Hafið holaði KR Bjarni Bjarnason skrifar 6. október 2020 22:59 Úrvalsliðin HaFiÐ og KR tókust á í kortinu Mirage fyrr í kvöld. Var þetta lokaleikur elleftu umferðar í Vodafonedeildinni í CS:GO. HaFiÐ bar sigur úr bítum eftir hörkuspennandi viðureign. Lið KR setti hraðan takt þegar þeir hófu leikinn í sókn (terrorist). Með kröftugum sóknum sem Hafinu gekk illa að svara hirtu þeir fyrstu þrjár loturnar. Liðsmaður Hafsins peter (Pétur Örn Helgason) fann þó fljótt taktinn og spilaði lykilhlutverk í því að hægja á KR-ingum. Við tók gífurlega vel spilaður varnarleikur hjá Hafinu þar sem þeir sátu aftarlega á kortinu og létu KR hafa fyrir hverju einasta skrefi. Þegar KR-ingum tókst að koma sprengjunni niður snéri Hafið því sem hefðu átt að vera tapaðar lotur ítrekað við með vel fléttuðum yfirtökum. Þar ber helst að nefna eftirminnilega tíundu lotu þar HaFiÐ var einungis með þrjá leikmenn eftir á móti fullskipuð liði KR. Með frábærri spilamennsku stálu þeir lotunni af KR og börðu tennurnar úr mulningsvélinni. Staðan í hálfleik var HaFiÐ 11- 4 KR. HaFiÐ hóf seinni hálfleik á sannfærandi máta en Tony (Antonio Salvador) bar þungann af fyrstu lotunni þar sem hann átti fjórar mikilvægar fellur. Leikurinn var í höndum Hafsins þegar KR-ingar fundu óvæntan meðbyr. Liðsmaður KR Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) leysti lista vel úr klemmu þar sem hann vann lotu einn á móti tveimur liðsmönnum Hafsins. Með byr í seglum tókst KR-ingum að merja sigur fjórar lotur í röð. HaFiÐ barði þó á KR-ingum og holaði þá að lokum. Liðin bitust á um hverja einustu lotu en forskot Hafsins skilaði þeim sextándu lotunni í frábærum leik. Lokastaðan HaFiÐ 16 - 11 KR KR Vodafone-deildin Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Úrvalsliðin HaFiÐ og KR tókust á í kortinu Mirage fyrr í kvöld. Var þetta lokaleikur elleftu umferðar í Vodafonedeildinni í CS:GO. HaFiÐ bar sigur úr bítum eftir hörkuspennandi viðureign. Lið KR setti hraðan takt þegar þeir hófu leikinn í sókn (terrorist). Með kröftugum sóknum sem Hafinu gekk illa að svara hirtu þeir fyrstu þrjár loturnar. Liðsmaður Hafsins peter (Pétur Örn Helgason) fann þó fljótt taktinn og spilaði lykilhlutverk í því að hægja á KR-ingum. Við tók gífurlega vel spilaður varnarleikur hjá Hafinu þar sem þeir sátu aftarlega á kortinu og létu KR hafa fyrir hverju einasta skrefi. Þegar KR-ingum tókst að koma sprengjunni niður snéri Hafið því sem hefðu átt að vera tapaðar lotur ítrekað við með vel fléttuðum yfirtökum. Þar ber helst að nefna eftirminnilega tíundu lotu þar HaFiÐ var einungis með þrjá leikmenn eftir á móti fullskipuð liði KR. Með frábærri spilamennsku stálu þeir lotunni af KR og börðu tennurnar úr mulningsvélinni. Staðan í hálfleik var HaFiÐ 11- 4 KR. HaFiÐ hóf seinni hálfleik á sannfærandi máta en Tony (Antonio Salvador) bar þungann af fyrstu lotunni þar sem hann átti fjórar mikilvægar fellur. Leikurinn var í höndum Hafsins þegar KR-ingar fundu óvæntan meðbyr. Liðsmaður KR Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) leysti lista vel úr klemmu þar sem hann vann lotu einn á móti tveimur liðsmönnum Hafsins. Með byr í seglum tókst KR-ingum að merja sigur fjórar lotur í röð. HaFiÐ barði þó á KR-ingum og holaði þá að lokum. Liðin bitust á um hverja einustu lotu en forskot Hafsins skilaði þeim sextándu lotunni í frábærum leik. Lokastaðan HaFiÐ 16 - 11 KR
KR Vodafone-deildin Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira