Telja sig hafa fundið uppruna ólyktar sem truflað hefur Hafnfirðinga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2020 15:44 Umrædd bikstöð er rauðmerkt á myndinni. Mynd/Já.is Malbikunarfyrirtækið Hlaðbær-Colas telur sig hafa fundið uppruna ólyktar sem plagað hefur nágranna bikstöðvar fyrirtækisins að Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Fyrirtækið hyggst ráðast í aðgerðir vegna málsins en varar íbúa við að umbætur geti tekið langan tíma. Greint var frá því í Fjarðarfréttum í dag að íbúar í nánd við suðurhöfnina í Hafnarfirði hafi kvartað yfir mikill lyktarmengun frá olíutönkum malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas við Óseyrarbraut. Er þar fullyrt lyktin hafi verið svo sterkt að börn í nágrenni hafi ekki getað verið úti. Nýtt bik virðist vera sökudólgurinn Í tilkynningu frá Hlaðbæ-Colas sem send var fjölmiðlum vegna málsins segir að fyrirtækið hafi að undanförnu móttekið kvartanir vegna ólyktar frá bikstöðinni. Er þar rakið að fyrirtækið og forveri þess hafi rekið stöðina á staðnum í 46 ár. Aldrei hafi kvartanir borist fyrr en í sumar. Fyrirtækið fór að kanna málið og telur það sig nú hafa komist til botns í málinu. „Undanfarna áratugi hefur fyrirtækið flutt inn og notað bik sem á uppruna sinn í Venúsúela en aðstæður þar í landi hafa orðið til þess að í sumar hefur komið til okkar bik með annan uppruna. Virðist það vera að nýja bikið beri með sér öðruvísi og meiri lykt en við eigum að venjast. Sambærilegar kvartanir hafa verið að koma upp hjá öðrum fyrirtækjum sem nýta þetta sama bik og því tengjum við kvartanir við hráefnið sjálft frekar en tanka fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Þrennt til skoðunar Segir fyrirtækið jafnframt að því miður sé ástandið í samfélaginu þannig nú vegna kórónuveirunnar að samdráttur sé í malbiksframleiðslu, því fari bikið hægar út en gera mætti ráð fyrir í venjulegu árferði. Því sé enn drjúgur skammtur af umræddu biki eftir í tönkunum. Fyrirtækið skoði þó hvað sé hægt að gera til þess að draga úr lyktinni, þrjú atriði séu til sérstakrar skoðunar „1) Rætt hefur verið við birgja okkar í Evrópu sem mun svara á næstunni um hvaða biktegund verður flutt til Íslands á næsta ári. 2) Fyrirtækið hefur síðustu vikur verið að skoða möguleika á hreinsibúnaði sem fangar bikgufur úr lofttúðum tanka og hreinsar með kolasíum. Við höfum fundið hentugan búnað frá tveimur framleiðendum í Evrópu. Það mun taka um 4-6 mánuði að fá búnaðinn afhentan og þá á eftir að tengja hann við tanka fyrirtækisins en stefnt er að því að klára það fyrir næstu vertíð. 3) Unnið er að hönnun á nýju afgreiðslukerfi (þar sem dælt er á bíla sem sækja efni) og verður það staðsett norðan megin á lóðinni fjær íbúðabyggð en nú er. Jafnframt verður nýja kerfið með afsogsbúnaði og samskonar kolahreinsun og fyrir tankana. Þessi framkvæmd er mjög kostnaðarsöm og ekki er gert ráð fyrir að henni verði lokið fyrr en síðla árs 2021. Okkur hjá Hlaðbæ Colas þykir mjög leiðinlegt að fyrirtækið sé að valda þessari truflun á lífi nágranna okkar og starfsmanna en því miður er starfsemin þess eðlis að umbætur sem þessar taka lengri tíma en við hefðum sjálf óskað.“ Umhverfismál Heilbrigðismál Hafnarfjörður Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Malbikunarfyrirtækið Hlaðbær-Colas telur sig hafa fundið uppruna ólyktar sem plagað hefur nágranna bikstöðvar fyrirtækisins að Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Fyrirtækið hyggst ráðast í aðgerðir vegna málsins en varar íbúa við að umbætur geti tekið langan tíma. Greint var frá því í Fjarðarfréttum í dag að íbúar í nánd við suðurhöfnina í Hafnarfirði hafi kvartað yfir mikill lyktarmengun frá olíutönkum malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas við Óseyrarbraut. Er þar fullyrt lyktin hafi verið svo sterkt að börn í nágrenni hafi ekki getað verið úti. Nýtt bik virðist vera sökudólgurinn Í tilkynningu frá Hlaðbæ-Colas sem send var fjölmiðlum vegna málsins segir að fyrirtækið hafi að undanförnu móttekið kvartanir vegna ólyktar frá bikstöðinni. Er þar rakið að fyrirtækið og forveri þess hafi rekið stöðina á staðnum í 46 ár. Aldrei hafi kvartanir borist fyrr en í sumar. Fyrirtækið fór að kanna málið og telur það sig nú hafa komist til botns í málinu. „Undanfarna áratugi hefur fyrirtækið flutt inn og notað bik sem á uppruna sinn í Venúsúela en aðstæður þar í landi hafa orðið til þess að í sumar hefur komið til okkar bik með annan uppruna. Virðist það vera að nýja bikið beri með sér öðruvísi og meiri lykt en við eigum að venjast. Sambærilegar kvartanir hafa verið að koma upp hjá öðrum fyrirtækjum sem nýta þetta sama bik og því tengjum við kvartanir við hráefnið sjálft frekar en tanka fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Þrennt til skoðunar Segir fyrirtækið jafnframt að því miður sé ástandið í samfélaginu þannig nú vegna kórónuveirunnar að samdráttur sé í malbiksframleiðslu, því fari bikið hægar út en gera mætti ráð fyrir í venjulegu árferði. Því sé enn drjúgur skammtur af umræddu biki eftir í tönkunum. Fyrirtækið skoði þó hvað sé hægt að gera til þess að draga úr lyktinni, þrjú atriði séu til sérstakrar skoðunar „1) Rætt hefur verið við birgja okkar í Evrópu sem mun svara á næstunni um hvaða biktegund verður flutt til Íslands á næsta ári. 2) Fyrirtækið hefur síðustu vikur verið að skoða möguleika á hreinsibúnaði sem fangar bikgufur úr lofttúðum tanka og hreinsar með kolasíum. Við höfum fundið hentugan búnað frá tveimur framleiðendum í Evrópu. Það mun taka um 4-6 mánuði að fá búnaðinn afhentan og þá á eftir að tengja hann við tanka fyrirtækisins en stefnt er að því að klára það fyrir næstu vertíð. 3) Unnið er að hönnun á nýju afgreiðslukerfi (þar sem dælt er á bíla sem sækja efni) og verður það staðsett norðan megin á lóðinni fjær íbúðabyggð en nú er. Jafnframt verður nýja kerfið með afsogsbúnaði og samskonar kolahreinsun og fyrir tankana. Þessi framkvæmd er mjög kostnaðarsöm og ekki er gert ráð fyrir að henni verði lokið fyrr en síðla árs 2021. Okkur hjá Hlaðbæ Colas þykir mjög leiðinlegt að fyrirtækið sé að valda þessari truflun á lífi nágranna okkar og starfsmanna en því miður er starfsemin þess eðlis að umbætur sem þessar taka lengri tíma en við hefðum sjálf óskað.“
Umhverfismál Heilbrigðismál Hafnarfjörður Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira