Barack Obama er stoltur af LeBron James Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 14:46 LeBron James heimsótti Barack Obama í Hvíta húsið eftir að Miami Heat vann NBA titilinn en mun aldrei mæta til Donald Trump. Getty/Mark Wilson Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, sendi körfuboltamanninum LeBron James flotta kveðju á samfélagsmiðlum eftir sigur Los Angeles Lakers í NBA-deildinni á sunnudagskvöldið.. LeBron James fór fyrir liði Los Angeles Lakers sem vann sinn fyrsta NBA meistaratitil i áratug en þetta var annað tímabil James hjá félaginu. Lakers vann 4-2 sigur á Miami Heat í úrslitaeinvíginu og var LeBron með þrennu í lokaleiknum. Barack Obama hrósaði LeBron James fyrir afrekið en ekki bara fyrir frammistöðuna inn á vellinum heldur einnig fyrir frammistöðuna utan vallar. Barack Obama congratulates LeBron James Posted by Basketball Forever on Mánudagur, 12. október 2020 „Stoltur af vini mínum LeBron James,“ byrjaði Barack Obama kveðju sína og hélt svo áfram: „Vann sinn fjórða NBA titil og var kosinn mikilvægastur í lokaúrslitunum í fjórða sinn. Ég er ekki aðeins stoltur af honum fyrir að standa undir öllum væntingunum á sautján tímabilum sínum í deildinni heldur gera enn betur sem stórbrotinn leiðtogi innan sem utan vallar. Utan vallar með því að berjast fyrir menntun, félagslegu réttlæti og lýðræði okkar,“ skrifaði Barack Obama. LeBron James hefur alltaf talað fyrir mikilvægum málum í samfélaginu og hefur líka látið verkin tala eins og með því að setja á laggirnar skólann „I Promise School“, í Akron sem opnaði í júlí 2018. Skólinn er hugsaður fyrir yngri krakka sem hafa átt í erfiðleikum með að haldast í skólakerfinu. James hefur líka verið í fararbroddi í jafnréttisbaráttu svartra og talað mikið fyrir því að allir nýti kosningarréttinn sinn í komandi forsetakosningum. NBA Barack Obama Tengdar fréttir Brady sendi LeBron hamingjuóskir Hamingjuóskum hefur rignt yfir lið Los Angeles Lakers eftir að þeir urðu NBA-meistarar í nótt og þá sérstaklega LeBron James. 12. október 2020 21:31 LeBron sendi hælbítunum tóninn: „Ég vil mína helvítis virðingu“ LeBron James gaf efasemdarmönnum langt nef með frammistöðu sinni í úrslitakeppni NBA-deildarinnar sem lauk í nótt. 12. október 2020 09:31 Segir að LeBron sé besti leikmaður allra tíma Þjálfari Los Angeles Lakers hrósaði LeBron James í hástert eftir að liðið varð NBA-meistari í sautjánda sinn í nótt. 12. október 2020 07:30 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, sendi körfuboltamanninum LeBron James flotta kveðju á samfélagsmiðlum eftir sigur Los Angeles Lakers í NBA-deildinni á sunnudagskvöldið.. LeBron James fór fyrir liði Los Angeles Lakers sem vann sinn fyrsta NBA meistaratitil i áratug en þetta var annað tímabil James hjá félaginu. Lakers vann 4-2 sigur á Miami Heat í úrslitaeinvíginu og var LeBron með þrennu í lokaleiknum. Barack Obama hrósaði LeBron James fyrir afrekið en ekki bara fyrir frammistöðuna inn á vellinum heldur einnig fyrir frammistöðuna utan vallar. Barack Obama congratulates LeBron James Posted by Basketball Forever on Mánudagur, 12. október 2020 „Stoltur af vini mínum LeBron James,“ byrjaði Barack Obama kveðju sína og hélt svo áfram: „Vann sinn fjórða NBA titil og var kosinn mikilvægastur í lokaúrslitunum í fjórða sinn. Ég er ekki aðeins stoltur af honum fyrir að standa undir öllum væntingunum á sautján tímabilum sínum í deildinni heldur gera enn betur sem stórbrotinn leiðtogi innan sem utan vallar. Utan vallar með því að berjast fyrir menntun, félagslegu réttlæti og lýðræði okkar,“ skrifaði Barack Obama. LeBron James hefur alltaf talað fyrir mikilvægum málum í samfélaginu og hefur líka látið verkin tala eins og með því að setja á laggirnar skólann „I Promise School“, í Akron sem opnaði í júlí 2018. Skólinn er hugsaður fyrir yngri krakka sem hafa átt í erfiðleikum með að haldast í skólakerfinu. James hefur líka verið í fararbroddi í jafnréttisbaráttu svartra og talað mikið fyrir því að allir nýti kosningarréttinn sinn í komandi forsetakosningum.
NBA Barack Obama Tengdar fréttir Brady sendi LeBron hamingjuóskir Hamingjuóskum hefur rignt yfir lið Los Angeles Lakers eftir að þeir urðu NBA-meistarar í nótt og þá sérstaklega LeBron James. 12. október 2020 21:31 LeBron sendi hælbítunum tóninn: „Ég vil mína helvítis virðingu“ LeBron James gaf efasemdarmönnum langt nef með frammistöðu sinni í úrslitakeppni NBA-deildarinnar sem lauk í nótt. 12. október 2020 09:31 Segir að LeBron sé besti leikmaður allra tíma Þjálfari Los Angeles Lakers hrósaði LeBron James í hástert eftir að liðið varð NBA-meistari í sautjánda sinn í nótt. 12. október 2020 07:30 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Brady sendi LeBron hamingjuóskir Hamingjuóskum hefur rignt yfir lið Los Angeles Lakers eftir að þeir urðu NBA-meistarar í nótt og þá sérstaklega LeBron James. 12. október 2020 21:31
LeBron sendi hælbítunum tóninn: „Ég vil mína helvítis virðingu“ LeBron James gaf efasemdarmönnum langt nef með frammistöðu sinni í úrslitakeppni NBA-deildarinnar sem lauk í nótt. 12. október 2020 09:31
Segir að LeBron sé besti leikmaður allra tíma Þjálfari Los Angeles Lakers hrósaði LeBron James í hástert eftir að liðið varð NBA-meistari í sautjánda sinn í nótt. 12. október 2020 07:30