Fjárveitingar til umhverfismála aukist um 47% Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 12. október 2020 13:31 Sumir segja að pólitík skipti ekki máli. En ég er ekki sammála því. Undir forystu Vinstri grænna hefur verið gripið til aðgerða á grundvelli vandaðra áætlana í málefnum sem áður fengu takmarkaða athygli stjórnvalda eins og loftslagsmálum, plastmengun og vernduðum svæðum. Aðgerðir í orkuskiptum og úrgangsmálum eru farnar að skila okkur árangri í loftslagsmálum, friðlýstum svæðum hefur verið fjölgað og innviðir þeirra styrktir til muna, meðal annars með aukinni landvörslu. Aðgerðir til varnar plastmengun og matarsóun eru núna mikilvægur hluti af innleiðingu hringrásarhagkerfisins. En öllu máli skiptir að fjármagn fylgir þessum stefnum og áætlunum þannig að hægt hefur verið að hrinda þeim í framkvæmd með tilheyrandi árangri. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum í lok árs 2017. Á tímabilinu 2017 til og með árinu 2021 munu framlög úr ríkissjóði til umhverfismála hafa aukist um 47%, á verðlagi ársins 2020. Það er næstum því helmings aukning. Í liðinni viku var fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 lögð fram á Alþingi og á árinu 2021 verður heildarfjárheimild til umhverfismála rúmir 24 milljarðar. Aldrei hefur meira fjármagn runnið til umhverfismála sem er til marks um skýra áherslu ríkisstjórnarinnar á þann málaflokk. Milljarða aukning til loftslagsmála Fjármunir til loftslagsmála hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu munu hafa aukist um samtals 13,9 milljarða króna frá 2017 til 2025, að meðtalinni þeirri 3 milljarða króna aukningu sem fram er sett í nýútkominni fjármálaáætlun og er til komin vegna fjárfestingaátaks ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru hvorki talin með gjöld og skattar sem ríkið verður af vegna grænna skattaafslátta né fjárfestingar í samgöngubótum eins og göngu- og hjólastígum eða Borgarlínu. Auknu fjármagni til loftslagsmála er ætlað að hraða orkuskiptum í samgöngum og haftengdri starfsemi, stuðla að nýsköpun og aukinni kolefnisbindingu með meira umfangi uppgræðslu, endurheimt vistkerfa og nýskógrækt. Áframhaldandi efling náttúruverndar Fjármunum til fjölbreyttra verkefna í þágu náttúruverndar og sjálfbærrar nýtingar verður varið til áframhaldandi uppbyggingar innviða og landvörslu um land allt en 10,5 milljörðum króna hefur verið varið aukalega til náttúruverndar í tíð þessarar ríkisstjórnar. Til þess að fylgja eftir áformum stjórnvalda um stofnun Hálendisþjóðgarðs verður tæpum 3,3 milljörðum króna varið til hans sérstaklega á árunum 2021-2025 með uppbyggingu innviða og rekstri. Vörnum gegn snjóflóðum flýtt um 20 ár Við munum öll hvernig náttúruöflin léku okkur síðasta vetur. Sem viðbragð við því skipaði ríkisstjórnin átakshóp um úrbætur í innviðum. Átakshópurinn skilaði af sér fjölmörgum tillögum í lok febrúar en meðal þeirra úrbóta sem hópurinn lagði til var að hraða uppbyggingu ofanflóðavarna um allt land. Á næsta ári verður 2,7 milljörðum króna varið til þessa verkefnis og alls 13,4 milljörðum króna fram til ársins 2025. Markmiðið er að uppbyggingu þeirra verði lokið árið 2030 og að fullnægjandi öryggi íbúa landsins gegn ofanflóðum verði tryggt. Áður stefndi í að þessu markmiði yrði ekki lokið fyrr en upp úr 2050. Plastmengun, matarsóun og textíll Á næsta ári er ráðgert að ráðstafa 500 milljónum króna til eflingar hringrásarhagkerfisins, þar sem meðal annars verður ráðist gegn matarsóun, plastmengun og sóun á textíl. Fram til þessa hefur maðurinn gengið allt of nærri jörðinni og auðlindum hennar. Við þurfum að tryggja ábyrga framleiðslu- og neysluhætti og í því er efling hringrásarhagkerfis lykilatriði. Með því að koma hráefnum í hringrás og auka áherslu á endurnýtingu og endurvinnnslu komum við í veg fyrir myndun úrgangs. Þannig drögum við líka úr losun gróðurhúsalofttegunda, þess vegna er efling hringrásarhagkerfis mikilvægt loftslagsmál. Styrkir til fráveitu sveitarfélaga Í fjármálaáætlun 2021-2025 er jafnframt gert ráð fyrir að 2,8 milljörðum verði varið til úrbóta í fráveitumálum á tímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um átak í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og eru þessar fjárveitingar liður í því. Viðsnúningur Viðsnúningur hefur orðið í umhverfismálum á kjörtímabilinu og þar skiptir miklu máli að fjárframlög hafa aukist jafnt og þétt til málaflokksins. Fjármálaáætlun 2021-2025 sýnir áframhaldandi aukningu. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hálendisþjóðgarður Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir segja að pólitík skipti ekki máli. En ég er ekki sammála því. Undir forystu Vinstri grænna hefur verið gripið til aðgerða á grundvelli vandaðra áætlana í málefnum sem áður fengu takmarkaða athygli stjórnvalda eins og loftslagsmálum, plastmengun og vernduðum svæðum. Aðgerðir í orkuskiptum og úrgangsmálum eru farnar að skila okkur árangri í loftslagsmálum, friðlýstum svæðum hefur verið fjölgað og innviðir þeirra styrktir til muna, meðal annars með aukinni landvörslu. Aðgerðir til varnar plastmengun og matarsóun eru núna mikilvægur hluti af innleiðingu hringrásarhagkerfisins. En öllu máli skiptir að fjármagn fylgir þessum stefnum og áætlunum þannig að hægt hefur verið að hrinda þeim í framkvæmd með tilheyrandi árangri. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum í lok árs 2017. Á tímabilinu 2017 til og með árinu 2021 munu framlög úr ríkissjóði til umhverfismála hafa aukist um 47%, á verðlagi ársins 2020. Það er næstum því helmings aukning. Í liðinni viku var fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 lögð fram á Alþingi og á árinu 2021 verður heildarfjárheimild til umhverfismála rúmir 24 milljarðar. Aldrei hefur meira fjármagn runnið til umhverfismála sem er til marks um skýra áherslu ríkisstjórnarinnar á þann málaflokk. Milljarða aukning til loftslagsmála Fjármunir til loftslagsmála hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu munu hafa aukist um samtals 13,9 milljarða króna frá 2017 til 2025, að meðtalinni þeirri 3 milljarða króna aukningu sem fram er sett í nýútkominni fjármálaáætlun og er til komin vegna fjárfestingaátaks ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru hvorki talin með gjöld og skattar sem ríkið verður af vegna grænna skattaafslátta né fjárfestingar í samgöngubótum eins og göngu- og hjólastígum eða Borgarlínu. Auknu fjármagni til loftslagsmála er ætlað að hraða orkuskiptum í samgöngum og haftengdri starfsemi, stuðla að nýsköpun og aukinni kolefnisbindingu með meira umfangi uppgræðslu, endurheimt vistkerfa og nýskógrækt. Áframhaldandi efling náttúruverndar Fjármunum til fjölbreyttra verkefna í þágu náttúruverndar og sjálfbærrar nýtingar verður varið til áframhaldandi uppbyggingar innviða og landvörslu um land allt en 10,5 milljörðum króna hefur verið varið aukalega til náttúruverndar í tíð þessarar ríkisstjórnar. Til þess að fylgja eftir áformum stjórnvalda um stofnun Hálendisþjóðgarðs verður tæpum 3,3 milljörðum króna varið til hans sérstaklega á árunum 2021-2025 með uppbyggingu innviða og rekstri. Vörnum gegn snjóflóðum flýtt um 20 ár Við munum öll hvernig náttúruöflin léku okkur síðasta vetur. Sem viðbragð við því skipaði ríkisstjórnin átakshóp um úrbætur í innviðum. Átakshópurinn skilaði af sér fjölmörgum tillögum í lok febrúar en meðal þeirra úrbóta sem hópurinn lagði til var að hraða uppbyggingu ofanflóðavarna um allt land. Á næsta ári verður 2,7 milljörðum króna varið til þessa verkefnis og alls 13,4 milljörðum króna fram til ársins 2025. Markmiðið er að uppbyggingu þeirra verði lokið árið 2030 og að fullnægjandi öryggi íbúa landsins gegn ofanflóðum verði tryggt. Áður stefndi í að þessu markmiði yrði ekki lokið fyrr en upp úr 2050. Plastmengun, matarsóun og textíll Á næsta ári er ráðgert að ráðstafa 500 milljónum króna til eflingar hringrásarhagkerfisins, þar sem meðal annars verður ráðist gegn matarsóun, plastmengun og sóun á textíl. Fram til þessa hefur maðurinn gengið allt of nærri jörðinni og auðlindum hennar. Við þurfum að tryggja ábyrga framleiðslu- og neysluhætti og í því er efling hringrásarhagkerfis lykilatriði. Með því að koma hráefnum í hringrás og auka áherslu á endurnýtingu og endurvinnnslu komum við í veg fyrir myndun úrgangs. Þannig drögum við líka úr losun gróðurhúsalofttegunda, þess vegna er efling hringrásarhagkerfis mikilvægt loftslagsmál. Styrkir til fráveitu sveitarfélaga Í fjármálaáætlun 2021-2025 er jafnframt gert ráð fyrir að 2,8 milljörðum verði varið til úrbóta í fráveitumálum á tímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um átak í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og eru þessar fjárveitingar liður í því. Viðsnúningur Viðsnúningur hefur orðið í umhverfismálum á kjörtímabilinu og þar skiptir miklu máli að fjárframlög hafa aukist jafnt og þétt til málaflokksins. Fjármálaáætlun 2021-2025 sýnir áframhaldandi aukningu. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun