Þórsarar báðu um frestun en fengu neitun: „Mér finnast þetta aumar afsakanir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2020 15:09 Þórsarar vildu fresta leiknum gegn Keflvíkingum í kvöld. vísir/bára Þór Ak. fór fram á það við KKÍ að leiknum gegn Keflavík í Domino's deild karla í kvöld yrði frestað en beiðninni var hafnað. Sóttvarnayfirvöld hafa hvatt íþróttafélög til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu hvött til þess að fresta öllum keppnisferðum út á land. Þrátt fyrir það sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, við Vísi að leikurinn á Akureyri í kvöld færi fram. „Hvorugt liðið er á höfuðborgarsvæðinu og Keflvíkingar voru komnir langleiðina til Akureyrar þegar þessar fréttir bárust. Dómararnir voru líka komnir upp í flugvél. Við tilkynnum það sérstaklega ef þetta breytist,“ sagði Snorri. „Þór fór fram á frestun en því var neitað,“ sagði Hjálmar Pálsson, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. Honum finnast útskýringar KKÍ, að Keflvíkingar hafi verið komnir langleiðina til Akureyrar og dómararnir á leið upp í flugvél, ekki halda vatni. „Mér finnast þetta aumar afsakanir. Við erum mjög ósáttir og finnst þetta óábyrgt. Við fórum fram á frestun fyrir hádegi og mér skilst að Keflvíkingar hafi lagt af stað rúmlega klukkan 11:00 þannig að þeir voru væntanlega ekki einu sinni komnir í gegnum Reykjavík þegar við fórum fram frestunina þannig að afsakanirnar sem koma fram í viðtalinu standast engin rök.“ Stjórn KKÍ og mótanefnd funda síðdegis, eftir upplýsingafund almannavarna. En á Hjálmar von á því að leiknum í kvöld verði frestað? „Þrátt fyrir að þeir geti það hef ég enga trú á að þeir geri það,“ svaraði Hjálmar. Hann segir að líklega verði forföll í liði Þórs í kvöld. „Það verða væntanlega 1-2 leikmenn hjá okkur sem ætla ekki að taka þátt í leiknum. Svo höfum við þurft að redda nýjum aðila á ritaraborðið sem vill ekki vera. Þetta er svo mikið bull. Við erum mjög fúl yfir þessu,“ sagði Hjálmar. Viðureign Þórs Ak. og Keflavíkur átti að fara fram á föstudaginn en var frestað vegna þess að nokkrir Keflvíkingar voru í sóttkví fram yfir leikdag. Einn leikmaður Keflavíkur er enn í sóttkví. Dominos-deild karla Þór Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikið á Akureyri í kvöld Leikur Þórs Ak. og Keflavíkur í Domino's deild karla fer að öllum líkindum fram í kvöld eins og áætlað var. 6. október 2020 13:49 Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Þór Ak. fór fram á það við KKÍ að leiknum gegn Keflavík í Domino's deild karla í kvöld yrði frestað en beiðninni var hafnað. Sóttvarnayfirvöld hafa hvatt íþróttafélög til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu hvött til þess að fresta öllum keppnisferðum út á land. Þrátt fyrir það sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, við Vísi að leikurinn á Akureyri í kvöld færi fram. „Hvorugt liðið er á höfuðborgarsvæðinu og Keflvíkingar voru komnir langleiðina til Akureyrar þegar þessar fréttir bárust. Dómararnir voru líka komnir upp í flugvél. Við tilkynnum það sérstaklega ef þetta breytist,“ sagði Snorri. „Þór fór fram á frestun en því var neitað,“ sagði Hjálmar Pálsson, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. Honum finnast útskýringar KKÍ, að Keflvíkingar hafi verið komnir langleiðina til Akureyrar og dómararnir á leið upp í flugvél, ekki halda vatni. „Mér finnast þetta aumar afsakanir. Við erum mjög ósáttir og finnst þetta óábyrgt. Við fórum fram á frestun fyrir hádegi og mér skilst að Keflvíkingar hafi lagt af stað rúmlega klukkan 11:00 þannig að þeir voru væntanlega ekki einu sinni komnir í gegnum Reykjavík þegar við fórum fram frestunina þannig að afsakanirnar sem koma fram í viðtalinu standast engin rök.“ Stjórn KKÍ og mótanefnd funda síðdegis, eftir upplýsingafund almannavarna. En á Hjálmar von á því að leiknum í kvöld verði frestað? „Þrátt fyrir að þeir geti það hef ég enga trú á að þeir geri það,“ svaraði Hjálmar. Hann segir að líklega verði forföll í liði Þórs í kvöld. „Það verða væntanlega 1-2 leikmenn hjá okkur sem ætla ekki að taka þátt í leiknum. Svo höfum við þurft að redda nýjum aðila á ritaraborðið sem vill ekki vera. Þetta er svo mikið bull. Við erum mjög fúl yfir þessu,“ sagði Hjálmar. Viðureign Þórs Ak. og Keflavíkur átti að fara fram á föstudaginn en var frestað vegna þess að nokkrir Keflvíkingar voru í sóttkví fram yfir leikdag. Einn leikmaður Keflavíkur er enn í sóttkví.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikið á Akureyri í kvöld Leikur Þórs Ak. og Keflavíkur í Domino's deild karla fer að öllum líkindum fram í kvöld eins og áætlað var. 6. október 2020 13:49 Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Leikið á Akureyri í kvöld Leikur Þórs Ak. og Keflavíkur í Domino's deild karla fer að öllum líkindum fram í kvöld eins og áætlað var. 6. október 2020 13:49
Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57