GOAT felldi Exile Bjarni Bjarnason skrifar 6. október 2020 21:49 Lið GOAT mætti Exile í elleftu umferð Vodafonedeildarinnar í kvöld. Var þetta hörku skemmtileg viðureign sem heimavallarliðið GOAT sigraði að lokum. Strax frá upphafi leiks bitust liðin á um loturnar. Lið Exile tók fyrstu lotu með öflugri sókn(Terrorist) en GOAT svaraði strax með þéttri vörn(Counter-terrorist) í næstu lotu. Vel skipulagður sóknarleikur Exile manna skilaði þeim þorranum af lotunum í fyrri hálfleik. En á varnar hluta kortsins bar nýliði GOAT hann Criis (Kristján Daði Pálsson) af. Staðan í hálfleik GOAT 7 - 8 Exile. Liðsmenn GOAT juku pressuna með sóknarleik sínum strax í upphafi seinni hálfleiks. Fljótt voru leikmenn GOAT þeir Eiki47 (Eiríkur Jóhannsson) og Vikki (Viktor Gabríel Magdic) orðnir vel heitir og fátt var um svör hjá Exile þegar GOAT sótti á vörnina. Exile svöruðu þó að lokum þegar GOAT voru komnir fimmtán lotur og sigurinn virtist vera í höfn. Náðu þeir að þétta vörnina og tengja saman 3 lotur. Áður en GOAT fundu glufu og nældu sér í sigur lotuna. Lokastaðan GOAT 16 - 12 Exile Vodafone-deildin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn
Lið GOAT mætti Exile í elleftu umferð Vodafonedeildarinnar í kvöld. Var þetta hörku skemmtileg viðureign sem heimavallarliðið GOAT sigraði að lokum. Strax frá upphafi leiks bitust liðin á um loturnar. Lið Exile tók fyrstu lotu með öflugri sókn(Terrorist) en GOAT svaraði strax með þéttri vörn(Counter-terrorist) í næstu lotu. Vel skipulagður sóknarleikur Exile manna skilaði þeim þorranum af lotunum í fyrri hálfleik. En á varnar hluta kortsins bar nýliði GOAT hann Criis (Kristján Daði Pálsson) af. Staðan í hálfleik GOAT 7 - 8 Exile. Liðsmenn GOAT juku pressuna með sóknarleik sínum strax í upphafi seinni hálfleiks. Fljótt voru leikmenn GOAT þeir Eiki47 (Eiríkur Jóhannsson) og Vikki (Viktor Gabríel Magdic) orðnir vel heitir og fátt var um svör hjá Exile þegar GOAT sótti á vörnina. Exile svöruðu þó að lokum þegar GOAT voru komnir fimmtán lotur og sigurinn virtist vera í höfn. Náðu þeir að þétta vörnina og tengja saman 3 lotur. Áður en GOAT fundu glufu og nældu sér í sigur lotuna. Lokastaðan GOAT 16 - 12 Exile
Vodafone-deildin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn