Kona á níræðisaldri lést eftir að hafa smitast í tvígang Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 12:25 Greining á veirunni sýndi að um mismunandi afbrigði var að ræða í seinna skiptið. Getty/Carlos Mir 89 ára gömul kona í Hollandi er látin af völdum kórónuveirunnar. Konan hafði áður smitast af veirunni fyrr á árinu en reyndist aftur smituð þegar hún veiktist snemma í krabbameinslyfjameðferð. Ekki er vitað til þess að manneskja hafi áður látist eftir að hafa greinst í annað sinn með veiruna. Á vef CNN er greint frá því að konan hafi verið að berjast við sjaldgæft krabbamein í beinmerg sem kallast Waldenström's macroglobulinemia. Meðferðin við krabbameininu olli skemmdum á frumum líkamans og var því ónæmiskerfi hennar í verra ástandi en ella. Rannsókn sem gerð var við læknadeild Maastricht-háskóla sýnir fram á að náttúrulegt ónæmissvar hennar hefði þó getað dugað til til þess að berjast gegn veirunni. Meðferðin við krabbameininu hefði ekki endilega átt að leiða til „lífshættulegs sjúkdóms“. Nánast útilokað að um sömu sýkingu hafi verið að ræða Líkt og áður sagði hafði konan greinst fyrr á árinu eftir að hafa fengið mikinn hita og vondan hósta. Hún var útskrifuð fimm dögum síðar en tveimur dögum eftir að hún hóf krabbameinslyfjameðferð, 59 dögum eftir að hún greindist upphaflega með veiruna, reyndist hún aftur smituð af veirunni með tilheyrandi einkennum. Engin mótefni mældist í blóði hennar á fimmta og sjötta degi og versnaði ástand hennar til muna á þeim áttunda. Hún lést svo tveimur vikum síðar. Konan fór þó ekki í sýnatöku eftir útskriftí fyrra skiptið og lá því neikvæð niðurstaða aldrei fyrir eftir að hún greindist upphaflega. Við greiningu á sýkingunum kom þó í ljós að um mismunandi afbrigði af veirunni var að ræða og því ólíklegt að hún hafi verið veik allan þann tíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Greindist tvisvar með Covid-19 Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær. 13. október 2020 06:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Sjá meira
89 ára gömul kona í Hollandi er látin af völdum kórónuveirunnar. Konan hafði áður smitast af veirunni fyrr á árinu en reyndist aftur smituð þegar hún veiktist snemma í krabbameinslyfjameðferð. Ekki er vitað til þess að manneskja hafi áður látist eftir að hafa greinst í annað sinn með veiruna. Á vef CNN er greint frá því að konan hafi verið að berjast við sjaldgæft krabbamein í beinmerg sem kallast Waldenström's macroglobulinemia. Meðferðin við krabbameininu olli skemmdum á frumum líkamans og var því ónæmiskerfi hennar í verra ástandi en ella. Rannsókn sem gerð var við læknadeild Maastricht-háskóla sýnir fram á að náttúrulegt ónæmissvar hennar hefði þó getað dugað til til þess að berjast gegn veirunni. Meðferðin við krabbameininu hefði ekki endilega átt að leiða til „lífshættulegs sjúkdóms“. Nánast útilokað að um sömu sýkingu hafi verið að ræða Líkt og áður sagði hafði konan greinst fyrr á árinu eftir að hafa fengið mikinn hita og vondan hósta. Hún var útskrifuð fimm dögum síðar en tveimur dögum eftir að hún hóf krabbameinslyfjameðferð, 59 dögum eftir að hún greindist upphaflega með veiruna, reyndist hún aftur smituð af veirunni með tilheyrandi einkennum. Engin mótefni mældist í blóði hennar á fimmta og sjötta degi og versnaði ástand hennar til muna á þeim áttunda. Hún lést svo tveimur vikum síðar. Konan fór þó ekki í sýnatöku eftir útskriftí fyrra skiptið og lá því neikvæð niðurstaða aldrei fyrir eftir að hún greindist upphaflega. Við greiningu á sýkingunum kom þó í ljós að um mismunandi afbrigði af veirunni var að ræða og því ólíklegt að hún hafi verið veik allan þann tíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Greindist tvisvar með Covid-19 Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær. 13. október 2020 06:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Sjá meira
Greindist tvisvar með Covid-19 Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær. 13. október 2020 06:46