Borgarstjóri segir af sér í skugga óviðeigandi sambands og morðhótana Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 14:31 Ethan Berkowitz, borgarstjóri Anchorage, hann lætur af störfum í næstu viku. AP/Bill Roth Ethan Berkowitz, borgarstjóri Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér vegna undarlegrar flækju sem hefur undið upp á sig undanfarna daga. Borgarstjórinn tilkynnti að hann væri að segja af sér vegna „óviðeigandi skilaboðasambands“ við fréttakonu og eftir að hún birti alvarlegar ásakanir gegn honum og mynd af rassi hans. Hún hótaði sömuleiðis að myrða hann og eiginkonu hans. Maureen Athens, fréttakona og þulur hjá tveimur sjónvarpsstöðvum í Anchorage, birti á föstudaginn myndband á Facebook þar sem hún sakaði Berkowitz um að hafa deilt myndum af kynfærum sínum á síðu fyrir ólögráða stúlkur. Hét hún því að segja nánar frá ásökunum í fréttum dagsins. Berkowitz svaraði færslu hennarl í yfirlýsingu og sagði þessar ásakanir ósannar en Athens svaraði þeirri yfirlýsingu með því að birta mynd af berum afturenda borgarstjórans. Í fyrstu þráaðist borgarstjórinn, sem er giftur, við en hann viðurkenndi á mánudaginn að hafa átt í „óviðeigandi skilaboðasambandi“ við Athens. Berkowitz tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta í næstu viku. Hann þvertekur þó fyrir að hafa gert nokkuð ólöglegt. Athens hefur ekki getað fært sannanir fyrir þeim ásökunum og lögreglan í borginni og Alríkislögregla Bandaríkjanna segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að ásakanirnar séu sannar, samkvæmt frétt New York Times. Þá opinberaði borgarstjórinn upptöku af skilaboðum sem Athens sendi honum. Á þeirri hljóðupptöku níðir Athens gyðinga og segist ætla að opinbera Berkowitz sem barnaníðing. „Ég mun fá Emmyverðlaun, svo þú getur annað hvort gefið þig fram, drepið þig, eða gert það sem þú þarft að gera,“ sagði Athens á upptökunni. Því næst sagðist hún ætla að drepa bæði Berkowitz og eiginkonu hans. Athens var svo handtekin seinna á föstudaginn. Það var skömmu eftir að hún hafði birt myndbandið á Facebook og var hún handtekin fyrir að hafa ráðist á yfirmann sinn en samkvæmt Anchorage Daily News áttu þau í ástarsambandi. Hún var færð fyrir dómara á laugardaginn og greip hún þar ítrekað fram í fyrir dómaranum, sem ávítti hana margsinnis. Bill Fielder sem stýrir fyrirtækinu sem gerir út sjónvarpsstöðvarnar tvær og var með Athens í vinnu segir að enginn þar hafi vitað af því að hún ætlaði að birta þetta myndband. Hann segir það ekki tengjast sjónvarpsstöðvunum tveimur og hefur hún verið úr starfi. Bandaríkin Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira
Ethan Berkowitz, borgarstjóri Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér vegna undarlegrar flækju sem hefur undið upp á sig undanfarna daga. Borgarstjórinn tilkynnti að hann væri að segja af sér vegna „óviðeigandi skilaboðasambands“ við fréttakonu og eftir að hún birti alvarlegar ásakanir gegn honum og mynd af rassi hans. Hún hótaði sömuleiðis að myrða hann og eiginkonu hans. Maureen Athens, fréttakona og þulur hjá tveimur sjónvarpsstöðvum í Anchorage, birti á föstudaginn myndband á Facebook þar sem hún sakaði Berkowitz um að hafa deilt myndum af kynfærum sínum á síðu fyrir ólögráða stúlkur. Hét hún því að segja nánar frá ásökunum í fréttum dagsins. Berkowitz svaraði færslu hennarl í yfirlýsingu og sagði þessar ásakanir ósannar en Athens svaraði þeirri yfirlýsingu með því að birta mynd af berum afturenda borgarstjórans. Í fyrstu þráaðist borgarstjórinn, sem er giftur, við en hann viðurkenndi á mánudaginn að hafa átt í „óviðeigandi skilaboðasambandi“ við Athens. Berkowitz tilkynnti svo í gær að hann myndi hætta í næstu viku. Hann þvertekur þó fyrir að hafa gert nokkuð ólöglegt. Athens hefur ekki getað fært sannanir fyrir þeim ásökunum og lögreglan í borginni og Alríkislögregla Bandaríkjanna segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að ásakanirnar séu sannar, samkvæmt frétt New York Times. Þá opinberaði borgarstjórinn upptöku af skilaboðum sem Athens sendi honum. Á þeirri hljóðupptöku níðir Athens gyðinga og segist ætla að opinbera Berkowitz sem barnaníðing. „Ég mun fá Emmyverðlaun, svo þú getur annað hvort gefið þig fram, drepið þig, eða gert það sem þú þarft að gera,“ sagði Athens á upptökunni. Því næst sagðist hún ætla að drepa bæði Berkowitz og eiginkonu hans. Athens var svo handtekin seinna á föstudaginn. Það var skömmu eftir að hún hafði birt myndbandið á Facebook og var hún handtekin fyrir að hafa ráðist á yfirmann sinn en samkvæmt Anchorage Daily News áttu þau í ástarsambandi. Hún var færð fyrir dómara á laugardaginn og greip hún þar ítrekað fram í fyrir dómaranum, sem ávítti hana margsinnis. Bill Fielder sem stýrir fyrirtækinu sem gerir út sjónvarpsstöðvarnar tvær og var með Athens í vinnu segir að enginn þar hafi vitað af því að hún ætlaði að birta þetta myndband. Hann segir það ekki tengjast sjónvarpsstöðvunum tveimur og hefur hún verið úr starfi.
Bandaríkin Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira