Brann setti heimsmet í að ná inn leikmanni á síðustu stundu: 23:59:59 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 11:01 Það munaði ekki litlu að Sander Svendsen kæmist ekki til norska félagsins Brann frá OB. Getty/Lars Ronbog Norska knattspyrnufélagið Brann tryggði sér nýjan leikmenn rétt fyrir lok félagsskiptagluggans á mánudagskvöldið en það munaði aðeins einni sekúndu að félagsskiptin næðu ekki í gegn. Brann var að ná í Norðmanninn Sander Svendsen heim frá Odense í Danmörku og undir lokin var mikið kapphlaup að ná félagsskiptunum í gegn fyrir lokun gluggans á miðnætti á mánudaginn. Brann sendi öll gögn sem félagið þurfti að senda til norska knattspyrnusambandsins klukkan 23:59:31 og þessi gögn fóru svo til FIFA klukkan 23:59:59 eða einni sekúndu áður en félagaskiptgalugginn lokaði. Ny verdensrekord? https://t.co/1P0l8ZPFqS— Sportsklubben Brann (@skbrann) October 8, 2020 Norska knattspyrnusambandið heldur að Brann hafi þarna sett nýtt heimsmet í að vera á síðustu stundu með að skila inn félagsskiptum. „Það var ekki möguleiki að komast nær lokafrestinum. Norska sambandið segir að við höfum sett heimsmet sem verði ekki bætt,“ sagði Rune Soltvedt, íþróttastjóri hjá Brann í samtali við norska ríkisútvarpið. Brann vissi skiljanlega ekki fyrst hvort þeir hefðu náð gögnunum inn í tíma. „Ég vissi að við hefðum náð þessu,“ sagði Soltvedt. Það kom samt ekki endanleg staðfesting frá FIFA fyrr en í gær. Blaðamaður NRK fékk líka staðfestingu á heimsmetinu hjá norska sambandinu. „Ef þessi félagsskipti hefðu verið kláruð sekúndu síðar þá hefðu félagsskiptin ekki gengið í gegn. Þetta er því met sem er aðeins hægt að jafna,“ sagði Kristian Skjennum hjá norska sambandinu Sander Svendsen hefur spilað með Molde, Hammarby og Odd á ferlinum og nú síðast hjá OB en hann getur spilað margar stöður á vellinum. Brann hefur verið að styrkja sig að undanförnu en íslenski miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson kom til liðsins í síðasta mánuði og þá hefur félagið einnig náð í fleiri leikmenn. Þeir seldu hins vegar markhæsta leikmann sinn, Gilbert Koomson, til tyrkneska félagsins Kasimpasa. Norski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Norska knattspyrnufélagið Brann tryggði sér nýjan leikmenn rétt fyrir lok félagsskiptagluggans á mánudagskvöldið en það munaði aðeins einni sekúndu að félagsskiptin næðu ekki í gegn. Brann var að ná í Norðmanninn Sander Svendsen heim frá Odense í Danmörku og undir lokin var mikið kapphlaup að ná félagsskiptunum í gegn fyrir lokun gluggans á miðnætti á mánudaginn. Brann sendi öll gögn sem félagið þurfti að senda til norska knattspyrnusambandsins klukkan 23:59:31 og þessi gögn fóru svo til FIFA klukkan 23:59:59 eða einni sekúndu áður en félagaskiptgalugginn lokaði. Ny verdensrekord? https://t.co/1P0l8ZPFqS— Sportsklubben Brann (@skbrann) October 8, 2020 Norska knattspyrnusambandið heldur að Brann hafi þarna sett nýtt heimsmet í að vera á síðustu stundu með að skila inn félagsskiptum. „Það var ekki möguleiki að komast nær lokafrestinum. Norska sambandið segir að við höfum sett heimsmet sem verði ekki bætt,“ sagði Rune Soltvedt, íþróttastjóri hjá Brann í samtali við norska ríkisútvarpið. Brann vissi skiljanlega ekki fyrst hvort þeir hefðu náð gögnunum inn í tíma. „Ég vissi að við hefðum náð þessu,“ sagði Soltvedt. Það kom samt ekki endanleg staðfesting frá FIFA fyrr en í gær. Blaðamaður NRK fékk líka staðfestingu á heimsmetinu hjá norska sambandinu. „Ef þessi félagsskipti hefðu verið kláruð sekúndu síðar þá hefðu félagsskiptin ekki gengið í gegn. Þetta er því met sem er aðeins hægt að jafna,“ sagði Kristian Skjennum hjá norska sambandinu Sander Svendsen hefur spilað með Molde, Hammarby og Odd á ferlinum og nú síðast hjá OB en hann getur spilað margar stöður á vellinum. Brann hefur verið að styrkja sig að undanförnu en íslenski miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson kom til liðsins í síðasta mánuði og þá hefur félagið einnig náð í fleiri leikmenn. Þeir seldu hins vegar markhæsta leikmann sinn, Gilbert Koomson, til tyrkneska félagsins Kasimpasa.
Norski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira