Katrín Tanja heimspekileg nokkrum dögum fyrir heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 08:32 Það styttist í það að Katrín Tanja Davíðsdóttir mæti til Kaliforníu til að keppa á heimsleikunum. Twitter/@CrossFitGames Katrín Tanja Davíðsdóttir verður eini fulltrúi Evrópu í ofurúrslitum heimsleikanna í næstu viku en nú eru aðeins átta dagar í fyrstu grein og enn styttra í að Katrín Tanja mæti á keppnissvæðið í norðurhluta Kaliforníu. Katrín Tanja skrifaði stöðufærslu á Instagram síðu sína þar sem hún sagði frá áherslum sínum þessa mikilvægu daga fram að keppninni á heimsleikunum. Það er óhætt að segja að íslenska CrossFit drottningin sé frekar heimspekileg í færslunni sinni. „Nokkur atriði sem ég verið virkilega að einbeita mér að undanförnu: Viðurvist. Meðvitund. Tilvera,“ skrifaði Katrín Tanja á ensku og notaði orðin: „Presence. Consciousness. Being.“ „Ég var að klára að lesa bókina „A new earth“ eftir Eckhart Tolle og mæli með henni fyrir þann sem er að leita sér að einhverju að lesa. Það stærsta sem ég tek úr þessari bók var núverandi móment og hvað maður gerir það með það,“ skrifaði Katrín Tanja og hélt áfram. „Við festumst oft í fortíðinni sem er liðin eða látum hugsanir um framtíðina gagntaka okkur: Hvað ef þetta gerist eða hvað gerum við þegar þetta er búið. Staðreyndin er sú að þegar það gerist þá verður það líka núið okkar. Allt okkar líf er núið og líf okkar er bara samansafn þess sem er að gerast núna,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Some things I have really been focusing on recently: Presence. Consciousness. Being. - I just finished reading A new earth by Eckhart Tolle (for anyone looking for a good read, I highly recommend!). My biggest take away from that book was the present moment & what we do with it. We can get so caught up the past, which has gone. Or consumed by the future, what if this or that or when this, then that .. but the reality is that when that time comes, that too will be RIGHT NOW. All we ever have is the now & our lives are really just a big collection of moments that happened in the now. - Focusing on making sure that I don t miss these moments & let them go by unnoticed Feeling my feet on ground, the breath going down my throat, listening to the trees, looking at the starlit sky or engaging in a conversation (like really engaging & taking interest) are all things that take me back into the present moment. - Right now I am taking a moment to be GRATEFUL for THIS very moment & the people I am so incredibly lucky to have in my life It gives me a true sense of JOY. xxx - Photo: @helgiomarsson A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Oct 14, 2020 at 5:44am PDT „Ég er að einbeita mér að því að missa ekki af þessum mómentum í núinu og leyfa þeim ekki að fara framhjá mér án þess að ég taki eftir þeim. Ég hugsa um að hafa báðar fætur á jörðinni og anda í gegnum muninn og niður kokið. Ég hlusta á trén, horfði á stjörnurnar á himnum og tek þátt í góðum samræðum með því að taka alvöru þátt í þeim. Allt eru það hlutir sem hjálpa mér að upplifa þessa stund sem er núna,“ skrifaði Katrín Tanja „Ég ætla líka að nota tækifærið til að vera þakklát fyrir þessa stund og fyrir fólkið sem ég er svo heppin að hafa í mínu lífi. Það gefur mér alvöru hamingjutilfinningu, “ skrifaði Katrín Tanja. Margir litu svo á að um endurkomu hafi verið að ræða þegar Katrín Tanja tryggði sér á dögunum sæti meðal þeirra fimm CrossFit kvenna sem fá að keppa um heimsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir hafa ekki verið sannfærandi í keppnum sínum framan af árinu þá hefur Katrín Tanja núna haldið sér í hópi fimm bestu í heimi á sex heimsleikum í röð sem er magnaður árangur. Nú er bara að vona að ofurúrslitin bjóði upp á greinar sem henti okkar konu vel en fyrsta greinin í lokaúrslitum heimsleikanna fer fram á föstudaginn eftir rúma viku. Það lítur út fyrir að konurnar keppi í tíu greinum á þremur dögum og sunnudaginn 25. október kemur það síðan í ljós hver er þeirra fimm verður heimsmeistari í CrossFit árið 2020. Katrín Tanja varð heimsmeistari bæði 2015 og 2016 en Ástralinn Tia-Clair Toomey hefur unnið undanfarin þrjú ár. CrossFit Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir verður eini fulltrúi Evrópu í ofurúrslitum heimsleikanna í næstu viku en nú eru aðeins átta dagar í fyrstu grein og enn styttra í að Katrín Tanja mæti á keppnissvæðið í norðurhluta Kaliforníu. Katrín Tanja skrifaði stöðufærslu á Instagram síðu sína þar sem hún sagði frá áherslum sínum þessa mikilvægu daga fram að keppninni á heimsleikunum. Það er óhætt að segja að íslenska CrossFit drottningin sé frekar heimspekileg í færslunni sinni. „Nokkur atriði sem ég verið virkilega að einbeita mér að undanförnu: Viðurvist. Meðvitund. Tilvera,“ skrifaði Katrín Tanja á ensku og notaði orðin: „Presence. Consciousness. Being.“ „Ég var að klára að lesa bókina „A new earth“ eftir Eckhart Tolle og mæli með henni fyrir þann sem er að leita sér að einhverju að lesa. Það stærsta sem ég tek úr þessari bók var núverandi móment og hvað maður gerir það með það,“ skrifaði Katrín Tanja og hélt áfram. „Við festumst oft í fortíðinni sem er liðin eða látum hugsanir um framtíðina gagntaka okkur: Hvað ef þetta gerist eða hvað gerum við þegar þetta er búið. Staðreyndin er sú að þegar það gerist þá verður það líka núið okkar. Allt okkar líf er núið og líf okkar er bara samansafn þess sem er að gerast núna,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Some things I have really been focusing on recently: Presence. Consciousness. Being. - I just finished reading A new earth by Eckhart Tolle (for anyone looking for a good read, I highly recommend!). My biggest take away from that book was the present moment & what we do with it. We can get so caught up the past, which has gone. Or consumed by the future, what if this or that or when this, then that .. but the reality is that when that time comes, that too will be RIGHT NOW. All we ever have is the now & our lives are really just a big collection of moments that happened in the now. - Focusing on making sure that I don t miss these moments & let them go by unnoticed Feeling my feet on ground, the breath going down my throat, listening to the trees, looking at the starlit sky or engaging in a conversation (like really engaging & taking interest) are all things that take me back into the present moment. - Right now I am taking a moment to be GRATEFUL for THIS very moment & the people I am so incredibly lucky to have in my life It gives me a true sense of JOY. xxx - Photo: @helgiomarsson A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Oct 14, 2020 at 5:44am PDT „Ég er að einbeita mér að því að missa ekki af þessum mómentum í núinu og leyfa þeim ekki að fara framhjá mér án þess að ég taki eftir þeim. Ég hugsa um að hafa báðar fætur á jörðinni og anda í gegnum muninn og niður kokið. Ég hlusta á trén, horfði á stjörnurnar á himnum og tek þátt í góðum samræðum með því að taka alvöru þátt í þeim. Allt eru það hlutir sem hjálpa mér að upplifa þessa stund sem er núna,“ skrifaði Katrín Tanja „Ég ætla líka að nota tækifærið til að vera þakklát fyrir þessa stund og fyrir fólkið sem ég er svo heppin að hafa í mínu lífi. Það gefur mér alvöru hamingjutilfinningu, “ skrifaði Katrín Tanja. Margir litu svo á að um endurkomu hafi verið að ræða þegar Katrín Tanja tryggði sér á dögunum sæti meðal þeirra fimm CrossFit kvenna sem fá að keppa um heimsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir hafa ekki verið sannfærandi í keppnum sínum framan af árinu þá hefur Katrín Tanja núna haldið sér í hópi fimm bestu í heimi á sex heimsleikum í röð sem er magnaður árangur. Nú er bara að vona að ofurúrslitin bjóði upp á greinar sem henti okkar konu vel en fyrsta greinin í lokaúrslitum heimsleikanna fer fram á föstudaginn eftir rúma viku. Það lítur út fyrir að konurnar keppi í tíu greinum á þremur dögum og sunnudaginn 25. október kemur það síðan í ljós hver er þeirra fimm verður heimsmeistari í CrossFit árið 2020. Katrín Tanja varð heimsmeistari bæði 2015 og 2016 en Ástralinn Tia-Clair Toomey hefur unnið undanfarin þrjú ár.
CrossFit Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Sjá meira