Lífið

Breyttu sendi­ferða­bif­reið í hús­bíl og búa þar í miðjum heims­far­aldri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heljarinnar verkefni sem heppnaðist einstaklega vel. 
Heljarinnar verkefni sem heppnaðist einstaklega vel. 

Parið Mariajosé og Chase gengu í gegnum erfiða tíma árið 2018 þegar Chase missti vinnuna sína.

Þau ákváðu að selja allar sínar eigur og búa í gamalli rútu. Eftir um tvö ár í rútunni langaði þeim að endurnýja húsnæði sitt og minnka enn meira við sig.

Því fjárfestu þau í sendiferðabíl sem þau búa í í dag. Bifreiðinni var breytt í í húsbíl og gerðu allt frá a-ö sjálf.

Nú keyra þau um Bandaríkin og búa í bílnum en á sama tíma er parið í raun í sóttkví í miðjum heimsfaraldri.

Útkoman alveg hreint mögnuð en á dögunum gáfu þau út myndband þar sem sýnt er ítarlega frá framkvæmdunum, skref fyrir skref.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×