Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 15:30 Karlalandslið Íslands er í baráttu um að komast áfram í næstu umferð forkeppni HM. VÍSIR/BÁRA Ljóst er að landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi, vegna skorts á æfingum og leikjum hjá því landsliðsfólki sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu, þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. Kvennalandslið Íslands heldur til Heraklion á Krít 7. nóvember og karlalandsliðið fer til Bratislava í Slóvakíu tveimur vikum síðar. Liðin leika tvo leiki hvort í sérstökum „búblum“ sem alþjóða körfuknattleikssambandið FIBA, hefur samið sóttvarnareglur fyrir. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir sambandið hafa látið FIBA vita af æfingabanninu sem verið hefur á höfuðborgasvæðinu á Íslandi frá 8. október, og freistað þess að fá leikjunum frestað en án árangurs. Eina landið sem vildi ekki spila í nóvember „Við erum búin að ræða þetta mjög mikið við FIBA, til viðbótar við alla hina fundina sem við höfum verið á undanfarið. FIBA virðist bara ætla að halda því til streitu að vera með þessa „glugga“. Við virðumst vera eina landið sem vill helst ekki spila í nóvember – eyland þar eins og á landakortinu,“ segir Hannes. Guðbjörg Sverrisdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu eiga að mæta Búlgaríu að nýju í Grikklandi í nóvember.VÍSIR/BÁRA „Við viljum helst einbeita okkur að því að mótahaldið í hverju landi sé sem eðlilegast, en virðumst ein um það. Þessar „búblur“ kosta okkur líka mikið,“ segir Hannes. Dýrara sé þó að neita að mæta til leiks, eins og einhverjir hafa velt fyrir sér hvort réttast væri að gera: „Ef að við myndum hætta við – neita að spila í nóvember – þá yrði okkur bara hent í neðsta styrkleikaflokk alls staðar, fengjum ekki að vera með aftur fyrr en eftir tvö ár og þyrftum að borga fullt af milljónum í sekt.“ Vilja undanþágu fyrir landsliðsfólk til æfinga Á morgun mega lið á höfuðborgarsvæðinu byrja að æfa að nýju en með ströngum skilyrðum. Til að mynda mega leikmenn ekki kasta bolta á milli sín. Þær reglur gilda til 3. nóvember. Keppni í Dominos-deildunum gæti svo hafist um miðjan nóvember. Það er því ljóst að margir leikmenn kvennalandsliðsins, sem eiga að fara til Krítar 7. nóvember, verða ekki í leikformi eða sínu besta æfingaformi þegar þær halda utan. Hannes segir að sótt verði um undanþágu fyrir landsliðsfólk til að æfa: „Það er næsta skref hjá okkur núna. Við höfum verið að bíða eftir því að vita hvaða reglur tækju gildi á morgun. Því miður hefur vantað mikið upp á allt samráð eins og ég hef verið að „tuða“ yfir. Við verðum að geta vitað hlutina fyrr en á síðustu stundu.“ Karlarnir vonandi byrjaðir að spila fyrir landsleiki Hannes segir vonir standa til þess að búið verði að spila einhverja leiki í Dominos-deild karla þegar karlalandsliðið fer til Slóvakíu, sennilega 21. eða 22. nóvember. Konurnar mæta Slóveníu og Búlgaríu og eru leikirnir hluti af undankeppni EM, þar sem Ísland hefur þegar lokið útileik sínum við Grikkland og heimaleik við Búlgaríu. Undankeppninni á svo að ljúka í febrúar. Efsta liðið kemst á EM og mögulega liðið í 2. sæti en Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa og er neðst í riðlinum. Karlarnir eru í forkeppni HM og leika við Lúxemborg og Kósóvó í Slóvakíu, en forkeppninni á svo að ljúka í febrúar. Ísland vann Slóvakíu síðasta vetur en tapaði naumlega fyrir Kósóvó. Tvö lið komast áfram í næstu umferð. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 Segir að samráð við íþróttahreyfinguna hafi vantað í síðustu aðgerðum Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að óvissa ríki með framhaldið innan körfuboltans eins og annarra íþrótta vegna kórónuveirunnar en allt íþróttastarf hefur verið sett á ís. 9. október 2020 07:01 KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Sjá meira
Ljóst er að landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi, vegna skorts á æfingum og leikjum hjá því landsliðsfólki sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu, þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. Kvennalandslið Íslands heldur til Heraklion á Krít 7. nóvember og karlalandsliðið fer til Bratislava í Slóvakíu tveimur vikum síðar. Liðin leika tvo leiki hvort í sérstökum „búblum“ sem alþjóða körfuknattleikssambandið FIBA, hefur samið sóttvarnareglur fyrir. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir sambandið hafa látið FIBA vita af æfingabanninu sem verið hefur á höfuðborgasvæðinu á Íslandi frá 8. október, og freistað þess að fá leikjunum frestað en án árangurs. Eina landið sem vildi ekki spila í nóvember „Við erum búin að ræða þetta mjög mikið við FIBA, til viðbótar við alla hina fundina sem við höfum verið á undanfarið. FIBA virðist bara ætla að halda því til streitu að vera með þessa „glugga“. Við virðumst vera eina landið sem vill helst ekki spila í nóvember – eyland þar eins og á landakortinu,“ segir Hannes. Guðbjörg Sverrisdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu eiga að mæta Búlgaríu að nýju í Grikklandi í nóvember.VÍSIR/BÁRA „Við viljum helst einbeita okkur að því að mótahaldið í hverju landi sé sem eðlilegast, en virðumst ein um það. Þessar „búblur“ kosta okkur líka mikið,“ segir Hannes. Dýrara sé þó að neita að mæta til leiks, eins og einhverjir hafa velt fyrir sér hvort réttast væri að gera: „Ef að við myndum hætta við – neita að spila í nóvember – þá yrði okkur bara hent í neðsta styrkleikaflokk alls staðar, fengjum ekki að vera með aftur fyrr en eftir tvö ár og þyrftum að borga fullt af milljónum í sekt.“ Vilja undanþágu fyrir landsliðsfólk til æfinga Á morgun mega lið á höfuðborgarsvæðinu byrja að æfa að nýju en með ströngum skilyrðum. Til að mynda mega leikmenn ekki kasta bolta á milli sín. Þær reglur gilda til 3. nóvember. Keppni í Dominos-deildunum gæti svo hafist um miðjan nóvember. Það er því ljóst að margir leikmenn kvennalandsliðsins, sem eiga að fara til Krítar 7. nóvember, verða ekki í leikformi eða sínu besta æfingaformi þegar þær halda utan. Hannes segir að sótt verði um undanþágu fyrir landsliðsfólk til að æfa: „Það er næsta skref hjá okkur núna. Við höfum verið að bíða eftir því að vita hvaða reglur tækju gildi á morgun. Því miður hefur vantað mikið upp á allt samráð eins og ég hef verið að „tuða“ yfir. Við verðum að geta vitað hlutina fyrr en á síðustu stundu.“ Karlarnir vonandi byrjaðir að spila fyrir landsleiki Hannes segir vonir standa til þess að búið verði að spila einhverja leiki í Dominos-deild karla þegar karlalandsliðið fer til Slóvakíu, sennilega 21. eða 22. nóvember. Konurnar mæta Slóveníu og Búlgaríu og eru leikirnir hluti af undankeppni EM, þar sem Ísland hefur þegar lokið útileik sínum við Grikkland og heimaleik við Búlgaríu. Undankeppninni á svo að ljúka í febrúar. Efsta liðið kemst á EM og mögulega liðið í 2. sæti en Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa og er neðst í riðlinum. Karlarnir eru í forkeppni HM og leika við Lúxemborg og Kósóvó í Slóvakíu, en forkeppninni á svo að ljúka í febrúar. Ísland vann Slóvakíu síðasta vetur en tapaði naumlega fyrir Kósóvó. Tvö lið komast áfram í næstu umferð.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 Segir að samráð við íþróttahreyfinguna hafi vantað í síðustu aðgerðum Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að óvissa ríki með framhaldið innan körfuboltans eins og annarra íþrótta vegna kórónuveirunnar en allt íþróttastarf hefur verið sett á ís. 9. október 2020 07:01 KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Sjá meira
Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30
Segir að samráð við íþróttahreyfinguna hafi vantað í síðustu aðgerðum Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að óvissa ríki með framhaldið innan körfuboltans eins og annarra íþrótta vegna kórónuveirunnar en allt íþróttastarf hefur verið sett á ís. 9. október 2020 07:01
KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09