Össur sveittur við símann eftir að Pétur á Sögu gaf upp símanúmer hans Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2020 12:23 Össur segist ekki vita hvort meistari Pétur gaf upp símanúmer hans af hrekkvísi eða elliglöpum en hallast að hinu síðara. visir/vilhelm/getty Össur Skarphéðinsson fyrrverandi alþingismaður veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta og greinir frá hremmingum sínum í stuttum pistli á Facebooksíðu sinni. En svo er mál með vexti að Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu gaf upp símanúmer Össurar í tengslum við undirskriftasöfnun til stuðnings hinni umdeildu nýju stjórnarskrá. Vilji menn rita þar nafn sitt sé ein leið sú að hringja í téð símanúmer og sá sem þar yrði fyrir svörum sæi til þess að þar yrði sett amen eftir efninu. „Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun símanúmer mitt sem tengil við söfnun undirskrifta,“ segir Össur sem kann vel þá kúnst að gera grín að sjálfum sér, sem öðrum. Pétur átti sæti í stjórnlagaráði sem var skipað til að gera tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands 2011. Margir úr þeim hópi, sem og aðrir, hafa að undanförnu barist hart fyrir því að undanförnu að sú vinna fari ekki í vaskinn. Allir raftar á flot dregnir, hvort sem þeir eru kallaðir eða ekki. „Ég er allsendis ótengdur hópnum kringum stjórnarskrána en styð hann heils hugar. Nú sit ég önnum kafinn við að taka niður nöfn fólks sem hringir jafnvel utan út heimi og vill nýja stjórnarskrá. Ekki veit ég hvort meistari Pétur gerði þetta af hrekkvísi eða elliglöpum en hallast að hinu síðara…“ Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun...Posted by Össur Skarphéðinsson on Fimmtudagur, 15. október 2020 Stjórnarskrá Stjórnsýsla Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26 „Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra“ Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá samkvæmt nýrri könnun og stuðningur ungmenna við málið hefur nærri tvöfaldast. Stjórnmálafræðingur segir átök fyrirséð. Hópur stuðningsmanna kom saman í dag og málaði ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu. 13. október 2020 22:48 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Össur Skarphéðinsson fyrrverandi alþingismaður veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta og greinir frá hremmingum sínum í stuttum pistli á Facebooksíðu sinni. En svo er mál með vexti að Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu gaf upp símanúmer Össurar í tengslum við undirskriftasöfnun til stuðnings hinni umdeildu nýju stjórnarskrá. Vilji menn rita þar nafn sitt sé ein leið sú að hringja í téð símanúmer og sá sem þar yrði fyrir svörum sæi til þess að þar yrði sett amen eftir efninu. „Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun símanúmer mitt sem tengil við söfnun undirskrifta,“ segir Össur sem kann vel þá kúnst að gera grín að sjálfum sér, sem öðrum. Pétur átti sæti í stjórnlagaráði sem var skipað til að gera tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands 2011. Margir úr þeim hópi, sem og aðrir, hafa að undanförnu barist hart fyrir því að undanförnu að sú vinna fari ekki í vaskinn. Allir raftar á flot dregnir, hvort sem þeir eru kallaðir eða ekki. „Ég er allsendis ótengdur hópnum kringum stjórnarskrána en styð hann heils hugar. Nú sit ég önnum kafinn við að taka niður nöfn fólks sem hringir jafnvel utan út heimi og vill nýja stjórnarskrá. Ekki veit ég hvort meistari Pétur gerði þetta af hrekkvísi eða elliglöpum en hallast að hinu síðara…“ Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun...Posted by Össur Skarphéðinsson on Fimmtudagur, 15. október 2020
Stjórnarskrá Stjórnsýsla Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26 „Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra“ Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá samkvæmt nýrri könnun og stuðningur ungmenna við málið hefur nærri tvöfaldast. Stjórnmálafræðingur segir átök fyrirséð. Hópur stuðningsmanna kom saman í dag og málaði ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu. 13. október 2020 22:48 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31
Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26
„Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra“ Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá samkvæmt nýrri könnun og stuðningur ungmenna við málið hefur nærri tvöfaldast. Stjórnmálafræðingur segir átök fyrirséð. Hópur stuðningsmanna kom saman í dag og málaði ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu. 13. október 2020 22:48