KR stöðvaði sigurgöngu Dusty Bjarni Bjarnason skrifar 13. október 2020 22:17 Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Stórleikur kvöldsins var leikur Dusty og KR. En Dusty voru á heimavelli og var kortið Mirage spilað. KR-ingar mættu eldheitir til leiks og skelltu stórmeisturunum heldur hressilega. Liðsmenn Dusty hófu leikinn í sókn (terrorist) og féll fyrsta lotan þeim í vil. Strax í annarri lotu sóttu þeir á svæði B en lentu á 7homsen (Thomas Thomsen) sem skellti á puttana á þeim og stal KR lotunni. Setti þetta lið Dusty á hælana og fylgdu KR-ingar því vel eftir. Með ofvirkan (Ólafur Barði Guðmundsson) heitan á vappanum (sniper – awp) og 7homsen (Thomas Thomsen) klettstöðugan á sprengjusvæði B var vörn KR-inga skotheld. Dusty fengu engan slaka frá KR-ingum sem með vel tímasettri pressu sóttu upplýsingar um sóknaráform Dusty ótrúlega vel. Með þær upplýsingar í farteskinu tókst KR ítrekað að stilla upp vörninni fullkomlega til að taka á móti sóknum Dusty. En er fyrri leikhluti leið undir lok færðist aukin festa í sóknarleik Dusty. Með vönduðum fléttum tókst þeim að sækja lotur sem þeir þó þurftu að hafa gífurlega fyrir. Staðan í hálfleik KR 9 – 6 Dusty KR-ingar með sigurbragðið á vörunum byrjuðu seinni hálfleik kröftuglega. Lotu eftir lotu spiluðu þeir sem fimm fingur á sömu hendinni. Sóknarflétturnar voru vel framkvæmdar og hver og einn leikmaður sinnti sínu hlutverki. Þegar pressa myndaðist og Dusty gerðu sig líklega til að koma sér aftur inn í leikinn var alltaf KR-ingur sem steig upp. Skilaði frábært samspil KR-inga þeim sigri sem þeir áttu vel skilið. Lokastaðan KR 16 – 7 Dusty Dusty KR Vodafone-deildin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn
Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Stórleikur kvöldsins var leikur Dusty og KR. En Dusty voru á heimavelli og var kortið Mirage spilað. KR-ingar mættu eldheitir til leiks og skelltu stórmeisturunum heldur hressilega. Liðsmenn Dusty hófu leikinn í sókn (terrorist) og féll fyrsta lotan þeim í vil. Strax í annarri lotu sóttu þeir á svæði B en lentu á 7homsen (Thomas Thomsen) sem skellti á puttana á þeim og stal KR lotunni. Setti þetta lið Dusty á hælana og fylgdu KR-ingar því vel eftir. Með ofvirkan (Ólafur Barði Guðmundsson) heitan á vappanum (sniper – awp) og 7homsen (Thomas Thomsen) klettstöðugan á sprengjusvæði B var vörn KR-inga skotheld. Dusty fengu engan slaka frá KR-ingum sem með vel tímasettri pressu sóttu upplýsingar um sóknaráform Dusty ótrúlega vel. Með þær upplýsingar í farteskinu tókst KR ítrekað að stilla upp vörninni fullkomlega til að taka á móti sóknum Dusty. En er fyrri leikhluti leið undir lok færðist aukin festa í sóknarleik Dusty. Með vönduðum fléttum tókst þeim að sækja lotur sem þeir þó þurftu að hafa gífurlega fyrir. Staðan í hálfleik KR 9 – 6 Dusty KR-ingar með sigurbragðið á vörunum byrjuðu seinni hálfleik kröftuglega. Lotu eftir lotu spiluðu þeir sem fimm fingur á sömu hendinni. Sóknarflétturnar voru vel framkvæmdar og hver og einn leikmaður sinnti sínu hlutverki. Þegar pressa myndaðist og Dusty gerðu sig líklega til að koma sér aftur inn í leikinn var alltaf KR-ingur sem steig upp. Skilaði frábært samspil KR-inga þeim sigri sem þeir áttu vel skilið. Lokastaðan KR 16 – 7 Dusty
Dusty KR Vodafone-deildin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn