Heimsfaraldurinn og græn framtíð rædd á ráðherrafundi Alþjóðabankans Heimsljós 14. október 2020 10:07 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra „Það verður ekki litið fram hjá mikilvægi einkageirans við að vernda störf og skapa ný þegar þjóðir vinna sig út úr faraldrinum, og Alþjóðabankinn hefur þar miklu hlutverki að gegna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sem tók þátt í ráðherrafundi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum í gær. Fundurinn var haldinn í tengslum við ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem fara fram í netheimum að þessu sinni. Carmen Reinhart, aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, var sérstakur gestur fundarins en meginviðfangsefni hans var COVID-19 heimsfaraldurinn og hlutverk Alþjóðabankans í grænni og bættri enduruppbyggingu. Fundarstjórn var í höndum Geirs H. Haarde, aðalfulltrúa ríkjanna átta í stjórn Alþjóðabankans, en Ísland leiðir nú kjördæmastarfið. Fundarstjórn var í höndum Geirs H. Haarde, aðalfulltrúa ríkjanna átta í stjórn Alþjóðabankans Guðlaugur Þór vék í innleggi sínu sérstaklega að sjálfbærri nýtingu endurnýjanlegra náttúruauðlinda sem mikilvægri undirstöðu fyrir grænan vöxt, og lagði í því samhengi áherslu á að í grænni og bættri endurbyggingu gegni Alþjóðabankinn lykilhlutverki í að tryggja að ávinningur stuðli að hagsæld og dragi úr fátækt. Þá kom hann einnig inn á mikilvægi endurnýjanlegrar orku í þessu samhengi, meðal annars að bankinn héldi áfram öflugum stuðningi við jarðhita- og vatnsaflsverkefni. Alþjóðabankinn hefur brugðist skjótt við í stuðningi vegna áhrifa COVID-19 og hefur frá því í mars veitt aðstoð til rúmlega 100 landa til að bregðast við faraldrinum. Ljóst er að þörf samstarfslanda bankans, einkum fátækustu landanna, fyrir áframhaldandi aðstoð er gríðarleg því hætt er við að áhrif faraldursins geti leitt til fjölgunar í hópi sárafátækra um allt að 100 milljónir einstaklinga og þannig þurrkað út framfarir síðustu ára í baráttunni gegn fátækt. Í síðustu viku kom út ný skýrsla bankans Reversal of Fortunes þar sem kynnt er nýtt mat bankans á áhrifum farsóttarinnar á fátækt og ójöfnuð á heimsvísu. Kjördæmið leggur áherslu á mikilvægi þess að allur stuðningur bankans til fátækra ríkja vegna COVID-19 hafi að leiðarljósi að uppbygging samfélaga sé með sjálfbærum hætti sem felur meðal annars í sér að fjárfestingar og verkefni styðji við sjálfbæra þróun í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hafi ekki í för með sér neikvæð áhrif á loftslag og umhverfi. Alþjóðabankinn er meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum. Hlutverk bankans er að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. Bankinn starfar með stjórnvöldum hlutaðeigandi ríkja og veitir þeim aðstoð í formi lána, styrkja og ráðgjafar. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda eitt kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna sameiginlega að áherslum á ákveðnum málaefnasviðum. Á árunum 2019–2021 leiðir Ísland kjördæmisstarfið. Í tengslum við ársfundina eru fimm meginviðburðir opnir fyrir almenning og er hægt nálgast frekari upplýsingar um þá hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent
„Það verður ekki litið fram hjá mikilvægi einkageirans við að vernda störf og skapa ný þegar þjóðir vinna sig út úr faraldrinum, og Alþjóðabankinn hefur þar miklu hlutverki að gegna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sem tók þátt í ráðherrafundi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum í gær. Fundurinn var haldinn í tengslum við ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem fara fram í netheimum að þessu sinni. Carmen Reinhart, aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, var sérstakur gestur fundarins en meginviðfangsefni hans var COVID-19 heimsfaraldurinn og hlutverk Alþjóðabankans í grænni og bættri enduruppbyggingu. Fundarstjórn var í höndum Geirs H. Haarde, aðalfulltrúa ríkjanna átta í stjórn Alþjóðabankans, en Ísland leiðir nú kjördæmastarfið. Fundarstjórn var í höndum Geirs H. Haarde, aðalfulltrúa ríkjanna átta í stjórn Alþjóðabankans Guðlaugur Þór vék í innleggi sínu sérstaklega að sjálfbærri nýtingu endurnýjanlegra náttúruauðlinda sem mikilvægri undirstöðu fyrir grænan vöxt, og lagði í því samhengi áherslu á að í grænni og bættri endurbyggingu gegni Alþjóðabankinn lykilhlutverki í að tryggja að ávinningur stuðli að hagsæld og dragi úr fátækt. Þá kom hann einnig inn á mikilvægi endurnýjanlegrar orku í þessu samhengi, meðal annars að bankinn héldi áfram öflugum stuðningi við jarðhita- og vatnsaflsverkefni. Alþjóðabankinn hefur brugðist skjótt við í stuðningi vegna áhrifa COVID-19 og hefur frá því í mars veitt aðstoð til rúmlega 100 landa til að bregðast við faraldrinum. Ljóst er að þörf samstarfslanda bankans, einkum fátækustu landanna, fyrir áframhaldandi aðstoð er gríðarleg því hætt er við að áhrif faraldursins geti leitt til fjölgunar í hópi sárafátækra um allt að 100 milljónir einstaklinga og þannig þurrkað út framfarir síðustu ára í baráttunni gegn fátækt. Í síðustu viku kom út ný skýrsla bankans Reversal of Fortunes þar sem kynnt er nýtt mat bankans á áhrifum farsóttarinnar á fátækt og ójöfnuð á heimsvísu. Kjördæmið leggur áherslu á mikilvægi þess að allur stuðningur bankans til fátækra ríkja vegna COVID-19 hafi að leiðarljósi að uppbygging samfélaga sé með sjálfbærum hætti sem felur meðal annars í sér að fjárfestingar og verkefni styðji við sjálfbæra þróun í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hafi ekki í för með sér neikvæð áhrif á loftslag og umhverfi. Alþjóðabankinn er meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum. Hlutverk bankans er að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. Bankinn starfar með stjórnvöldum hlutaðeigandi ríkja og veitir þeim aðstoð í formi lána, styrkja og ráðgjafar. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda eitt kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna sameiginlega að áherslum á ákveðnum málaefnasviðum. Á árunum 2019–2021 leiðir Ísland kjördæmisstarfið. Í tengslum við ársfundina eru fimm meginviðburðir opnir fyrir almenning og er hægt nálgast frekari upplýsingar um þá hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent