Niðurstöður úttektar á Tryggingastofnun öllum áfall Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 21:03 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Vísir Úrbóta er þörf til að byggja upp traust á Tryggingastofnun ríkisins eftir niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar. Formaður Landssambands eldri borgara segir niðurstöðurnar áfall fyrir alla en athugasemdir sem gerðar voru við störf stofnunarinnar séu í anda gagnrýni sambandsins. Í ljós koma að 90% lífeyrisþega fengu rangt greitt frá Tryggingastofnun á árunum 2016 til 2019 í úttekt Ríkisendurskoðunar sem greint var frá í gær. Bent var á að bæta þyrfti málsmeðferð við ákvarðanatöku, efla upplýsingagjöf og gæta þess að hærra hlutfall viðskiptavina fái réttar greiðslur. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara (LEB), segir niðurstöður Ríkisendurskoðunar vekja sterk viðbrögð í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. „Stofnun sem hefur verið talin vinna vel og vilja gera sem allra best fyrir þá sem þangað leita. Því er þessi úttekt áfall fyrir allra aðila málsins,“ segir þar. Athugasemdir við að núgildandi lög um lífeyri séu ógagnsæ og erfitt sé að vinna eftir þeim segir Þórunn að séu í anda þess sem LEB hafi bent á. Lögin sem voru sett árið 2017 hafi átt að einfalda kerfið en þau hafi þvert á móti verið til vandræða. „Lögin kveða á um að endurreikna þurfi greiðslur til fólks ef tekjuáætlanir þess eru ekki í fullkomnu samræmi við rauntekjur ársins. Að það þurfi að endurreikna um 90% af árstekjum þeirra sem fá greiðslur frá TR er grafalvarlegt mál og býður heim hættu á mistökum,“ segir Þórunn í yfirlýsingunni. Þá segir hún að kanna þurfi hvers vegna margir láti hjá líða að tilkynna stofnuninni um breyttar tekjur. Gagnrýnir hún að starf umboðsmanns lífeyrisþega sé enn ekki orðið að veruleika þrátt fyrir að TR hafi fengið fjárveitingu til þess undanfarin fjögur ár. „Nú þarf að bregðast hratt við og vinna að úrbótum svo að TR hljóti aftur fullt traust þeirra sem þangað sækja sína framfærslu,“ segir Þórunn. Tryggingar Stjórnsýsla Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir ráðherra skorta áhuga á málaflokknum Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. 14. október 2020 18:48 90 prósent lífeyrisþega fengu rangar greiðslur Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). 14. október 2020 16:53 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Úrbóta er þörf til að byggja upp traust á Tryggingastofnun ríkisins eftir niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar. Formaður Landssambands eldri borgara segir niðurstöðurnar áfall fyrir alla en athugasemdir sem gerðar voru við störf stofnunarinnar séu í anda gagnrýni sambandsins. Í ljós koma að 90% lífeyrisþega fengu rangt greitt frá Tryggingastofnun á árunum 2016 til 2019 í úttekt Ríkisendurskoðunar sem greint var frá í gær. Bent var á að bæta þyrfti málsmeðferð við ákvarðanatöku, efla upplýsingagjöf og gæta þess að hærra hlutfall viðskiptavina fái réttar greiðslur. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara (LEB), segir niðurstöður Ríkisendurskoðunar vekja sterk viðbrögð í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. „Stofnun sem hefur verið talin vinna vel og vilja gera sem allra best fyrir þá sem þangað leita. Því er þessi úttekt áfall fyrir allra aðila málsins,“ segir þar. Athugasemdir við að núgildandi lög um lífeyri séu ógagnsæ og erfitt sé að vinna eftir þeim segir Þórunn að séu í anda þess sem LEB hafi bent á. Lögin sem voru sett árið 2017 hafi átt að einfalda kerfið en þau hafi þvert á móti verið til vandræða. „Lögin kveða á um að endurreikna þurfi greiðslur til fólks ef tekjuáætlanir þess eru ekki í fullkomnu samræmi við rauntekjur ársins. Að það þurfi að endurreikna um 90% af árstekjum þeirra sem fá greiðslur frá TR er grafalvarlegt mál og býður heim hættu á mistökum,“ segir Þórunn í yfirlýsingunni. Þá segir hún að kanna þurfi hvers vegna margir láti hjá líða að tilkynna stofnuninni um breyttar tekjur. Gagnrýnir hún að starf umboðsmanns lífeyrisþega sé enn ekki orðið að veruleika þrátt fyrir að TR hafi fengið fjárveitingu til þess undanfarin fjögur ár. „Nú þarf að bregðast hratt við og vinna að úrbótum svo að TR hljóti aftur fullt traust þeirra sem þangað sækja sína framfærslu,“ segir Þórunn.
Tryggingar Stjórnsýsla Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir ráðherra skorta áhuga á málaflokknum Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. 14. október 2020 18:48 90 prósent lífeyrisþega fengu rangar greiðslur Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). 14. október 2020 16:53 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Segir ráðherra skorta áhuga á málaflokknum Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. 14. október 2020 18:48
90 prósent lífeyrisþega fengu rangar greiðslur Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). 14. október 2020 16:53