Það dregur úr norðaustanáttinni með morgninum og eftir hádegi verður vindur víða á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.
Það verður bjart að mestu á Vesturlandi en dálítil él norðan- og austanlands og skúrir með suðurströndinni.
Hiti á bilinu eitt til sjö stig en í kvöld lægir og frystir allvíða. Þar sem enn verður blautt eru því líkur á hálku.
„Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum á morgun, en það verða stöku skúrir eða él vestantil á landinu og með norðurströndinni. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en frystir aftur víða annað kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Veðurhorfur á landinu:
Minnkandi norðaustanátt, 5-10 m/s eftir hádegi. Bjart að mestu á Vesturlandi, en dálítil él norðan- og austanlands og skúrir sunnantil. Hiti 1 til 7 stig, en lægir í kvöld og frystir allvíða.
Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum á morgun, en stöku skúrir eða él vestantil og með norðurströndinni. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn.
Á þriðjudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en stöku skúrir eða él vestanlands og með norðurströndinni. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn.
Á miðvikudag:
Suðlæg átt 5-10 og dálítil rigning eða slydda á Suður- og Vesturlandi, hiti 1 til 6 stig. Hægari og léttskýjað norðaustan- og austanlands með hita kringum frostmark.
Á fimmtudag og föstudag:
Ákveðin suðaustan- og austanátt og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast sunnantil.
Á laugardag (fyrsti vetrardagur):
Hvöss austanátt og rigning, og talsverð úrkoma um landið austanvert. Hiti 3 til 8 stig.