Fréttir klukkan 18 og Belgíuleikurinn í opinni dagskrá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2020 11:39 Gummi Ben verður á þaki Laugardalsvallar og lýsir leiknum. Sérfræðingarnir verða uppi í vesturstúkunni sem er tóm vegna samkomubanns. Myndin er frá beinni útsendingu fyrir Danmerkurleikinn á sunnudaginn. Stöð 2 Sport Fréttatími Stöðvar 2 verður sendur út klukkan 18 í kvöld, eða hálftíma fyrr en venjulega, vegna landsleiks Íslands og Belgíu í knattspyrnu. Landsleikurinn hefst klukkan 18:45, verður í opinni dagskrá á Stöð 2. Útsending hefst 18:30 eða strax að loknum fréttum og íþróttum. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum. Vegleg upphitun verður fyrir leikinn á Stöð 2 Sport frá klukkan 17:45 þar sem Kjartan Atli Kjartansson fær til sín sérfræðinga fyrir leikinn. Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari karlaliðs KR, og Davíð Þór Viðarsson, fyrrverandi leikmaður FH, spá í spilin. Davíð Þór er bróðir Arnars Þórs Viðarssonar sem stýrir landsliðinu í kvöld en starfslið KSÍ er sem kunnugt er í sóttkví. Ríkharð Óskar Guðnason og Hjörvar Hafliðason verða á hlaupabrautinni fyrir og eftir leik. Hægt er að horfa á leikinn á heimasíðu Stöðvar 2. Smellið hér. Áskrifendur velja Stöð 2 Sport en aðrir geta horft á leikinn á Stöð 2 Sport kynning. Þá verður að sjálfsögðu ítarleg textalýsing frá leiknum á Vísi. Mikil forföll eru í íslenska liðinu því sex lykilmenn verða ekki til taks í kvöld af ýmsum ástæðum. Ísland á enn eftir að næla sér í stig í sjö leikjum í Þjóðadeildinni. Þeir hafa allir tapast og markatalan er 2-22. Ekkert lið hefur fengið á sig fleiri mörk. Hafa verður í huga að Ísland spilar í A-flokki. Belgar eru besta fótboltalandslið í heimi samkvæmt styrkleikalista FIFA. Þeir lögðu okkar menn að velli 6-1 í fyrri leiknum. Fjölmiðlar Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Fréttatími Stöðvar 2 verður sendur út klukkan 18 í kvöld, eða hálftíma fyrr en venjulega, vegna landsleiks Íslands og Belgíu í knattspyrnu. Landsleikurinn hefst klukkan 18:45, verður í opinni dagskrá á Stöð 2. Útsending hefst 18:30 eða strax að loknum fréttum og íþróttum. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum. Vegleg upphitun verður fyrir leikinn á Stöð 2 Sport frá klukkan 17:45 þar sem Kjartan Atli Kjartansson fær til sín sérfræðinga fyrir leikinn. Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari karlaliðs KR, og Davíð Þór Viðarsson, fyrrverandi leikmaður FH, spá í spilin. Davíð Þór er bróðir Arnars Þórs Viðarssonar sem stýrir landsliðinu í kvöld en starfslið KSÍ er sem kunnugt er í sóttkví. Ríkharð Óskar Guðnason og Hjörvar Hafliðason verða á hlaupabrautinni fyrir og eftir leik. Hægt er að horfa á leikinn á heimasíðu Stöðvar 2. Smellið hér. Áskrifendur velja Stöð 2 Sport en aðrir geta horft á leikinn á Stöð 2 Sport kynning. Þá verður að sjálfsögðu ítarleg textalýsing frá leiknum á Vísi. Mikil forföll eru í íslenska liðinu því sex lykilmenn verða ekki til taks í kvöld af ýmsum ástæðum. Ísland á enn eftir að næla sér í stig í sjö leikjum í Þjóðadeildinni. Þeir hafa allir tapast og markatalan er 2-22. Ekkert lið hefur fengið á sig fleiri mörk. Hafa verður í huga að Ísland spilar í A-flokki. Belgar eru besta fótboltalandslið í heimi samkvæmt styrkleikalista FIFA. Þeir lögðu okkar menn að velli 6-1 í fyrri leiknum.
Fjölmiðlar Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira