Réttað yfir Rússa sem er talinn hafa myrt fyrir rússneska ríkið Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 13:05 Frá upphafi réttarhaldanna í dag. Sakborningurinn hefur að mestu þagað um aðild sína að morðinu á fyrrverandi uppreisnarmanni úr Téténíustríðinu. AP/Odd Andersen Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. Málið er sagt reyna enn á samskipti rússneskra og þýskra stjórnvalda sem eru stirð vegna eiturefnaárásarinnar á Alexei Navalní, rússneskan stjórnarandstöðuleiðtoga. Saksóknarar segja að Vadim Krasikov, 55 ára gamall Rússi, hafi komið til Berlínar í ágúst í fyrra með skipanir frá rússnesku ríkisstjórninni um að ráða Zelimkhan Khangoshvili georgískan borgarar af téténskum ættum af dögum. Georgíumaðurinn hafði barist gegn rússneska hernum í Téténíu. Krasikov hjólaði aftan að fórnarlambi sínu og skaut það með skammbyssu með hljóðdeyfi í Dýragarðinum í miðborg Berlínar um hábjartan dag í ágúst í fyrra. Hann skaut manninn svo tveimur skotum í höfuðið þar sem hann lá á jörðinni. Maðurinn var nálægt vettvangi skömmu eftir morðið og hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Þýsk yfirvöld telja að hann hafi framið morðið fyrir hönd rússneska ríkisins. „Ríkisstofnanir miðstjórnar rússneska alríkisins gáfu sakborningnum samning um að myrða georgískan borgara af téténskum uppruna,“ sagði Ronald Georg, saksóknarinn í málinu, við upphaf réttarhaldanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Krasikov hafi þegið samninginn, annað hvort fyrir fé eða vegna þess að hann deildi markmiðum þeirra sem vildu myrða pólitískan óvin fyrir aðild hans að stríðinu í Téténíu og öðrum vopnuðum átökum gegn rússneska alríkinu. Tæknimenn þýsku lögreglunnar á vettvangi morðsins í almenningsgarði í miðborg Berlínar 23. ágúst 2019.Vísir/EPA Kannast ekki við að vera Krasikov Sakborningurinn bar því við í morgun að hann kannaðist ekki við að vera Vadim Krasikov sem er nefndur í ákæru. Hann væri Vadim Sokolov. Þýsk yfirvöld segja að það sé dulnefnið sem hann notaði í sendiför sinni. Rússnesk stjórnvöld neita því að hafa komið nálægt morðinu á uppreisnarmanninum fyrrverandi. Tveimur starfsmönnum rússneska sendiráðsins var vikið úr landi í desember vegna morðsins og vísuðu Rússa á móti tveimur þýskum sendiráðsstarfsmönnum úr Rússlandi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti Khangoshvili sem „ribbalda“ og „morðingja“ og sakaði hann um að hafa drepið fjölda fólks í átökum í Kákakusfjöllum þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi við hann um morðið á fundi í París í desember. Spenna ríkir í samskiptum Þýskalands og Rússlands eftir að eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi í ágúst. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín til meðferðar og var útskrifaður þaðan fyrir stuttu. Efnavopnastofnunin (OPCW) staðfesti í gær niðurstöður þýskra, franskra og sænskra yfirvalda um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Novichok er sama eitrið og var byrlað Sergei Skrípa, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Bresk stjórnvöld sökuðu stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því höfnuðu Rússar. Bresk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússnesku tilræðismennirnir skildu eftir sig. Í stjórnartíð Pútín hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga forsetans látið lífið við voveiflegar aðstæður. Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. Málið er sagt reyna enn á samskipti rússneskra og þýskra stjórnvalda sem eru stirð vegna eiturefnaárásarinnar á Alexei Navalní, rússneskan stjórnarandstöðuleiðtoga. Saksóknarar segja að Vadim Krasikov, 55 ára gamall Rússi, hafi komið til Berlínar í ágúst í fyrra með skipanir frá rússnesku ríkisstjórninni um að ráða Zelimkhan Khangoshvili georgískan borgarar af téténskum ættum af dögum. Georgíumaðurinn hafði barist gegn rússneska hernum í Téténíu. Krasikov hjólaði aftan að fórnarlambi sínu og skaut það með skammbyssu með hljóðdeyfi í Dýragarðinum í miðborg Berlínar um hábjartan dag í ágúst í fyrra. Hann skaut manninn svo tveimur skotum í höfuðið þar sem hann lá á jörðinni. Maðurinn var nálægt vettvangi skömmu eftir morðið og hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Þýsk yfirvöld telja að hann hafi framið morðið fyrir hönd rússneska ríkisins. „Ríkisstofnanir miðstjórnar rússneska alríkisins gáfu sakborningnum samning um að myrða georgískan borgara af téténskum uppruna,“ sagði Ronald Georg, saksóknarinn í málinu, við upphaf réttarhaldanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Krasikov hafi þegið samninginn, annað hvort fyrir fé eða vegna þess að hann deildi markmiðum þeirra sem vildu myrða pólitískan óvin fyrir aðild hans að stríðinu í Téténíu og öðrum vopnuðum átökum gegn rússneska alríkinu. Tæknimenn þýsku lögreglunnar á vettvangi morðsins í almenningsgarði í miðborg Berlínar 23. ágúst 2019.Vísir/EPA Kannast ekki við að vera Krasikov Sakborningurinn bar því við í morgun að hann kannaðist ekki við að vera Vadim Krasikov sem er nefndur í ákæru. Hann væri Vadim Sokolov. Þýsk yfirvöld segja að það sé dulnefnið sem hann notaði í sendiför sinni. Rússnesk stjórnvöld neita því að hafa komið nálægt morðinu á uppreisnarmanninum fyrrverandi. Tveimur starfsmönnum rússneska sendiráðsins var vikið úr landi í desember vegna morðsins og vísuðu Rússa á móti tveimur þýskum sendiráðsstarfsmönnum úr Rússlandi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti Khangoshvili sem „ribbalda“ og „morðingja“ og sakaði hann um að hafa drepið fjölda fólks í átökum í Kákakusfjöllum þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi við hann um morðið á fundi í París í desember. Spenna ríkir í samskiptum Þýskalands og Rússlands eftir að eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi í ágúst. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín til meðferðar og var útskrifaður þaðan fyrir stuttu. Efnavopnastofnunin (OPCW) staðfesti í gær niðurstöður þýskra, franskra og sænskra yfirvalda um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Novichok er sama eitrið og var byrlað Sergei Skrípa, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Bresk stjórnvöld sökuðu stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því höfnuðu Rússar. Bresk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússnesku tilræðismennirnir skildu eftir sig. Í stjórnartíð Pútín hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga forsetans látið lífið við voveiflegar aðstæður.
Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26
Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30