Segir að samráð við íþróttahreyfinguna hafi vantað í síðustu aðgerðum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. október 2020 07:01 Hannes Jónsson, formaður KKÍ, segir að vantað hafi upp á samráð við íþróttahreyfinguna í síðustu aðgerðum heilbrigðisráðherra. vísir/daníel Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að óvissa ríki með framhaldið innan körfuboltans eins og annarra íþrótta vegna kórónuveirunnar en allt íþróttastarf hefur verið sett á ís. KSÍ frestaði öllu um viku en KKÍ og HSÍ frestuðu öllu til 19. október að beiðni yfirvalda. Hannes ræddi þetta í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er í lausu lofti. Það eru alltaf nýjar fréttir. Það eru strembnir dagar framundan. Nú þurfum við hvert og eitt að passa okkur og passa upp á okkar sóttvarnir svo við getum hafið leik sem fyrst. Maður er ekkert rosalega bjartsýnn,“ sagði Hannes. „Eins og staðan er núna þá erum við með þetta þannig að bannið gildir til og með 19. október. Þá má byrja 20. en þá ber að hafa í huga að það er líka æfingarbann hjá mörgum félögum. Einnig eru leikmenn eða þjálfarar sem búa á landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu og þurfa að fara á milli.“ „Þeir mega það ekki samkvæmt tilmælunum þannig að við munum ekki byrja 20. október. Það verða einhverjir dagar í það síðan. Svo er það bara framhaldið. Hvenær megum við byrja? Það er stóra spurningin og akkúrat núna þá hæfilega bjartsýnn ef maður má orða þetta þannig.“ Hannes segir að það hafi mikið gengið á síðustu daga og segir meðal annars að þetta sé í fyrsta sinn í öllu ferlinu sem mögulega hafi gleymst að ræða við íþróttahreyfinguna svo hægt væri að undirbúa betur aðgerðirnar. „Það er í mjög mörg horn að líta. Þetta gerðist mjög hratt og í fyrsta sinn síðan 28. febrúar þá vantaði aðeins upp á samráðið við hreyfinguna, stærstu fjöldahreyfingu landsins. Það var dálítið vont. Það var fljótt sem margir fóru að spyrja hvað væri að gerast og hvað myndi gerast því við þurfum líka að fá tíma til að ná utan um málið og átta okkur á stöðunni.“ „Þetta gerðist allt of hratt í fyrradag og fyrir okkur, sérsamböndin og íþróttahreyfinguna, þá var þetta vont hvernig þetta fór allt af stað. Við verðum að fá okkar tíma því mótahaldið bara í KKÍ eru fullt af leikjum í gangi á hverjum einasta degi, hringinn í kringum landið, og þetta er ekki bara meistaraflokkurinn. Það eru allir yngri flokkar og allt sem er undir. Þetta er mjög stórt mál þó að þetta séu ekki nema nokkrir dagar.“ Þó að flestar hliðar kórónuveirunnar séu neikvæðar segir Hannes hins vegar að sérsamböndin hafi unnið vel saman, betur en nokkru sinni fyrr, og það gleður Hannes. „Sérsamböndin og ÍSÍ hafa unnið vel saman. Innan íþróttahreyfingarinnar er sambandið mjög gott og það má segja að COVID hafi fært samböndin nær hvor öðru og það er kannski eitt af því sem góða sem hefur komið út úr þessu. Við vinnum saman á hverjum degi,“ sagði Hannes. Klippa: Sportpakkinn - Hannes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 „Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. 7. október 2020 21:45 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að óvissa ríki með framhaldið innan körfuboltans eins og annarra íþrótta vegna kórónuveirunnar en allt íþróttastarf hefur verið sett á ís. KSÍ frestaði öllu um viku en KKÍ og HSÍ frestuðu öllu til 19. október að beiðni yfirvalda. Hannes ræddi þetta í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er í lausu lofti. Það eru alltaf nýjar fréttir. Það eru strembnir dagar framundan. Nú þurfum við hvert og eitt að passa okkur og passa upp á okkar sóttvarnir svo við getum hafið leik sem fyrst. Maður er ekkert rosalega bjartsýnn,“ sagði Hannes. „Eins og staðan er núna þá erum við með þetta þannig að bannið gildir til og með 19. október. Þá má byrja 20. en þá ber að hafa í huga að það er líka æfingarbann hjá mörgum félögum. Einnig eru leikmenn eða þjálfarar sem búa á landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu og þurfa að fara á milli.“ „Þeir mega það ekki samkvæmt tilmælunum þannig að við munum ekki byrja 20. október. Það verða einhverjir dagar í það síðan. Svo er það bara framhaldið. Hvenær megum við byrja? Það er stóra spurningin og akkúrat núna þá hæfilega bjartsýnn ef maður má orða þetta þannig.“ Hannes segir að það hafi mikið gengið á síðustu daga og segir meðal annars að þetta sé í fyrsta sinn í öllu ferlinu sem mögulega hafi gleymst að ræða við íþróttahreyfinguna svo hægt væri að undirbúa betur aðgerðirnar. „Það er í mjög mörg horn að líta. Þetta gerðist mjög hratt og í fyrsta sinn síðan 28. febrúar þá vantaði aðeins upp á samráðið við hreyfinguna, stærstu fjöldahreyfingu landsins. Það var dálítið vont. Það var fljótt sem margir fóru að spyrja hvað væri að gerast og hvað myndi gerast því við þurfum líka að fá tíma til að ná utan um málið og átta okkur á stöðunni.“ „Þetta gerðist allt of hratt í fyrradag og fyrir okkur, sérsamböndin og íþróttahreyfinguna, þá var þetta vont hvernig þetta fór allt af stað. Við verðum að fá okkar tíma því mótahaldið bara í KKÍ eru fullt af leikjum í gangi á hverjum einasta degi, hringinn í kringum landið, og þetta er ekki bara meistaraflokkurinn. Það eru allir yngri flokkar og allt sem er undir. Þetta er mjög stórt mál þó að þetta séu ekki nema nokkrir dagar.“ Þó að flestar hliðar kórónuveirunnar séu neikvæðar segir Hannes hins vegar að sérsamböndin hafi unnið vel saman, betur en nokkru sinni fyrr, og það gleður Hannes. „Sérsamböndin og ÍSÍ hafa unnið vel saman. Innan íþróttahreyfingarinnar er sambandið mjög gott og það má segja að COVID hafi fært samböndin nær hvor öðru og það er kannski eitt af því sem góða sem hefur komið út úr þessu. Við vinnum saman á hverjum degi,“ sagði Hannes. Klippa: Sportpakkinn - Hannes
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 „Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. 7. október 2020 21:45 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Sjá meira
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05
KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09
„Algjörlega glórulaust að ætla að setja þetta á okkar herðar“ Eigandi Sporthússins segir það „algjörlega glórulaust“ að ætla að varpa ábyrgð á heilsu viðskiptavina yfir á sínar herðar. 7. október 2020 21:45