðmabeinum, allri hryggsúlunni og upp í höfuðbein, sem þá útskýrir allan hennar stoðkerfisvanda,“ segir Bjarney og bendir á að þetta hefði getað komið í ljós miklu fyrr ef hún hefði verið send í röntgen. „Ég er sannfærð um að þetta hefur með það að gera að hún var feit. Henni var bara sagt að hreyfa sig og borða öðruvísi.“ Bjarney segir verki hafa yfirtekið líf móður hennar síðustu fimmtán árin fyrir andlátið. Bjarney telur þetta vera skýra birtingarmynd fitufordóma. Það hafi hún séð þegar hún fór sjálf um svipað leyti til læknis vegna bakverkja. „Það fyrsta sem hann spyr er hvort við eigum ekki að taka mynd af bakinu. Þá fór ég að velta fyrir mér af hverju það hafi ekki verið löngu búið að taka mynd af mömmu. En í staðinn er alltaf verið að troða í hausinn á henni að þetta væri gigt. Þetta var eftir að mamma dó og ég fór að velta fyrir mér af hverju hún hafi ekki verið skoðuð betur og af hverju það hafi ekki verið hlustað á hana.“ Fitufordómarnir skertu verulega lífsgæði Bjarney starfaði sem einkaþjálfari og eftir að hún opnaði augun fyrir fitufordómum í heilbrigðiskerfinu sá hún mörg dæmi um slíkt hjá skjólstæðingum sínum. Kona sem hafði lengi barist við ófrjósemi fékk alltaf að heyra að hún þyrfti að grenna sig en svo kom í ljós að hún var með PCOS sem getur valdið bæði offitu og ófrjósemi. „Ef þyngdin hefði verið tekin út fyrir sviga og hlustað á hana þá hefði þetta verið greint miklu fyrr og komist að því að þetta var orsök ófrjóseminnar í hennar tilfelli - og líklega orösk offitunnar.“ Lára var sífellt að ásaka sjálfa sig fyrir slæma heilsu og reyna að grenna sig. Bjarney segist hafa uppgötvað hversu hættulegir fitufordómar geti verið og þótt hún geti ekki fullyrt að fitufordómar hafi verið banamein móður sinnar þá er hún handviss um að þeir hafi að minnsta kosti skert lífsgæði hennar verulega. Einangrun og skömm „Líf hennar í lokin snerist um að lifa af. Hún tók verkjalyf eftir átta tíma vinnudag og fékk svo samviskubit yfir að vera ekki að hreyfa sig. Hún treysti læknunum algjörlega sem voru búnir að segja henni oft að sökin væri hennar,“ segir Bjarney og lýsir því hvernig móðir hennar var alltaf á leiðinni að fara í ræktina eða í göngutúr en hafði ekki bolmagn til þess. Bjarneyju vöknar um augun þegar hún lýsir því hvernig móðir hennar hafi einangrað sig síðustu árin og skammast sín fyrir ástandið á sér. Þetta eru tíu til fimmtán ár sem voru undirlögð af verkjum. Ég man ekki eftir mömmu öðruvísi en í verkjastillingu og svo fylgdi þessu einhver skömm. Bjarney fagnar því að verið sé að safna sögum af fitufordómum og vonast eftir breytingum. „Mér finnst þetta gríðarlega mikilvægt og þess vegna vil ég taka þátt í þessu. Ég vona bara að það verði farið að hlusta raunverulega á fólk en ekki gert ráð fyrir einhverju út frá holdarfari. Heldur reyna að finna lausn á þeirra vanda, algjörlega burtséð frá stærð viðkomandi.“ Bjarney ásamt Láru, móður sinni, á góðri stundu. Hægt er að sækja um aðgang á Facebook-síðu sem Samtök um líkamsvirðingu hafa stofnað og senda inn sögu um fitufordóma í heilbrigðiskerfinu, hvort sem maður hefur sjálfur lent í slíku eða er aðstandandi eins og Bjarney.
Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira