Leikurinn við Rúmeníu nógu mikilvægur samfélaginu? Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2020 15:36 Það er í höndum heilbrigðisráðherra að ákveða hvort að Ísland getur mætt Rúmeníu á fimmtudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gátu lítið sagt um það hvort að landsleikur Íslands og Rúmeníu færi fram á fimmtudagskvöld, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þórólfur mun í dag senda tillögur til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann mun mæla með því að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu verði frestað um tvær vikur. Vísir spurði því hvort að landsleikur Íslands og Rúmeníu færi fram: „Það fer eftir því hvað kemur til með að standa í endanlegu reglugerðinni varðandi íþróttastarf,“ sagði Víðir. Nú þyrfti meðal annars að meta hversu samfélagslega mikilvægur landsleikurinn væri: „Það hafa verið veittar undanþágur í reglugerðunum hingað til vegna samfélagslega mikilvægra aðgerða. Það má örugglega deila um það hversu mikilvægur fótboltaleikur er. Okkur hefur verið gerð grein fyrir því af knattspyrnusambandinu að þarna sé leikur þar sem að milljarðar króna séu í húfi, þannig að það getur verið ansi samfélagslega mikilvægt mál. Það verður auðvitað skoðað í framhaldinu,“ sagði Víðir. UEFA greiðir hverju knattspyrnusambandi sem kemur liði á EM 9,25 milljónir evra, jafnvirði 1,5 milljarðs króna. Fyrir hvern sigur í riðlakeppni fæst 1,5 milljón evra og 750 þúsund evrur fyrir jafntefli, og með því að komast lengra á mótinu fæst sífellt hærri upphæð. Mest er hægt að fá samtals 34 milljónir evra með því að vinna EM, bara með vinningsfé frá UEFA. Ef leikurinn getur ekki farið fram á fimmtudag er hægt að fresta honum og UEFA hefur einnig þann möguleika að færa leikinn í annað land. Rúmenska landsliðið flaug af stað í dag til Íslands og lendir núna síðdegis í Keflavík, þar sem hópurinn fer í skimun fyrir veirunni. Einn úr starfsliði rúmenska liðsins greindist með smit í Rúmeníu í gær og var settur í einangrun. Enginn greindist með smit í íslenska hópnum sem mættur er til landsins, æfði í dag og er hér í vinnusóttkví líkt og rúmenski hópurinn verður. Vonir stóðu til að 900 stuðningsmenn gætu mætt á landsleikinn á fimmtudag en Þórólfur kvaðst á fundinum í dag mæla með 20 manna samkomutakmörkunum, eingöngu með undantekningum fyrir útfarir og skólastarf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45 Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31 Betri völlur, fleiri skiptingar, VAR og hundruð áhorfenda Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? 6. október 2020 08:31 Mætti fresta Rúmeníuleiknum fram í júní Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. 1. október 2020 08:01 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gátu lítið sagt um það hvort að landsleikur Íslands og Rúmeníu færi fram á fimmtudagskvöld, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þórólfur mun í dag senda tillögur til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann mun mæla með því að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu verði frestað um tvær vikur. Vísir spurði því hvort að landsleikur Íslands og Rúmeníu færi fram: „Það fer eftir því hvað kemur til með að standa í endanlegu reglugerðinni varðandi íþróttastarf,“ sagði Víðir. Nú þyrfti meðal annars að meta hversu samfélagslega mikilvægur landsleikurinn væri: „Það hafa verið veittar undanþágur í reglugerðunum hingað til vegna samfélagslega mikilvægra aðgerða. Það má örugglega deila um það hversu mikilvægur fótboltaleikur er. Okkur hefur verið gerð grein fyrir því af knattspyrnusambandinu að þarna sé leikur þar sem að milljarðar króna séu í húfi, þannig að það getur verið ansi samfélagslega mikilvægt mál. Það verður auðvitað skoðað í framhaldinu,“ sagði Víðir. UEFA greiðir hverju knattspyrnusambandi sem kemur liði á EM 9,25 milljónir evra, jafnvirði 1,5 milljarðs króna. Fyrir hvern sigur í riðlakeppni fæst 1,5 milljón evra og 750 þúsund evrur fyrir jafntefli, og með því að komast lengra á mótinu fæst sífellt hærri upphæð. Mest er hægt að fá samtals 34 milljónir evra með því að vinna EM, bara með vinningsfé frá UEFA. Ef leikurinn getur ekki farið fram á fimmtudag er hægt að fresta honum og UEFA hefur einnig þann möguleika að færa leikinn í annað land. Rúmenska landsliðið flaug af stað í dag til Íslands og lendir núna síðdegis í Keflavík, þar sem hópurinn fer í skimun fyrir veirunni. Einn úr starfsliði rúmenska liðsins greindist með smit í Rúmeníu í gær og var settur í einangrun. Enginn greindist með smit í íslenska hópnum sem mættur er til landsins, æfði í dag og er hér í vinnusóttkví líkt og rúmenski hópurinn verður. Vonir stóðu til að 900 stuðningsmenn gætu mætt á landsleikinn á fimmtudag en Þórólfur kvaðst á fundinum í dag mæla með 20 manna samkomutakmörkunum, eingöngu með undantekningum fyrir útfarir og skólastarf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45 Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31 Betri völlur, fleiri skiptingar, VAR og hundruð áhorfenda Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? 6. október 2020 08:31 Mætti fresta Rúmeníuleiknum fram í júní Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. 1. október 2020 08:01 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Sjá meira
Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45
Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31
Betri völlur, fleiri skiptingar, VAR og hundruð áhorfenda Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? 6. október 2020 08:31
Mætti fresta Rúmeníuleiknum fram í júní Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. 1. október 2020 08:01