Heiðra Loft og styrkja frú Ragnheiði um fjórar milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2020 22:21 Loftur Gunnarsson hafði verið heimilislaus um nokkurt skeið þegar hann lést 32 ára gamall árið 2012. Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar var stofnaður af ástvinum hans það sama ár í þeim tilgangi að bæta hag útigangsmanna í Reykjavík og berjast fyrir því að mannréttindi þeirra séu virt. Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar hefur ákveðið að veita Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni, styrk upp á fjórar milljónir króna. Styrkurinn mun nýtast verkefninu til þess að festa kaup á nýjum bíl. Núverandi bíll hefur sinnt verkefni sínu vel en nýr myndi styðja við öryggi og þægindi skjólstæðinga og sjálfboðaliða á vettvangi í þeirra mikilvæga starfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá minningarsjóðunum. Þar segir að Loftur Gunnarsson hafi látist úr því sem sé kallað ótímabært andlát. „Í stuttu máli þá þýðir það að hann þurfti ekki að deyja. Hann lést úr meini sem var hægt að meðhöndla á einfaldan hátt og hann hafði reynt að leita sér aðstoðar en var vísað frá.“ Loftur var 32 ára gamall þegar hann lést árið 2012. „Við aðstandendur Lofts vitum að það þurfti ekki að gerast og það er sorgleg staðreynd að jaðarsettir einstaklingar verða fyrir fordómum og þess vegna leita þeir sér síður aðstoðar sem þeir eiga rétt á og er þeim nauðsynleg. Loftur fékk að finna það á eigin skinni. Frú Ragnheiður veitir þessum hóp í sínu sjalfboðastarfi lífsnauðsynlega þjónustu og er það okkur mikil ánægja að styðja við þetta mikilvæga verkefni sem við teljum ekki eingöngu bjarga einstaklingum en jafnframt gefa mörgum tækifæri til betra lífs. Fordómalaus læknisaðstoð fyrir heimilislausa er eitt af því sem Minningarsjóðurinn hefur brunnið fyrir í þessi ár sem hann hefur starfað og því er það okkur sönn ánægja að koma að þessu verkefni.“ Frú Ragnheiður var sett á laggirnar árið 2009 á höfuðborgarsvæðinu og byggir á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Verkefnið hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og húsnæðislausra einstaklinga og veita þeim heilbrigðisþjónustu sem og einstaklinga sem nota vímuefni um æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðisþjónustu og nálaskiptaþjónustu. Saga Lofts var sögð í Íslandi í dag árið 2014. Frú Ragnheiður er bíll sem er sérinnréttaður til að veita þessa þjónustu á vettvangi og þjónustar einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu sex kvöld í viku. Á síðustu árum hefur áhersla færst á heilbrigðisþjónustu verkefnisins, en þörfin er mikil. Einn sjálfboðaliði á hverri vakt í Frú Ragnheiði er heilbrigðismenntaður og sér um og ber ábyrgð á allri þeirri heilbrigðisþjónustu sem er veitt á vettvangi, m.a. sáraskipti, aðhlynning við minniháttar áverkum, saumatökur, líkamsskoðun, sálrænn stuðningur og skaðaminnkandi samtal. Ávallt er einn læknir á bakvakt sem getur veitt símaráðgjöf. Meti fagaðili verkefnisins það svo, að skjólstæðingurinn sem leitar til okkar þurfi á sérhæfðari þjónustu að halda, styður Frú Ragnheiður einstaklinginn við að leita sér viðeigandi heilbrigðisþjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Rannsóknir hafa sýnt að skortur á trausti jaðarsettra einstaklinga í garð þjónustukerfa leiði til þess að þeir leiti sér síður hjálpar en aðrir hópar í samfélaginu. Þeir þurfa oftar en ekki að forgangsraða þörfum sínum og eru þá grunnþarfir (fæði og húsaskjól sem dæmi) settar framar heilbrigðisþörfum. Þegar jaðarsettir einstaklingar leita loks eftir heilbrigðisþjónustu innan kerfisins þurfa þeir oftar á þungri innlögn að halda og öflugari meðferð. Reynsla skjólstæðinga Frú Ragnheiðar er jafnframt sú að þau mæta miklum fordómum innan heilbrigðiskerfisins og því er mikið sóknarfæri að lækka þröskuldana og veita aðgengilegri þjónustu til hópsins í Frú Ragnheiði. Fyrir einstaklinga sem eru heimilislausir og/eða nota vímuefni um æð eykur sérsniðin meðferð og eftirfylgd á vettvangi meðferðarheldni og er valdeflandi fyrir einstaklinginn. Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar hefur ákveðið að veita Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni, styrk upp á fjórar milljónir króna. Styrkurinn mun nýtast verkefninu til þess að festa kaup á nýjum bíl. Núverandi bíll hefur sinnt verkefni sínu vel en nýr myndi styðja við öryggi og þægindi skjólstæðinga og sjálfboðaliða á vettvangi í þeirra mikilvæga starfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá minningarsjóðunum. Þar segir að Loftur Gunnarsson hafi látist úr því sem sé kallað ótímabært andlát. „Í stuttu máli þá þýðir það að hann þurfti ekki að deyja. Hann lést úr meini sem var hægt að meðhöndla á einfaldan hátt og hann hafði reynt að leita sér aðstoðar en var vísað frá.“ Loftur var 32 ára gamall þegar hann lést árið 2012. „Við aðstandendur Lofts vitum að það þurfti ekki að gerast og það er sorgleg staðreynd að jaðarsettir einstaklingar verða fyrir fordómum og þess vegna leita þeir sér síður aðstoðar sem þeir eiga rétt á og er þeim nauðsynleg. Loftur fékk að finna það á eigin skinni. Frú Ragnheiður veitir þessum hóp í sínu sjalfboðastarfi lífsnauðsynlega þjónustu og er það okkur mikil ánægja að styðja við þetta mikilvæga verkefni sem við teljum ekki eingöngu bjarga einstaklingum en jafnframt gefa mörgum tækifæri til betra lífs. Fordómalaus læknisaðstoð fyrir heimilislausa er eitt af því sem Minningarsjóðurinn hefur brunnið fyrir í þessi ár sem hann hefur starfað og því er það okkur sönn ánægja að koma að þessu verkefni.“ Frú Ragnheiður var sett á laggirnar árið 2009 á höfuðborgarsvæðinu og byggir á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Verkefnið hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og húsnæðislausra einstaklinga og veita þeim heilbrigðisþjónustu sem og einstaklinga sem nota vímuefni um æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðisþjónustu og nálaskiptaþjónustu. Saga Lofts var sögð í Íslandi í dag árið 2014. Frú Ragnheiður er bíll sem er sérinnréttaður til að veita þessa þjónustu á vettvangi og þjónustar einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu sex kvöld í viku. Á síðustu árum hefur áhersla færst á heilbrigðisþjónustu verkefnisins, en þörfin er mikil. Einn sjálfboðaliði á hverri vakt í Frú Ragnheiði er heilbrigðismenntaður og sér um og ber ábyrgð á allri þeirri heilbrigðisþjónustu sem er veitt á vettvangi, m.a. sáraskipti, aðhlynning við minniháttar áverkum, saumatökur, líkamsskoðun, sálrænn stuðningur og skaðaminnkandi samtal. Ávallt er einn læknir á bakvakt sem getur veitt símaráðgjöf. Meti fagaðili verkefnisins það svo, að skjólstæðingurinn sem leitar til okkar þurfi á sérhæfðari þjónustu að halda, styður Frú Ragnheiður einstaklinginn við að leita sér viðeigandi heilbrigðisþjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Rannsóknir hafa sýnt að skortur á trausti jaðarsettra einstaklinga í garð þjónustukerfa leiði til þess að þeir leiti sér síður hjálpar en aðrir hópar í samfélaginu. Þeir þurfa oftar en ekki að forgangsraða þörfum sínum og eru þá grunnþarfir (fæði og húsaskjól sem dæmi) settar framar heilbrigðisþörfum. Þegar jaðarsettir einstaklingar leita loks eftir heilbrigðisþjónustu innan kerfisins þurfa þeir oftar á þungri innlögn að halda og öflugari meðferð. Reynsla skjólstæðinga Frú Ragnheiðar er jafnframt sú að þau mæta miklum fordómum innan heilbrigðiskerfisins og því er mikið sóknarfæri að lækka þröskuldana og veita aðgengilegri þjónustu til hópsins í Frú Ragnheiði. Fyrir einstaklinga sem eru heimilislausir og/eða nota vímuefni um æð eykur sérsniðin meðferð og eftirfylgd á vettvangi meðferðarheldni og er valdeflandi fyrir einstaklinginn.
Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira