KR sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2020 14:17 Rúnar Kristinsson fór yfir strikið að mati aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. vísir/bára Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í fyrradag að sekta knattspyrnudeild KR um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars Kristinssonar, þjálfara liðsins, eftir leik gegn Fylki í Pepsi Max-deild karla. Framkvæmdastjóri KSÍ sendi greinargerð til aga- og úrskurðarnefndar vegna ummæla Rúnars á Vísi og Fótbolta.net. Að mati framkvæmdastjóra voru þau til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi Rúnar vegið að heiðri leikmanns Fylkis, Ólafs Inga Skúlasonar. Í uppbótartíma leiks KR og Fylkis sunnudaginn 27. september fékk Beitir Ólafsson, markvörður KR, á sig vítaspyrnu fyrir að slá til Ólafs Inga. Beitir var einnig rekinn af velli. Sam Hewson skoraði sigurmark Fylkismanna úr vítaspyrnunni. Eftir leikinn fór Rúnar hörðum orðum um Ólaf Inga og sakaði hann um óheiðarleika. Ummælin sem þóttu ósæmileg voru eftirfarandi: „[...]Fíflagangur í Ólafi Inga, hann hagar sér eins og hálfviti inn á vellinum og fiskar rautt spjald á markmanninn okkar og hendir sér niður, hann leitar með höfuðið í hendina á Beiti, sem er löngu búinn að kasta boltanum út. Þetta er bara ljótt og við viljum ekki sjá þetta í fótbolta.“ „[...]Ólafur Ingi hagar sér eins og fífl og er að leitast eftir því að koma hausnum sínum í hendurnar á Beiti sem er löngu búinn að kasta út boltanum, pata út höndunum og benda eitthvað, þá hleypur hann með hausinn í hendurnar á honum og hann er bara að fiska þetta. Hann lætur alltaf svona.“ „[...]Þegar menn eru að svindla og ná sér í stig þannig, þá er ég ekki sáttur.“ Knattspyrnudeild KR var gefið tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri sem og hún gerði 5. október. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar daginn eftir var ákveðið að sekta knattspyrnudeild KR um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars. Að mati aga- og úrskurðarnefndar voru ummælin ósæmileg og sköðuðu ímynd íslenskrar knattspyrnu. Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar má lesa með því að smella hér. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem lið í Pepsi Max-deild karla fær 50 þúsund króna sekt vegna ósæmilegra ummæla. Knattspyrnudeild ÍA fékk sömuleiðis 50 þúsund króna sekt vegna ummæla Arnars Más Guðjónssonar um dómarann Guðmund Ársæl Guðmundsson. Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Tengdar fréttir Nokkur orð sem ég hefði átt að sleppa en mörg sannleikskorn líka Ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í garð Fylkismannsins Ólafs Inga Skúlasonar hefur verið vísað til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. 2. október 2020 08:30 Fylkismenn segja ummæli Rúnars til skammar en ætla ekki að kæra Fylkismenn ætla ekki að kæra ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, eftir leik liðanna á sunnudaginn til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. 1. október 2020 12:55 Davíð segir að hann hefði gert það sama og Ólafur Ingi en Sigurvin fannst hann heldur dramatískur Davíð Þór Viðarsson segist skilja Ólaf Inga Skúlason að hafa ýkt snertinguna frá Beiti Ólafssyni í leik KR og Fylkis á sunnudaginn. 29. september 2020 13:00 Fylkir íhugar að kæra KR vegna ummæla Rúnars Knattspyrnudeild Fylkis íhugar að leggja fram kæru á hendur KR og Rúnari Kristinssyni, þjálfara liðsins, vegna þeirra ummæla sem hann lét falla eftir 2-1 tap Íslandsmeistaranna í viðureign liðanna í gær. 28. september 2020 17:50 Segist hafa þurft að útskýra fyrir börnunum sínum að hann sé ekki svindlari Ólafur Ingi Skúlason segir ummæli Rúnars Kristinssonar í sinn garð eftir leik KR og Fylkis honum til skammar. 28. september 2020 16:57 Fyrsti sigur Fylkis í Frostaskjólinu í ellefu ár Fylkir vann í gær sinn fyrsta sigur í Frostaskjólinu síðan 2009 og sinn fyrsta sigur á KR síðan 2012. 28. september 2020 13:30 Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20 Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25 Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í fyrradag að sekta knattspyrnudeild KR um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars Kristinssonar, þjálfara liðsins, eftir leik gegn Fylki í Pepsi Max-deild karla. Framkvæmdastjóri KSÍ sendi greinargerð til aga- og úrskurðarnefndar vegna ummæla Rúnars á Vísi og Fótbolta.net. Að mati framkvæmdastjóra voru þau til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi Rúnar vegið að heiðri leikmanns Fylkis, Ólafs Inga Skúlasonar. Í uppbótartíma leiks KR og Fylkis sunnudaginn 27. september fékk Beitir Ólafsson, markvörður KR, á sig vítaspyrnu fyrir að slá til Ólafs Inga. Beitir var einnig rekinn af velli. Sam Hewson skoraði sigurmark Fylkismanna úr vítaspyrnunni. Eftir leikinn fór Rúnar hörðum orðum um Ólaf Inga og sakaði hann um óheiðarleika. Ummælin sem þóttu ósæmileg voru eftirfarandi: „[...]Fíflagangur í Ólafi Inga, hann hagar sér eins og hálfviti inn á vellinum og fiskar rautt spjald á markmanninn okkar og hendir sér niður, hann leitar með höfuðið í hendina á Beiti, sem er löngu búinn að kasta boltanum út. Þetta er bara ljótt og við viljum ekki sjá þetta í fótbolta.“ „[...]Ólafur Ingi hagar sér eins og fífl og er að leitast eftir því að koma hausnum sínum í hendurnar á Beiti sem er löngu búinn að kasta út boltanum, pata út höndunum og benda eitthvað, þá hleypur hann með hausinn í hendurnar á honum og hann er bara að fiska þetta. Hann lætur alltaf svona.“ „[...]Þegar menn eru að svindla og ná sér í stig þannig, þá er ég ekki sáttur.“ Knattspyrnudeild KR var gefið tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri sem og hún gerði 5. október. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar daginn eftir var ákveðið að sekta knattspyrnudeild KR um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars. Að mati aga- og úrskurðarnefndar voru ummælin ósæmileg og sköðuðu ímynd íslenskrar knattspyrnu. Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar má lesa með því að smella hér. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem lið í Pepsi Max-deild karla fær 50 þúsund króna sekt vegna ósæmilegra ummæla. Knattspyrnudeild ÍA fékk sömuleiðis 50 þúsund króna sekt vegna ummæla Arnars Más Guðjónssonar um dómarann Guðmund Ársæl Guðmundsson.
„[...]Fíflagangur í Ólafi Inga, hann hagar sér eins og hálfviti inn á vellinum og fiskar rautt spjald á markmanninn okkar og hendir sér niður, hann leitar með höfuðið í hendina á Beiti, sem er löngu búinn að kasta boltanum út. Þetta er bara ljótt og við viljum ekki sjá þetta í fótbolta.“ „[...]Ólafur Ingi hagar sér eins og fífl og er að leitast eftir því að koma hausnum sínum í hendurnar á Beiti sem er löngu búinn að kasta út boltanum, pata út höndunum og benda eitthvað, þá hleypur hann með hausinn í hendurnar á honum og hann er bara að fiska þetta. Hann lætur alltaf svona.“ „[...]Þegar menn eru að svindla og ná sér í stig þannig, þá er ég ekki sáttur.“
Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Tengdar fréttir Nokkur orð sem ég hefði átt að sleppa en mörg sannleikskorn líka Ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í garð Fylkismannsins Ólafs Inga Skúlasonar hefur verið vísað til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. 2. október 2020 08:30 Fylkismenn segja ummæli Rúnars til skammar en ætla ekki að kæra Fylkismenn ætla ekki að kæra ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, eftir leik liðanna á sunnudaginn til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. 1. október 2020 12:55 Davíð segir að hann hefði gert það sama og Ólafur Ingi en Sigurvin fannst hann heldur dramatískur Davíð Þór Viðarsson segist skilja Ólaf Inga Skúlason að hafa ýkt snertinguna frá Beiti Ólafssyni í leik KR og Fylkis á sunnudaginn. 29. september 2020 13:00 Fylkir íhugar að kæra KR vegna ummæla Rúnars Knattspyrnudeild Fylkis íhugar að leggja fram kæru á hendur KR og Rúnari Kristinssyni, þjálfara liðsins, vegna þeirra ummæla sem hann lét falla eftir 2-1 tap Íslandsmeistaranna í viðureign liðanna í gær. 28. september 2020 17:50 Segist hafa þurft að útskýra fyrir börnunum sínum að hann sé ekki svindlari Ólafur Ingi Skúlason segir ummæli Rúnars Kristinssonar í sinn garð eftir leik KR og Fylkis honum til skammar. 28. september 2020 16:57 Fyrsti sigur Fylkis í Frostaskjólinu í ellefu ár Fylkir vann í gær sinn fyrsta sigur í Frostaskjólinu síðan 2009 og sinn fyrsta sigur á KR síðan 2012. 28. september 2020 13:30 Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20 Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25 Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Nokkur orð sem ég hefði átt að sleppa en mörg sannleikskorn líka Ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í garð Fylkismannsins Ólafs Inga Skúlasonar hefur verið vísað til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. 2. október 2020 08:30
Fylkismenn segja ummæli Rúnars til skammar en ætla ekki að kæra Fylkismenn ætla ekki að kæra ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, eftir leik liðanna á sunnudaginn til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. 1. október 2020 12:55
Davíð segir að hann hefði gert það sama og Ólafur Ingi en Sigurvin fannst hann heldur dramatískur Davíð Þór Viðarsson segist skilja Ólaf Inga Skúlason að hafa ýkt snertinguna frá Beiti Ólafssyni í leik KR og Fylkis á sunnudaginn. 29. september 2020 13:00
Fylkir íhugar að kæra KR vegna ummæla Rúnars Knattspyrnudeild Fylkis íhugar að leggja fram kæru á hendur KR og Rúnari Kristinssyni, þjálfara liðsins, vegna þeirra ummæla sem hann lét falla eftir 2-1 tap Íslandsmeistaranna í viðureign liðanna í gær. 28. september 2020 17:50
Segist hafa þurft að útskýra fyrir börnunum sínum að hann sé ekki svindlari Ólafur Ingi Skúlason segir ummæli Rúnars Kristinssonar í sinn garð eftir leik KR og Fylkis honum til skammar. 28. september 2020 16:57
Fyrsti sigur Fylkis í Frostaskjólinu í ellefu ár Fylkir vann í gær sinn fyrsta sigur í Frostaskjólinu síðan 2009 og sinn fyrsta sigur á KR síðan 2012. 28. september 2020 13:30
Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20
Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31
Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25
Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14