Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi heimilt að nota banvæn vopn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 20:44 Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi er heimilt að nota banvæn vopn gegn mótmælendum. EPA-EFE/STR Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. Þetta er haft eftir hátt settum ríkisstarfsmanni í frétt breska ríkisútvarpsins. Ákvörðunin var tekin vegna hópa mótmælenda sem hafa orðið æ róttækari og ofbeldisfyllri að sögn heimildarmannsins. Mótmæli hafa geisað í landinu frá því í byrjun ágúst þegar Alexander Lúkasjenkó, var endurkjörinn forseti. Mótmælendur segja að hann hafi beitt kosningasvindli til að tryggja sér sigur, en hann hefur setið á valdastóli í hartnær þrjá áratugi. Hvítrússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um mikla hörku og pyntingar í aðgerðum gegn mótmælendum. Hundruð mótmælenda voru handteknir í landinu í gær og beitti lögreglan kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmælin. Staðgengill innanríkisráðherra landsins, Gennady Kazakevich, sagði í dag að mótmælendur væru orðnir skipulagðir og mjög róttækir. Bætti hann því við að þeir herjuðu helst á höfuðborgina Minsk, en ekki eins mikið á aðrar borgir. Hann sagði mótmælendur hafa kastað steinum og flöskum síðdegis í dag, hafi haft hnífa við hönd. Þá sagði hann að með kvöldinu hafi mótmælendur sett upp vegatálma og kveikt í dekkum. „Þetta hefur ekkert með borgaraleg mótmæli að gera. Við mætum ekki bara árásarhneigðum [mótmælendum], heldur hópum vígamanna, róttæklinga, anarkista og fótboltabulum,“ sagði hann í myndbandsyfirlýsingu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02 Bretar kalla sendiherra sinn heim frá Hvíta-Rússlandi Bretland hefur kallað sendiherra sinn í Hvíta-Rússlandi tímabundið til baka vegna þess pólitíska óróa sem nú gætir í síðarnefnda landinu. 10. október 2020 13:13 Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. Þetta er haft eftir hátt settum ríkisstarfsmanni í frétt breska ríkisútvarpsins. Ákvörðunin var tekin vegna hópa mótmælenda sem hafa orðið æ róttækari og ofbeldisfyllri að sögn heimildarmannsins. Mótmæli hafa geisað í landinu frá því í byrjun ágúst þegar Alexander Lúkasjenkó, var endurkjörinn forseti. Mótmælendur segja að hann hafi beitt kosningasvindli til að tryggja sér sigur, en hann hefur setið á valdastóli í hartnær þrjá áratugi. Hvítrússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um mikla hörku og pyntingar í aðgerðum gegn mótmælendum. Hundruð mótmælenda voru handteknir í landinu í gær og beitti lögreglan kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmælin. Staðgengill innanríkisráðherra landsins, Gennady Kazakevich, sagði í dag að mótmælendur væru orðnir skipulagðir og mjög róttækir. Bætti hann því við að þeir herjuðu helst á höfuðborgina Minsk, en ekki eins mikið á aðrar borgir. Hann sagði mótmælendur hafa kastað steinum og flöskum síðdegis í dag, hafi haft hnífa við hönd. Þá sagði hann að með kvöldinu hafi mótmælendur sett upp vegatálma og kveikt í dekkum. „Þetta hefur ekkert með borgaraleg mótmæli að gera. Við mætum ekki bara árásarhneigðum [mótmælendum], heldur hópum vígamanna, róttæklinga, anarkista og fótboltabulum,“ sagði hann í myndbandsyfirlýsingu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02 Bretar kalla sendiherra sinn heim frá Hvíta-Rússlandi Bretland hefur kallað sendiherra sinn í Hvíta-Rússlandi tímabundið til baka vegna þess pólitíska óróa sem nú gætir í síðarnefnda landinu. 10. október 2020 13:13 Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02
Bretar kalla sendiherra sinn heim frá Hvíta-Rússlandi Bretland hefur kallað sendiherra sinn í Hvíta-Rússlandi tímabundið til baka vegna þess pólitíska óróa sem nú gætir í síðarnefnda landinu. 10. október 2020 13:13
Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24