Sara Björk Gunnarsdóttir er í leikmannahópi Lyon sem mætir Guingamp í frönsku úrvalsdeildinni á morgun.
Le groupe lyonnais pour la réception de l'@EAGuingamp ! #OLEAG pic.twitter.com/R8dJrfFnZE
— OL Féminin (@OLfeminin) October 15, 2020
Hún hefur misst af síðustu þremur leikjum Lyon vegna meiðsla í hásin. Síðasti leikur Söru var með íslenska landsliðinu gegn því sænska á Laugardalsvelli í undankeppni EM 22. september. Leikar fóru 1-1.
Seinni leikur Íslands og Svíþjóðar fer fram í Gautaborg 27. október en það er úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins og sæti á EM á Englandi.
Leikurinn gegn Guingamp er síðasti leikur Lyon fyrir landsleikjahléið og Sara gæti því náð einum leik áður en að leiknum mikilvæga gegn Svíum kemur. Sara getur bætt leikjamet Katrínar Jónsdóttur með íslenska landsliðinu í leiknum í Gautaborg.
Lyon er með fullt hús stiga (15) á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir. Liðið er tveimur stigum á undan Paris Saint-Germain. Lyon hefur orðið franskur meistari fjórtán sinnum í röð.