Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó: „Hvet fólk til að tilkynna þau“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. október 2020 22:39 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó segir Strætó fordæma skilaboðin. VÍSIR „Okkur finnst þetta ljót skilaboð sem vekja óhug,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó um límmiða sem límd hafa verið á biðskýli Strætó. Á límmiðana eru rituð rasísk skilaboð og hefur borið meira á slíkum skilaboðum nú en áður að sögn Guðmundar. Vá hvað þetta er sjúkt og ógeðslegt pic.twitter.com/GaGuZzD2Mb— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 18, 2020 „Við fordæmum svona skilaboð með öllu og viljum gera okkar besta til að fjarlægja þau um leið og við komum auga á slíkt,“ sagði Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó. Fjarlægði límmiðana sjálfur Guðmundur segist hafa séð ábendingu um límmiðana á Twitter í dag. Hann var þó í vandræðum með að staðsetja umrætt skýli. „Svo skoðaði ég myndina betur og sá þá byggingu sem ég kannast við. Þegar ég áttaði mig á því að þetta skýli væri á biðstöðinni að Gullinbrú, nálægt heimili mínu þá rölti ég þangað og skóf límmiðana af með lyklunum,“ sagði Guðmundur Heiðar. Svipuð skilaboð birtust á biðskýli Strætó fyrir helgi. Fannst í strætóskýli. Getum við hjálpast að við að spotta þennan viðbjóð og henda honum í ruslið þar sem hann á heima? @straetobs pic.twitter.com/mpSb0Yj3X4— Gunnhildur H. Carr (@gunncarr) October 13, 2020 Hann segir þetta ekki í fyrsta sinn sem Strætó hefur þurft að glíma við svipaðan áróður. „Skilaboðin eru yfirleitt rasísk og fordómafull sem við fordæmum með öllu. Hjá okkur er starfsmaður sem sinnir biðstöðvartöflum og hann fjarlægir skilaboð á borð við þessi þegar ábendingar berast,“ sagði Guðmundur Heiðar. Hvetur fólk til að tilkynna fordómafull skilaboð „Ég veit ekki hvort þessi skilaboð eru á fleiri stöðum en ég hvet fólk til að kroppa þetta af. Þó þarf að gæta varúðar þar sem dæmi eru um það erlendis að búið sé að líma eitthvað beitt undir límmiðana. Því hvet ég fólk til að hafa varann á en fylgjast með umhverfinu og tilkynna slíkt til Strætó,“ sagði Guðmundur Heiðar. Strætó Kynþáttafordómar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Okkur finnst þetta ljót skilaboð sem vekja óhug,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó um límmiða sem límd hafa verið á biðskýli Strætó. Á límmiðana eru rituð rasísk skilaboð og hefur borið meira á slíkum skilaboðum nú en áður að sögn Guðmundar. Vá hvað þetta er sjúkt og ógeðslegt pic.twitter.com/GaGuZzD2Mb— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 18, 2020 „Við fordæmum svona skilaboð með öllu og viljum gera okkar besta til að fjarlægja þau um leið og við komum auga á slíkt,“ sagði Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó. Fjarlægði límmiðana sjálfur Guðmundur segist hafa séð ábendingu um límmiðana á Twitter í dag. Hann var þó í vandræðum með að staðsetja umrætt skýli. „Svo skoðaði ég myndina betur og sá þá byggingu sem ég kannast við. Þegar ég áttaði mig á því að þetta skýli væri á biðstöðinni að Gullinbrú, nálægt heimili mínu þá rölti ég þangað og skóf límmiðana af með lyklunum,“ sagði Guðmundur Heiðar. Svipuð skilaboð birtust á biðskýli Strætó fyrir helgi. Fannst í strætóskýli. Getum við hjálpast að við að spotta þennan viðbjóð og henda honum í ruslið þar sem hann á heima? @straetobs pic.twitter.com/mpSb0Yj3X4— Gunnhildur H. Carr (@gunncarr) October 13, 2020 Hann segir þetta ekki í fyrsta sinn sem Strætó hefur þurft að glíma við svipaðan áróður. „Skilaboðin eru yfirleitt rasísk og fordómafull sem við fordæmum með öllu. Hjá okkur er starfsmaður sem sinnir biðstöðvartöflum og hann fjarlægir skilaboð á borð við þessi þegar ábendingar berast,“ sagði Guðmundur Heiðar. Hvetur fólk til að tilkynna fordómafull skilaboð „Ég veit ekki hvort þessi skilaboð eru á fleiri stöðum en ég hvet fólk til að kroppa þetta af. Þó þarf að gæta varúðar þar sem dæmi eru um það erlendis að búið sé að líma eitthvað beitt undir límmiðana. Því hvet ég fólk til að hafa varann á en fylgjast með umhverfinu og tilkynna slíkt til Strætó,“ sagði Guðmundur Heiðar.
Strætó Kynþáttafordómar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira