Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2020 16:49 Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan. Hópur manna vildi ræna henni og rétt yfir henni fyrir landráð. AP/Embætti ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. Mennirnir ræddu sín á milli um að myrða Whitmer og það að leita til vopnaðrar sveitar hægri manna í ríkinu og fá þá með sér í lið. Meðal annars ræddu þeir að ráðast á þinghúss ríkisins og taka gísla og ráðast á sumarhús ríkisstjórans. Sex menn úr hópnum hafa verið handteknir og ákærðir. Starfsmenn FBI komust á snoðir um ráðabruggið fyrr á árinu. Þá ræddu mennirnir málið á samfélagsmiðlum og virðist sem að uppljóstrari hafi verið meðal þeirra. Í sumar komu 14 þeirra saman á fundi, sem einn mannanna tók upp fyrir FBI, samkvæmt frétt Detroit News. Þar töluðu þeir um að mynda sjálfbært samfélag þar sem eignarréttur væri virtur. Þær ræddu leiðir til að ná fram þessu markmiði þeirra, en þar á meðal voru ofbeldisfullar leiðir. Þeir veltu meðal annars fyrir sér að ráðast á þinghús Michigan með 200 mönnum, taka gísla og rétta yfir Whitmer fyrir landráð. Þeir ákváðu þó á fundinum að ræða við forsvarsmenn vopnaðrar sveitar hægri manna, en þær kallast Militia á ensku, og reyna að fjölga meðlimum. FBI var þegar með þessa vopnuðu sveit undir eftirliti í mars á þessu ári. Þá hafði lögregluembætti á svæðinu komist að því að meðlimir þessa hóps væru að safna saman heimilisföngum lögregluþjóna. Reiði þessara manna virðist að miklu leyti snúast að takmörkunum á ferðafrelsi og sóttvarnaraðgerðum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við mótmæli hægri manna í Michigan og jafnvel kallað eftir því að þeir „frelsi“ Michigan og önnur ríki. Samkvæmt Detroit Free Press héldu mennirnir æfingar og fylgdust með sumarheimili ríkisstjórans. Þeir keyptu einnig rafbyssu sem til stóð að nota til mannránsins. Mennirnir sögðust vilja ræna Whitmer fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember. „Grípum helvítis ríkisstjórann. Grípum tíkina,“ skrifaði einn mannanna sem hefur verið handtekinn á spjallþráð þeirra. Sami maður, sem virðist vera meðal leiðtoga hópsins, sagði í símtali að hann vildi átök. Hann væri orðinn þreyttur á ástandinu og að það þyrfti að þurrka út allt. Seamus Huges, sem er sérfræðingur í öfgasamtökum í Bandaríkjunum, sagði Detroit News að ferðatakmarkanir hefðu dregið fjölda andstjórnvaldaöfgamenn saman. Whitmer hefði sömuleiðis oft verið skotmark áróðurs þeirra. Embættismenn ætla að halda blaðamannafund um málið seinna í dag og Whitmer ætlar sömuleiðis að tjá sig. Bandaríkin Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. Mennirnir ræddu sín á milli um að myrða Whitmer og það að leita til vopnaðrar sveitar hægri manna í ríkinu og fá þá með sér í lið. Meðal annars ræddu þeir að ráðast á þinghúss ríkisins og taka gísla og ráðast á sumarhús ríkisstjórans. Sex menn úr hópnum hafa verið handteknir og ákærðir. Starfsmenn FBI komust á snoðir um ráðabruggið fyrr á árinu. Þá ræddu mennirnir málið á samfélagsmiðlum og virðist sem að uppljóstrari hafi verið meðal þeirra. Í sumar komu 14 þeirra saman á fundi, sem einn mannanna tók upp fyrir FBI, samkvæmt frétt Detroit News. Þar töluðu þeir um að mynda sjálfbært samfélag þar sem eignarréttur væri virtur. Þær ræddu leiðir til að ná fram þessu markmiði þeirra, en þar á meðal voru ofbeldisfullar leiðir. Þeir veltu meðal annars fyrir sér að ráðast á þinghús Michigan með 200 mönnum, taka gísla og rétta yfir Whitmer fyrir landráð. Þeir ákváðu þó á fundinum að ræða við forsvarsmenn vopnaðrar sveitar hægri manna, en þær kallast Militia á ensku, og reyna að fjölga meðlimum. FBI var þegar með þessa vopnuðu sveit undir eftirliti í mars á þessu ári. Þá hafði lögregluembætti á svæðinu komist að því að meðlimir þessa hóps væru að safna saman heimilisföngum lögregluþjóna. Reiði þessara manna virðist að miklu leyti snúast að takmörkunum á ferðafrelsi og sóttvarnaraðgerðum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við mótmæli hægri manna í Michigan og jafnvel kallað eftir því að þeir „frelsi“ Michigan og önnur ríki. Samkvæmt Detroit Free Press héldu mennirnir æfingar og fylgdust með sumarheimili ríkisstjórans. Þeir keyptu einnig rafbyssu sem til stóð að nota til mannránsins. Mennirnir sögðust vilja ræna Whitmer fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember. „Grípum helvítis ríkisstjórann. Grípum tíkina,“ skrifaði einn mannanna sem hefur verið handtekinn á spjallþráð þeirra. Sami maður, sem virðist vera meðal leiðtoga hópsins, sagði í símtali að hann vildi átök. Hann væri orðinn þreyttur á ástandinu og að það þyrfti að þurrka út allt. Seamus Huges, sem er sérfræðingur í öfgasamtökum í Bandaríkjunum, sagði Detroit News að ferðatakmarkanir hefðu dregið fjölda andstjórnvaldaöfgamenn saman. Whitmer hefði sömuleiðis oft verið skotmark áróðurs þeirra. Embættismenn ætla að halda blaðamannafund um málið seinna í dag og Whitmer ætlar sömuleiðis að tjá sig.
Bandaríkin Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira