Trump sagður reyna að hindra aðgang annarra þjóða að bóluefni Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2020 20:50 Donald Trump fundaði á dögunum með manni sem nú hefur greinst með kórónuveiru. Getty/Tasos Katopodis Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vísar í þýska dagblaðið Die Welt. Þar segir að þýsk stjórnvöld berjist nú gegn yfirtöku Bandaríkjamanna á fyrirtækinu sem beri nafnið CureVac. Þýska blaðið hefur eftir heimildarmanni sínum að Trump vilji nú leggja allt í sölurnar til þess að tryggja bandarískum stjórnvöldum aðgang að bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Ef marka má heimildarmann Die Welt vill Trump að bóluefnið verði einungis notað heima fyrir og hyggst hann ekki veita öðrum ríkjum aðgang að því. Þýsk stjórnvöld eru sögð hafa brugðist við fregnunum með því að bjóða fyrirtækinu ónefndan fjárhagslegan hvata og reyna með því að koma í veg fyrir að það færi rannsóknar- og þróunarvinnu sína til Bandaríkjanna. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði að yfirtaka Bandaríkjastjórnar á CureVac komi ekki til greina. Fyrirtækið myndi einungis þróa bóluefni fyrir alla heimbyggðina en ekki einstaka ríki. Í yfirlýsingu frá talsmanni ráðuneytisins kemur fram að stjórnvöld í Þýskalandi hafi mikinn áhuga á þeim bóluefnum sem séu nú í þróun í Þýskalandi og Evrópu. Þau hafi í ljósi þessa verið í öflugum samskiptum við fyrirtækið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ringulreið á bandarískum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15 Trump bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur gefið sýni sem nú er rannsakað með tilliti til þess hvort forsetinn hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 17:25 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vísar í þýska dagblaðið Die Welt. Þar segir að þýsk stjórnvöld berjist nú gegn yfirtöku Bandaríkjamanna á fyrirtækinu sem beri nafnið CureVac. Þýska blaðið hefur eftir heimildarmanni sínum að Trump vilji nú leggja allt í sölurnar til þess að tryggja bandarískum stjórnvöldum aðgang að bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Ef marka má heimildarmann Die Welt vill Trump að bóluefnið verði einungis notað heima fyrir og hyggst hann ekki veita öðrum ríkjum aðgang að því. Þýsk stjórnvöld eru sögð hafa brugðist við fregnunum með því að bjóða fyrirtækinu ónefndan fjárhagslegan hvata og reyna með því að koma í veg fyrir að það færi rannsóknar- og þróunarvinnu sína til Bandaríkjanna. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði að yfirtaka Bandaríkjastjórnar á CureVac komi ekki til greina. Fyrirtækið myndi einungis þróa bóluefni fyrir alla heimbyggðina en ekki einstaka ríki. Í yfirlýsingu frá talsmanni ráðuneytisins kemur fram að stjórnvöld í Þýskalandi hafi mikinn áhuga á þeim bóluefnum sem séu nú í þróun í Þýskalandi og Evrópu. Þau hafi í ljósi þessa verið í öflugum samskiptum við fyrirtækið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ringulreið á bandarískum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15 Trump bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur gefið sýni sem nú er rannsakað með tilliti til þess hvort forsetinn hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 17:25 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Ringulreið á bandarískum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01
Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15
Trump bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur gefið sýni sem nú er rannsakað með tilliti til þess hvort forsetinn hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 17:25