Hafið gleypti geitina Bjarni Bjarnason skrifar 8. október 2020 22:57 Tólftu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO lauk er HaFiÐ mætti GOAT. Var kortið Train valið sem heimavöllur af Hafinu og sýndu þeir mikla yfirburði þar. Lokastaðan var HaFiÐ 16 - 3 GOAT. Hafið hóf leikinn í vörn (Counter-terrorist) og voru fyrstu loturnar í leiknum jafnar. Fljótt varð varnarleikur Hafsins þó GOAT mönnum um of. Liðsmenn Hafsins voru duglegir að sækja sér upplýsingar með pressu á réttum tímum. Og oftar en ekki skilaði pressan þeim fellum sem að tóku bitið úr sóknarleik GOAT. Liðsmaður Hafsins allee (Alfreð Leó Svansson) hélt vörninni í lás með frábærum töktum á vappanum (AWP - sniper). Til marks um það tókst GOAT einungis að vinna þrjár lotur í leikhluta sem Hafið átti. Staðan í hálfleik var Hafið 12 - 3 GOAT. Ölduganginum í Hafinu linnti ekki í seinni hálfleik, en með b0ndi (Páll Sindri Einarsson) og allee (Alfreð Leó Svansson) í fararbroddi gátu GOAT menn enga björg sér veitt. Hafið sótti þær fimm lotur sem þeir þurftu til að klára leikinn og sigruðu á sannfærandi máta. Lokastaðan Hafið 16 - 3 GOAT. Vodafone-deildin Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Tólftu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO lauk er HaFiÐ mætti GOAT. Var kortið Train valið sem heimavöllur af Hafinu og sýndu þeir mikla yfirburði þar. Lokastaðan var HaFiÐ 16 - 3 GOAT. Hafið hóf leikinn í vörn (Counter-terrorist) og voru fyrstu loturnar í leiknum jafnar. Fljótt varð varnarleikur Hafsins þó GOAT mönnum um of. Liðsmenn Hafsins voru duglegir að sækja sér upplýsingar með pressu á réttum tímum. Og oftar en ekki skilaði pressan þeim fellum sem að tóku bitið úr sóknarleik GOAT. Liðsmaður Hafsins allee (Alfreð Leó Svansson) hélt vörninni í lás með frábærum töktum á vappanum (AWP - sniper). Til marks um það tókst GOAT einungis að vinna þrjár lotur í leikhluta sem Hafið átti. Staðan í hálfleik var Hafið 12 - 3 GOAT. Ölduganginum í Hafinu linnti ekki í seinni hálfleik, en með b0ndi (Páll Sindri Einarsson) og allee (Alfreð Leó Svansson) í fararbroddi gátu GOAT menn enga björg sér veitt. Hafið sótti þær fimm lotur sem þeir þurftu til að klára leikinn og sigruðu á sannfærandi máta. Lokastaðan Hafið 16 - 3 GOAT.
Vodafone-deildin Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira